Verkalýðsblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 4

Verkalýðsblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 4
4 VERKALÝÐSBLAÐIÐ Um afstöðu KSML til EIKlm-l) Árásum svarað Verkalýðstlaðinu þykir nauðsyn á því að svara nokkrum aðalatriðum £ greinum í apríltölublaði Stéttabaráttunnar. Hins vegar er rátt að benda á að smálegar ritdeilur eru til einskis. Það er pólitísk stefna sem að baki býr er skiptir höf- uðmáli. Tal um "róg, lygar, falsanir, hægri hentistefnu, nútíma end- urskoðunarstefnu, skemmd- arverkastarfsemi" EIK(m-l) sem samtímis eru marx- lenínísk í munni KSML - er í raun mynd pólitísk- rar villu KEl/ML. Það er þessi stefna sem ber að afhjúpa. Á meðan KEl/ML ségir KSML hafa verið marx-lenínísk og í aðalatriðum rétt- stefnusamtök frá upphafi -er samtímis sagt að gagn- byltingarbrölt og ein- angrunarstefna sem öll heimshreyfingin fordæmir sé rétt. Þessi afstaða merkir í raun að 'KSML éru ekki marx-lenínísk samtök svo lengi sem þau ekki gera almenna sjálfs- gagnrýni, taka afstöðu gegn fyrra starfi og taka upp nýja marx-leníníska línu. Svo einfalt er málið. Þar með er heldur ekki mögulegt að tala um "tvær marx-lenínískar hreyfing- ar" á Islandi, eins og blað KEl/ML segir. Stefnuskrá KSML byggði á rangri afstöðu til endur- skoðunarstefnu í öllum myndum. Samtökin telja ómengaða endurskoðunar- stefnu sína hafa verið "eðlilega og ómeðvitaða byrjunarörðugleika" og ráðast þar með ekki á rætur hennar. Stefnuskrá in byggir líka á rangri skilgreiningu á verkalýð EIK(m-l) ★ ★ ★ ★★ ★ ★ ★ ★ TAKIÐ DÁTT I NÁNISSTARFI (öreigum). Skv. KSML er verkalýður einungis fram- leiðið fólk, en ekki skr- ifstofu- og afgreiðslu- fólk - eða þúsundir laun- avinnufólks. Þessi af- staða leiðir til einangr- unarstefnu. Þá er samfylkingarstefnan þeim framandi - og þeir leggja því ekki áherslu á að vekja, efla og leiða fjöldabaráttu, t.d. í landhelgismálinu. Þannig mætti enn telja. I ljósi þessa er kvein KEl/ML um að EIK(m-l) hafi hafnað tilboði um sameiginlegar undirbúningsframkvæmdir fyrir flokksstofnun og sett skilyrði (hvílíkt og annað eins£) dæmd ó- merk. Hver sá flokkur sem ætlar að sameina marx-lenínista og ekki gerir það með því að ná fræðilegri, skipulagsleg- ri og stefnulegri einingu fyrir og við stofnun, er hentistefnuflokkur. EIK (m-1) setti ekki skilyrði til að "hindra flokks- stofnun" - eins og Stétt- abaráttan segir - heldur til að fylgja lenínískum starfsstíl og raunveru- legri kommúnískri stefnu. Öll gagnrýni EIK(m-l) á rangar stefnu- og starfs- aðferðir er dæmd "bak- tjaldamakk og rógur" - en henni hefur aldrei verið svarað í málgagni KSML/KEI/ML. KSML litu ekki á samein- ingu KSML og EIK(m-l) á grundvelli marx-lenínism- ans sem verkefni, sem hefði forgang fram yfir eigin flokksstofnun. Samtímis hefur hnntistef- nan öll undirtökin í samtölunum/flokknum. Hvort tveggja sviptir grundvellinum undan á- rásum á EIK(m-l) og fram- þróun flokksins. Elokks- 'Samtökin eru flutt úr húsnæði sínu, Skólastræti 3b, og munu innan tíðar fá fast aðsetur á ný. Eram að því geta þeir, sem vilja ná sambandi við samtökin, hringt í síma 35904 í Reykjavík. Upplýsingar gefur Magnús Snædal í síma 28942. stofnunin er ekki "sögu- legur sigur", heldur staðfesting þess að það sem s.egja má um KSML á fyrstu árum samtakanna, á í öllum aðalatriðum við um KFl/ML. EIK(m-l) hafa ekki stofn- að kommúnistaflokk, en þar er hins vegar að finna vísi að honum. Að lokum: Stéttabaráttan gerir mikið úr viðtali er norska blaðið Klasse- kampen birti við formann EIK(m-l) fyrir stuttu. KSML krefst vantrausts- yfirlýsingar á formann- inn og telur viðtalið uppspuna. Viðtal þetta er tekið símleiðis í lok febrúar og er rétt í aðalatriðum. Tvö atriði þarf að betrumbæta og leiðrétta. Þegar KSML eru sögð vinstri henti- stefnusamtök (réttilega) og sögð gjarnan vinna með borgaralegum öflum, er auðvitað átt við málið sem viðtalið snýst um - þ.e.a.s. landhelgismálið. Þar sem formaður EIK(m-l) talar um að fjöldaaðgerð- ir í Grindavík', aðgerðir í Keflavík og víðar, hafi verið undir forystu verka fólks og sjómanna, er það rangt. I Grindavík voru það atvinnurekendur og sjómenn saman, annars staðar yfirgnæfandi minni útgerðarmenn. önógri vit neskju er þarna um að kenna. En hláleg til- raun Stéttabaráttunnar til að blása upp moldvið- ri, er hvað greinilegust þegar blaðið "sannar" að EIK(m-l) þykist leiða alla baráttu á Islandi með því að þýða setning- una "...dersom vi organ- iserer for folkelig kamp" með: "...þar sem við skipuleggjum alþýðubar- áttu.." I norsku þýðir dersom ekki þar sem, held- ur £f, og þar með er kom- in önnur merking í þessa setningu. Sé þess þörf, þá mun Verkalýðsblaðið þýða viðtalið og birta það. Við bíðum svo spennt eft-- ir því hvað andmælendur okkar eiga eftir í poka- horninu, þegar loftból- urnar eru sprungnar. Gegn trotskisma Lengi getur vont versnað. Mörgu fólki þykir orðið nóg um stefnumergðina á vinstri kantinum. En ekki er þó ástæða til að örvænta, því að starf og fjöldastefna hverra sam- taka skera fljótlega úr um það að aðeins ein samtök eru raunveruleg kommúnísk samtök. Þau samtök sem hvað lengsta eiga sögu hentistefnu og vingulsháttar - Eylking- in - gengu nú nýverið í heimssamtök trotskista "4. alþjóðasambandið". Trotskismi er ein stefn- an sem margir hafa heyrt getið, færri kynnt sér. Leo Trotskí var henti- stefnumaður og orðhákur í Rússlandi byltingar- stöðu víða um heim. Trot skistair smíðuðu srnálireyf- ingar og voru alþýöu til ama vegna fyrirgangs -og klofningsbrölts. Þannig börðust þeir gegn þjóð- frelsisfylkingum Víetnarn - og voru ýmist gerðir hlutlausir með samfylk- ingartilboðum eða vopn- um. Hó Sí Mín kallaoi þá eitur í beinum bylt- ingarhreyfingarinnar. I Albaníu og Kína börðust þeir með samstarfsmönnum innrásarherja fasismans - gegn "stalínismanum". A Spáni gerðu þeir uppreisn 'i936_gegn Alþýðufylking- Luini'og lýðveldinu. En alls staðar biðu þeir samstuhdis lægri hlut. Kína og Albaníu kalla AL FA6C/SM0' NIBUR MEÐ FASISMAMM: -Mynd spænskra kommúnista úr Spánarstyrj öld- unni. I stað samfylk- ingar gegn fas- isma fyrir lýð- ræðisbyltingu tala trotskistar um að nú standi sósíalísk bylting fyrir dyrum. innar. I atkvæðagreiðslu um stefnu Trotskí-klík- unnar í sovéska kommún- istaflokknum hlaut hún 1-2fo atkv. Kjarni stefn- unnar var sá að slíta bandalagi smábænda og verkalýðs, gera verka- lýðssamtökin að ríkis- bákni og að andæfa þeirri staðreynd að unnt væri að reisa sósíalískt þjóðfél- ag undir alræði öreiganna í Sovétríkjunum einum. Trotskí og nótar hans voru brotnir á bak aftur á mörgum sviðum. En ónóg fjöldastefna leiddi til þess að borgaraleg öfl gátu sest að í lykilstöð- um skrifræðisbáknsins sem byggt var upp og afleið- ingin varð svo sú, að afturhaldið náði undir- tökum í þróuninni og Sovétríkin urðu aftur- haldinu að bráð. Trotskisminn varð brátt ein helsta hugmyndafræði menntafólks.með and-verk- alýðssinnaða stéttaaf- þeir nú "afbökuð verka- lýðsríki undir skrifræð- isstjórn"' Hér á Islandi hefur ald- rei borið á trotskistum fyrr en nú. Stefna þeir- ra hér er fólgin t.d. £ andstöðu við útfærslu fiskveiðilögsögunnar, vörnum fyrir drottnunar- stefnu Sovétrfkjanna og fleiru. Þeir heimtá "þjóðnýtingu atvinnutækja undir eftirliti verkalýðs ins" - án rfkisvalds hans og tala um "verka- lýðseftirlit" með auð- valdsrekstrinum. Fram- sóknarflokkur og Alþýðu- bandalag kalla þennan kratisma "atvinnulýðfæði og félagsrekstur". I raun er trotskisminn ekkert annað en hægri hentistefna £ rauðum og afar "vinstri" sinnuðum búningi. Sem élfkur er hann stoð auðvaldinu og andstæður verkelýð og alþýðu í einu og öllu. Af þessu taka EIK(m-l) mið. sendið pantanir: OKTÓBER- forlagið, pósthólf 541 Akureyri eða Nesveg 66 Reykjavík KYNNIÐ YKKUR ÚTGÁFUEFNI OKTÓBER FORLAGSINS 1. Samþykktir fyrstu sam- eiginlegu ráðstefnu nor- ænna marx-lenínista. 2. Afstaðan til Stalín. 3. Gegn trotskisma og "vinstri"-róttækni. 4. Fangelsisdagbók - ljóð Ho Chi Minh. 5. HVAÐ BER AÐ GERA? - Bæklingar. Út eru komnir tveir: Sá fyrri fjallar um stefnu EIK(m-l) í kjara- málum,sá síðari um sieinu EIK(m-l) í landhelgis- Baráttuleið alþýðunnar er málinu. uppseld hjá forlaginu og 6. Eram til stofnunar verður bókin endurútgefin Kommúnistaflokks íslands - eftir^ítarlega yfirferð. Hvað vill EIK(m-l)? Álykt- Endurútgáfan er væntanleg anir 2.1andsþings EIK(m-l).í maí. 7. Tímaritið RAUBLIBINN - fræðilegt málgagn EIK(m-l). Þeir sem kaupa allt efni OKTÓBER-forlagsins fá 20$ afslátt. KVENNABARATTA ER STÉTTABARÁTTA Það er ekki hægt að gera sér grein fyrir kúgun konunnar, orsökum hennar og eðliánþess að gera sér grein fyrir stöðu konunnar sem varavinnu- afls í auðvaldsþjóðfél- agmu. Afleiðing þessa er að baráttan hlýtur að beinast að efnahagsgrund- vellinum - þ.e. auðvalds- skipulaginu. Höfuðóvinur- inn er einokunarauðvald- ið, ekki karlmaðurinn, eins og femínistar halda fram og er ríkjandi til- hneiging í isl. kvenna- baráttu. En að sjálfsögðu er kúgun konunnar eldri en auðvaldsskipulagið. Kúgun konunnar er jafn- gömul einkaeigninni og stéttaþjóðfélaginu. Form kúgunarinnar, hvernig hún birtist, ákvarðaðist bæði í þrælasamfélagi fornaldarinnar og í léns- skipulagi miðaldanna af ríkjandi framleiðsluaf- stæðum. Það að konan er kúguð sem kyn stafar af þeirri á- byrgð, sem hún ber á end- urframleiðslunni - þ.e. umönnun barna. Eh orsök kúgunarinnar er einkaeign og tilvera stéttakúgunar undir kapítalismanum, gróðasókn auðvaldsins og þörf þess fyrir ódýrt vinnuafl, sem hægt er að senda heim á krepputfmum. frh.bls. 5-

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.