Verkalýðsblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 5

Verkalýðsblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 5
:FRAMHALD:FRAMHALD:FRAMHALD:FRAMHALD:RRAMHALD:PRAMHALD: VERKALÝÐSBLAÐIÐ BANDAMENN... frh.af bls. 2 ATG-: Það ætti að vera fullljóst að þessi efling tenglsa við heimshreyf- inguna og samhugur heggja er aflvaki í allri bar- áttu. Margt má læra af albönsku félögunum. Al- þjóðahyggjan er sterkt vopn gegn afturhaldi og allri hentistefnu. EIK (m-l) er það mikils virði að finna að þjóðfrelsis- menn og kommúnistar þess- arrar hetjuþjóðar styðja það starf og þá stefnu sem EIK(m-l) hefur þróað í baráttu við endurskoð- unarstefnu í eigin röðum, í Alþýðubandalaginu, í Eylkingarhópnum, og síðasl en ekki síst KSMl. Við höfum einna helst átt í baráttu við KSMl í upp- byggingu flokksins. Þeir hafa ráðist gegn núverandi stéttgreiningu okkar, samfylkingarstefnu, stef- nufestu varðandi samein- ingu marx-lenínista í nýjan kommúnistaflokk og talið einangrunarbrölt sitt frá upphafi hafa verið "marx-lenínisma”. Samtökin kóróna svo hent- istefnuna með stofnun "kommúnistaflokks" á pás- kum, sem hvílir, þrátt fyrir nýja drætti, á þess ari gömlu einangrunarste- fnu.^ En þá er jafnvíst að sú stefna og sá flokk- ur eiga fátt skylt við heimshreyfinguna annað en naf’ið eitt. Flokkur vinnunnar viðurkennir aðeins eina hreyfingu í hverju landi sem marx- leníníska. Samtímis ver- ður að slá föstu að álit þeirra og allra annarra bræðrasamtaka okkar er ekki afgerandi, heldur starfið og árangur þess: sigurinn yfir endurskoð- unarstefnunni og eyðandi hentistefnu. Hann eh óhjákvæmilegur, sé grundvallarstefnan rétt. 3g vil svo benda á að KFI/ML, hinn nýji "flokk- ur" KSML, ræðst að EIK(m- l) fyrir utantíkissam- skipti samtakanna. Þann- ig dregur KFÍ/ML ekki gagnrýnar og réttar ályk- tanir af eigin einangrun, heldur ræðst að erlendum marx-lenínistum í raun, rétt eins, og þeir taki ekki sínar ákvarðanir á eigin spýtur, heldur láti EIK(m-l) véla sig. Þama kemur hvað best í ljós að grundvallarmunur er á EIK(m-l) og KFl/ML. Við munum að sjálfsögðu nýta árangurinn af,heim- sókn okkar til þess að herða félagana og efla baráttuna.' Vbl.: Eitthvað að lokum, Ari Trausti? ATG: Albaníuförin er mik- ilvægur áfangi í þróun og einingarstarfi marx- lenínista. Tengslin munu efla og styrkja vináttu þjóðanna. • Albanir styðja íslenska alþýðu af heil- hug í landhelgisbarátt- unni og þegar við þökk- •uðum þann stuðning eða bentum á hinar stórkost- legu viðtökur sem við fengum í Albaníu, þá var svarið alltaf á eina lund: þetta er aðeins félagaleg skylda. Svo einföld er stéttaafstaðan. BARATTA ISLANDS ER FORDÆMI Viðtal við formann OFML Færeyjum KVENNABARATTA... frh.af bls.4. Þessi staða gerir konur oftast meira og minna fjárhagslega háðar eigin- mönnum sínum. Kýnferðis- kúgunin, goðsögnin um konuna sem móður, eigin- konu, ástmey, gegnir allt því hlutverki að halda- við ódýrum og samvinnu- þýðum vinnukrafti fyrir auðvaldið. Að sjálfsögðu leiðir einn- ig af þessarri stöðu kon- unnar andstæður milli vinnandi karla og vinnandi kvenna. En þær andstæður eru sættanlegar og barátt- an á að taka mið af að sætta þær. Það er nauð- synlegt, því þessar and- stæður þjóna auðvaldinu framar öllu, með því að sundra alþýðufólki. Milli auðvalds og vinnandi fólk£ er hins vegar ósættanleg andstæða og kvennabarátt- an verður að byggjast á henni. Þetta þýðir þó ekki að ekki sé þörf á sérstakri baráttu kvenna (eins og trotskistar FBK halda fram). Það þarf að berj ast gegn hinni kynferðis- legu kúgun og reyna áð vinna stuðning allrar al- þýðu karla sem kvenna við þá baráttu. Yfirstéttarkonur, forstj- órafrúr, þingkonur o.s. frv. eiga ekki samleið í þessarri baráttu þar sem kyn.ferðislega kúgun- in er minniháttar, stétta- kúgunin meiriháttar og þær tilheyra einmitt stéttaróvininumr Þessa baráttu verður að heyja með vel skipulögð- um liðsmannasamtökum þar sem bæði kyn starfa, þó fyrst og fremst konur. Það er'einkennandi fyrir femínista að hallast að laustengdum "starfs"hóp- um og skipulagsleysi (Rauðsokkahreyfingin) sem í raun drepur niður starf og veitit frelsi fyrir hvers kyns hentistefnu og hringlandahátt.Borgara- leg öfl grassa í hreyfing- unni að vild - árangur starfsins því brota- kenndur og enginn þegar á reynir. VlNNANDI KONUR; SKÖPUM OKKUR BARÁTTUSAMTÖK, ER STARFI Á GRUNDVELLI stEttabaráttu;: F’Dlitikina... frh.af baksióu barátta innan ASl - bar- átta milli hægri og vin- stri,milli baráttufólks og stéttasamvinnufólks. Með sigri endurskoðunar- stefnunnar í Kommúnista- flokki Islands og afneit- un Sósíalistaflokksins- Alþýðubandalagsins á virku pólitísku forystu- hlutverki meðal verkalýðs hefur skapast það ástand sem nú ríkir.Logn og lá- deyða í félögunum og ríkjandi stéttasamvinna í forystu hreyfingarinnar Þessi þróun sýnir okkur nauðsyn sterkrar póli- tískrar forystu - verka- lýðsflokks,sem byggir á hugmyndafræði verkalýðs. ins sjálfs,marx-lenínisma- num. Sá flokkur verður ekki byggður öðruvísi en með vægðarlausri baráttu gegn stéttasamvinnunni, endurskoðunarstefnu gömlu "verkalýðsflokkanna" og hverskonar hentistefnu og hentistefnuflokkum. Hlutverk þess flokks er að færa baráttuna & ný inn í verkalýðsfélögin, virkja sérhvern félaga til baráttu fyrir hagsmun um sfnum. VERKAI.tDSBL.ADID HEFUR HIHGAÐ TTL LfTlÐ SKRIFAD IJM BARÁTTIJNA í FÆREYJUM, OG ALLT OF LÍHB ER FJALLAD -UM HANA í PÖLITÍSKRT UMFÆDU HÉR Á LANDT. VID MIJNUM ÞVf PEYNA AÐ. FLYTJA LESEMDUM FRÁTTIR FRÁ FÆREYJUM . OG BARÁTTUNNI' ÞAR, EFTTR ÞVI SEM EFNI STANDA TJL. ' . v . :■ /,; V-'* ' j: '■ "’i&í . • ’ .. . jTíðindamaður Verkalýðs- |blaðsins- var ‘ á ferð í |Færeyjum um páskana, og Ihitti þá m.a. að máli iHermann Oskarsson, for- |mann Oyggjaframa (m-1) - lOFML - en það eru systur- lsamtök EIK(m-l) í Færeyj- lum. Hér á eftir fer |hluti viðtals sem tekið |var við Hermann um stöð- una í Færeyjum og um bar- |áttu OFML. 1 næsta tbl. Verkalýðsblaðsins mun svo birtast kynning á OFML og ýmiskonar efni um Færeyj- ar bíður birtingar. Ein- nig mun Rauðliðinn, fræði legt málgagn EIK(m-l) væntanlega birta sameigin lega ályktun EIK(m-l) og OFML. Vbl.: Nú eru fiskveiðar undirstaða efnahagslífs |Færeyja; er þá ekki hugur í félki hér .að færa út Ifiskveiðilögsögu við eyjarnar og berjast fyrir |fiskverndun? H.O.: Jú, við álítum að ]brýn þörf sé fyrir út- Jfærslu við Færeyjar. Hér |vinnur mikill fjöldi fél- ]ks við fiskveiðar og fisk Ivinnslu og fiskurinn er |því undirstaða efnahags- legs sjálfstæðis okkar. Á næstu árum munu strand- |ríkin umhverfis okkur jfylgja fordæmi Islands og jflytja út sín fiskveiði- Imörk. Þetta álítum við lrétt, og þessi þréun þrý- jstir mjög.á útfærslu við jFæreyjar. lEins og er, þá er- stér Ihluti fiskjar okkar flutt lur til Danmerkur, Englan— Ids og fleiri landa og fullunninn þar. Gegn þessu viljum við berjast, jog krefjumst þess að haf- in verði uppbygging sjálf stæðs iðnaðar í Færeyjum. |Færeyjar téku sér tólf sjómílna fiskveiðilögsögu 1964, og það hafði víð- tæka þýðingu, bæði styrk- ti það hinar fjarlægu byggðir e.fnahagslega, og styrkti efnahagslegt sjálfstæði eyjanna yfir- leitt. Nú er orðin hætta á rányrkju fiskstofna við eyjarnar, og þrýstingur félksins á landstjérnina að færa út, vex stöðugt. Danir fara með utanríkis- mál eyjanna og þar með eru það þeir sem ákveða hvort fært verður út hér eða ekki. Því er það sem við álítum að ef danska stjórnin neitar að beita sér fyrir útfærslu, þá muni fólkið, kref jast sjálfstæðis eyjanna. Lög- þing Færeyja hefur ekki ályktað um útfærslu, og skýringin á því er lík- lega sú, að meirihluti þess er andvígur sjálfs- stjórn Færeyja og mjög fylgjandi nánum tengslum við dani. Utfærslan við Island er mikill styrkur fyrir fær- eyska sjómenn og verka- lýðsstéttina í heild, því hún styrkir mjög þau öfl sem krefjast færeyskrar útfærslu. Vbl,: Hér á eyjunum hefur verið mjög sterk andstaða gegn inngöngu í Efnahags- bandalag Evrópu (EBE), og EBE-málið er tengt land- helgismálum ykkar; hvað viltu segja um þetta? H.O.: OFML tók virkan þátt í myndun alþýðuhreyf ingar gegn EBE, "Fólka- fylkingin móti EEC", á sínum tíma og starfaði innan hennar af miklum krafti. Þetta var í raun alþýðufylking og það var aðeins fyrir baráttu henn ar og styrkleika, að Fær- eyjar voru ekki innlimað- ar í EBE í fyrstu atrennu. En baráttunni er engan veginn lokið og nú eru ýmiss teikn á lofti um að nýjar tilraunir til að lima eyjarnar inn í EBE, séu á döfinni. Færeyskir kapítalistar, sem eiga nótaskip á stöðugum veið- um í Norðursjónum, þrýstá nú mjög á EBE-aðild, til þess að tryggja það að hagsmunum þeirra sé borg- ið og þeir fái veiðikvóta við'strendur EBE-landánna Hins vegar kveður stjórn- arsáttmáli flokkanna sem skipa landstjórn Færeyja skýrt á um það, að Fær- eyjar gangi ekki í EBE, að fiskveiðilögsagan við Færeyjar.verði flutt út og fleira sem beinlínis varðar hag vinnandi al- þýðu. Færeysk alþýða krefst þess að við þetta verði staðið. Þegar á allt-er litið, þá má því sjá, að mikil þörf er á því^að nýju lífi sé blás- ið í Fólkafylkinguna móti EEC. OFML mun.eftir fremsta megni stuðla að því að þegar verði hafist handa um endurreisn þess- arar samfylkingar alþýð- unnar. yúl.: Oyggjaframi(m-l) erú fremur ung ssuntök, en mjög virk í baráttunni hór; hvað er að segja um þiróun þeirra? H.0.: Byltingarhreyfing- in hér er bæði ung og ó- reynd. Við höfum því átt við' marga erfiðleika að etja, og ýmsa "barnasjúk- dóma", en við höfum leyst úr vandamálunum á grund- velli marx-lenínismans. Þing samtakanna sem hald- ið var á síðasta ári, sló föstu að OFML hefði gert upp við hægri og "vinstri" villur og til- hneigingar sem skotið hefðu upp kollinum í sam- tökunum, og þar með var stigið stórt skref fram til stofnunar kommúnista- flokks í Færeyjum. Höfuð- verkefni^OFML er að fests enn frekár rætur meðal verkalýðsins og vinnandi alþýðu og það gerum við með þrotlausu starfi meðal fjöldans - fyrir fjöldann. Baráttan í framtíðinni mun einkenn- ast af tvennu: annars vegar af baráttu fólksins fyrir sjálfstæði og hins végar af baráttu verka- lýðsins og bandamanna hans fyrir sósíalisma. OFML álítur hlutverk sitt það að byggja upp komm- únistaflokk sem sé fær um að leiða baráttu verk- afólks og alþýðu gegn danskri nýlendukúgun og EBE-heimsvaldastefnu og leppum hennar í Færeyj- um - fyrir sósíalismanum. Færeysk verkalýð'sstétt á að leiðá baráttu alls þéss fó.lks sem er kúgað af nýlendu- og heimsvalda stefnu. ■ Vbl,: Hver eru svo næstu verkefni OFML í stétta- baráttunni í Færeyjum? H.O.: OFML hefur eflst og vaxið, einkum síðustu 6 mánuði, og áhrif okkar vaxa jafnt og þétt. Frá og með 1.maí n.k., munum við hefja reglulega út- gáfu á blaði samtakanna, og það teljum við vera afar mikilvægan áfanga í baráttunni. Þörfin á marx-lenínískum kommún- istaflokki er afar brýn hér. Við munum því leggja ríka áherslu á að vinna .róttækt félk og baráttu- fúst, á okkar band, og herða mjög hugmyndafræði- lega baráttu gegn endur- skoðunarste fmmn i. Þá er hægt að nefna að við höfum hafið vinnslu á leshring í grxmnnáiT:i í marx-lenínisma á færeysku. Við álítum að námsstarfið muni styrkjast mikið við það að eignast leshring á móðurmálinu, endaNhefur það háð okkur mikið að þurfa að notast eingongu við námsefni á erlendum txmgum í náminu fram að þessu. Einnig er & dö£- inni meiri útgáfa, bæði á fræðilegu málgagni OFML - og á yerkum frumkvöðla sósíalismans. I stéttabaráttunni eru höfuðverkefni okkar þessi helst helst: að endur- reisa stéttarfélögin sem ra\mveruleg baráttutæki launafélks, að endurvekja "Félkafylkingxma móti EEC", að berjast fyrir útfærslu landhelgi við Færeyjar. Við erum bjartsýn á fram- tíðina; baráttuvilji fólk sins lofar góðu og bylt- ingarhreyfingin er í örum vexti í Færeyjum, jafnt sem alls staðar annars staðan í heiminum, sagði Hermann Oskarsson að lokum.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.