Verkalýðsblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 2

Verkalýðsblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 2
XI VERKALYÐSBLAÐIÐ 22. tbl. 2b. nóv.- 12. des. 197b Alþýðubandalagid - kaupránsf lokkur Þegar þetta er skrifað, er fullljóst orðið að ríkis- stjórnin og forystulið sam- taka launafólks hafa fyrir- hafnarlítið náð samkomulagi um að ræna launafólk góðum hluta beinna kjarabóta l.des- ember. Þar með hefur forysta "verkalýðsflokkanna", Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks - og þeirra menn £ verkalýós- forystunni náó hámarki í blekkingarsirkusnum sem sömu aðilar hófu í febrúar s.l. Þá var róttilega sett fram krafa um "samningana í gildi", sem tákn um að nú stæði bar— áttan um að verja fenginn hlut gagnvart gróðaáhlaupum auðvaldsins. En eftirleikinn þarf ekki að rekja í löngu máli. Verkalýðsforystan og Alþýðubandalag/Alþýðuflokkur skipulögðu aldrei baráttu verkalýðsins til að hnekkja bráðabirgðalögunum um kaup- rán. "Samningana í gildi" varð í meðförum þessara afla áróðurstæki til að ýta undir atkvæðastreymi í kosningunum s.l. vor, og þannig var reiði launafólks nýtt til að senda fleiri framagosa £ þæginda- sæti við kjötkatla auðvalds- ins. Nú hefur flagðið komið undan skinninu fagra: Alþýðu- bandalagið er forystuflokkur kaupránsflokkannaí rxkisstjórn Alýðubandalagið og armur þess £ verkalýðshreyfingunni er £ forystu við að reyna að bjarga gróða auövaldsins meó beinu og augljósu kaupráni. Stjórnarflokkarnir hamra á þvi, ekki sfst Alþýðu- bandalagið, að skert kaup- hækkun l.des., skuli bætt "með öðrum leiðum". Talað er um lækkun skatta, bætta fél- agslega þjónustu, auknar niðurgreiðslur, að atvinnu- rekendur megi ekki velta öllu út f verðlagið o.s.frv. En fyrir verkafólkið sjálft eru slfkar viljayfirlýsingar kaupræningja Alþýðubandalags- ins ekki meira virði en papp— frinn sem þær eru skrifaðar á. Auðstéttin sjálf veit hvað hehni kemur vel og hún ber verkalýðsforystuna og AB—forystuna í gullstólum þessa daganal Kaupránið þýðir einfaldlega að atvinnu- rekendur þurfa ekki að leggja jafn mikið í kaupgreiðslur og áður, þó að þurfi að borga örlítið fleiri krónur. Flest- ar hækkanir hafa fengið skjóta afgreiðslu, nægir þar að benda á Flugleiðir, gos- og smjör- líkisframleiðendur, olfufél- ögin, póst og síma. AB HVER.TU BER AB STEFNA ? Ljóst er, aó framundan er höró og erfið varnarbarátta, vörn þeirra kjara og rétt- inda, sem verkafólk hefur .þegar náö. Sú barátta verður sérlega erfið, sérstaklega vegna þess að æðsta forysta hreyfingarinnar er virkur þátt- takandi í og hvatamaður að kaupráninu. Þar með sýnir hún einkar skýrt sitt rétta andlit, stéttasamvinnu verka- lýðs og atvinnurekenda í orði og verki. Hvaða svör á verkafólk gegn þessu? EIK(m-l) vilja hvetja fólk til að kanna a'ila mögu- leika til baráttu bæði í stétt- arfélögunum og á vinnustöðum. Allmörg stéttarfélög hafa hafnaö beiðni ASÍ um aó aftur- kalla uppsögn samninga. Þ.á. m er starfsmannafélagið Sókn, sem hefur aflað sér verkfalls- heimildar 15*jan. EIK(m-l) hvetja vinnandi fólk til aó fylgja þessu fordæmi, en um leið að vinna að því að sér- staklega kosnir fulltrúar af vinnustöðunum skipi samninga- og verkfallsnefndir, I sumum tilvikum kann að vera mögu- legt að ná samstöðu á virmu- stöðunum um aðgerðir. Ræðið við félaga ykkar og ef sam- staða néest, undirbúið þá kröfugerðina vel, vinnið að því að ná sem bestri einingu um hana, skipið trausta for- ystu og gætið þess að úr- tölumenn skemmi ekki fyrir. MIKILVÆ3USTU KRÖFUR EIK(m-l) telja að mikil- vægustu kröfur þessarar bar- áttu séu: 1) óbreytt verðbótavísitala og fullar verðbætur.á laun 1.desember. 2) Verjum kjör okkar og rétt gegn kaupráni og atvinnu- leysi. 3) Gegn stéttasamvinnu verka- lýðsforystunnar við auðstétt- ina - endurreisum verkalýðs- félögin sem baráttutæld. verka- lýðsins. 4) Tökum málin í eigin hendur - eflum baráttuna á vinnustöðunum og í stéttarfélögunum. EIK(m-l) munu styðja bar- áttu ykkar eftir mætti. Til baráttu gegn auðvaldi og stéttasamvinnul Framkvæmdarnefnd miöstjórnar 2o/ll. Október - f réttir Október-búöin er nú spreng- full af nýju efni. Okkur hafa borist nýjar bækur vfða að úr heiminum. Má þar nefna mikinn fjölda af hræ- ódýrum ritum frumkvöðlanna frá Kína. M.a. eru þar þau 5 bindi rita Maos er út hafa komið en mikið hefur verið spurt um þau. Eru þau til bæði sem pappírskiljur og í bandi. Frá Bretlandi hafa komió bækur frá Penguin útgáf- unni s.s. rit Snow's um kínversku byltinguna, Marx bókasafnið með m.a. Grund- rissunni, því ómissandi riti. Frá Noregi og Svíþjóð efni um heimsvaidastefnuna, einokunarkapítalismann, Kína "afvopnun" og fleira. Einnig hefur komið efni frá Kanada um kvennabarátt- una og margt gott frá U.S.A. um t.a.m. sjálfsákvörðunar- réttinn, negraspurninguna og hin >fræga sjálfsæfi- saga Harry Haywoods:"Black Bolchewik." Blöð og tímarit streyma inn frá mörgum löndum með fréttum og greiningu á þvf sem er að gerast í heiminum auk fræðilegra umræðna um vandamál marx-lenfnismans. Að sjálfsögöu er allt fáan- legt útgáfuefni Október á staðnum hvað öðru betra. Lítið inn og takið þátt' í örri þróun forlags og búðar um ’ leió og þið eignist úrvalsrit á lægstá verði í bænum. Október-búðin er opin frá 5-7 mánudaga til föstudaga og 1-3 á laugardögum. Kappræðufundinum daginn 7. des., er frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju 18. febrúar Þriðji kappræðufundur I kl. 20.00 (ath. breyttan EIK(m-l) í Reykjavík, sem tímal) að Hótel Esju. auglýstur hafði verið fimmtu- Nánar um þann fund síðar. Baráttuhreyfing 1. des. inn hefur verið, verður haldinn í Sóknarsalnum Freyjugötu 27 fimmtud. 14. des. nk. kl. 20.30. Dagskrá m.a. 1. Reynslan af starfinu, mat á árangri, aistök og lær- dómar - framsaga frá framkvæmdanefnd, almennar umræður. 2. Menningarefni. 3. Framhald starfsins. Aríðandi er að sem allra Síðasti liðsfundur | flestir mæti. Baráttuhreyfingar, sem ákveð-| Framkv. nefnd i I Stefnt að enn frekari skerdingu námslána ? 1 Undan farin ár hefur Alþýðubcuidalagið talað um það bæði á Alþingi og utan að námskjörin séu slæm. Það hefði því átt að vera því kærkomið tækifæri til að gera eitthvað í málinu er það hreppti embætti mennta- málaráðherra í nýju ríkis- stjórninni í haust. En það eru greinilega fleiri mál en hermálið sem eiga að bíða. Enn bólar ekki á efndum, hvorki um hærri upphæð námslána né betri endurgreiðslukjör. Raumar virðist rfkisstjómin, með fjárlagafrumvarpi sínu stefna að lækkun námslána þar sem alltof lág upphæð er áætluð til lánasjóðsins. Samkvæmt því mun vanta um 500 milljón- ir króna upp á að hægt verði að lána námsmönnum sömu upphæð og hingað til, eða 85% af alltof lágu framfærslu- bóginn ekki fé til að standa mati sjóðsins. bæta þyrfti kjör hinna lægst launuðu. Einnig hefur það lofað námsmönnum stuðningi. Námsmenn hliðhollir Alþýðubandalaginu, sem sitja f forsvari fyrir háskóla- stúdenta, hafa ná riðið á vaðið í Stúdentablaðinu til að forsvara aðgerðir (eða réttara sagt aðgerðaleysi) Alþýðubandalagsins í málinu. Hið gullna ráð er að kenna Framsóknarmönnum (Tómasi fjármálaráðherra) um að sjóðnum skuli ekki hafa verið tryggt nægt fé. Aðalforsíðu- grein síðasta Stúdentablaðs (nr.8) heitir “Ragnar vill - Tómas tefur". Greinin er stutt og gengur öll út á að afsaka Alþýðubandalagið og er 'velvilji1" Ragnars þakkaður óspart og lofaður. Næstsíðasta málsgrein greinarinnar: “Fáist á hinn Raunar er það ofur eðlilegt lftt góður vilji ráðherra að við námsmenn fáum engar kjarabætur þegar aðrir hópar láglaunaðs fólks fá að taka á sínar herðar kjara- skerðingu frá ríkisstjórn- inni,eins og á að gerast nú 1 des. Hið merkilega er hins vegar að Alþýðubandalagið er sá borgaralegu stjórnmála- flokkanna sem fjálglegast hefur vaðið elginn um að straum af breytingunum dugar sýnir þó afar vel hversu valt er fyrir okkur að treysta á þingræðisflokkana og þeirra "baráttu" fyrir bættum kjörum okkar. Við kommúnistar meðal námsmanna höfum klifað á því að ekki stoði hót að bíða og treysta á að einhver "reddi" málunum fyrir okkur. Við höfum ekki trú á að lána- kjörin batni verulega fyrr en við höfum myndað með okkur öfluga baráttufylkingu (samfylkingu) sem berst fyrir hærri námslánum og gegn okur- endurgreiðslum. Við minnum á í þvf sambandi að ríkis- valdið, lánadrottinn okkar, er enn sama ríkisvaldið og það var í vor þrátt fyrir ríkis s t j órnarskipti. Nýjustu fregnir herma að lausnarorð hinnar nýju stjórn- ar lánasjóðsins sé að færa fé á milli námsmanna miðað við það sem nú er. A kreiki eru hugmyndir frá formanni stjórnarinnar, sem er Alþýðu- bandalagsmaður, um að náms- maður sem á útivinnandi maka, hafi það gott miðað við aðra námsmenn. Skuli því skerða lán slíkra til hagsbóta fyrir aðra. Gegn slfkum hugmyndum ber námsmönnum eindregið að berjast. Við teljum það vercT undanslátt í baráttunni að samþykkja slíkt, og hvetjum námsmenn til að vera á varð- bergi gagnvart þessum hug- myndum. M.a. hefur Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn Lána- sjóðsins, lýst því yfir að hann telji þessa hugmynd koma til greina. Jafnframt hefur hann lýst yfir því að hann telji réttast að stúdentar kjósi um atkvæði Fá námsmenn framfærslu barna sinna metna að fullu í nýj- um úthlut- unarreglum Lánasjóðsins? hans varðíindi breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins (Stúdentablaðið, nr. 8-1978, bls. 3 )• Tilfærsluhugmyndin heitir öðru nafni "launakökukenning” og hefur VB oft minnst á hana áður. 1 "launakökukenning- unni" felst að ástæða lágra launa(f þessu tilfelli lágra lána) hjá einum hópi sé að einhver annar hópur fái of mikið. En ástæða lágra námslána þorra námsmanna er alls ekki að námsmenn, sem eiga útivinnandi maka, fái of há lán. Astæðan er sú að ríkisvaldið skammtar okkur skít úr hnefa og gildii einu hvort Alþýðubandalagið er í ríkisstjóm og hefur meirihluta í stjórn Lána- sjóðsins, eða ekki. Það er grundvallaratriði fyir okkur námsmenn að samþykkja ekki "launaköku- kenninguna". Við krefjumst fullra námslána án þess að námslán nokkurra annarra verði skert. EIK(m-l) í H.l.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.