Verkalýðsblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 7

Verkalýðsblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 7
22. tbl. 28. nóv. - 12. des. 1978 VERKALÍÐSBLAÐIÐ m þjóðaratkvætfagrelóslu SHA af staða EIK(m-l) til Á síðasta landsþingi Sam- taka herstöðvaandstæöinga sem 4°-9o manns sátu dð jafnaði var samþykkt til- laga um að SHA beittu sér fyrir Þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn/NATO. Ein helsta röksemd flutningsmanna er sú að SHA vanti nærtækt bar- Ittuverkefni til þess að efla starfið og gera markmið sam- takanna nálægpri. Skel- eggustu talsmennirnir eru úr röðum Fylkingarinnar, svonefnds Kommúnistaflokks og fáeinir Alþýðubandalags- menn. EIK(m-l) taka afstöðu gegn þjóðaratkvæðagreiðslu sem þessari eins og sakir standa. EIK(m-l) eru ekki and- snúin þjóðaratkvæðagreiðslum þó'þær sóii ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi fyrir Alþingi. Gagnsemi þjóðaratkvæða feist helst í því að þau gefa .tilefni til mikils áróðursstarfs og vekja umtal og hreyfingu um ákveðið mál hverju sinni. Andstaða EIK(m-l) við þjóðaratkvæði um hersetuna og NATO-aðildina stafar ekki af almennri vantrú á að slíkt geri gagn. Hins vegar ætti að vera ljóst að forsendur fyrir árangri í þjóðaratkvæða- greiðslunni eru m.a. þær að andheimsvaldasinnar ráði yfir lágmarksgetu og skipulagningu. Það er hvorki hægt að þrýsta á um þjóðaratkvæði nó takast á við sjálfan undirbúninginn að henni án sórstakra ráð- stafanna, innan SHA. Það er aðeins almenn full- yrðing fylgjenda þjóðaratkvæóa nú af ráðstefnu SHA að nauð- synleg skipulagning og virk hreyfing verði til i rás bar- áttunnar fyrir úrslitum þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. Merg- urinn málsins er auðvitað sá að lágmarksskipulagning, lág- marksvirkni og lágmarkssam- staða nokkurs hóps herstöðva- andstæóinga þarf til, áður en lagt er í orustuna. Skipulag SHA er í molum. Miðnéfnd er einangruð frá fylgismönnum SHA og hefur ráðskast með samtökin. Hverfandi hluti fylgismanna starfar öðru vísi en svo að þeir taka þátt í einni eða fáum aðgerðum SHA, hverfa- og landshlutahópar vinna skrykkjótt eða alls ekki. Og allar tilraunir til þess að bæta úr voru kveðnar í kútinn á landsráðstefnunni. Virkni herstöðvaandstæð- inga er slík að starfsáætlun- um er ekki framfylgt nema u.þ.b. 5o%, meðan þúsundir áhugafólks sitja auóum hönd- um og sumir hverfahópar í Rvk. lognast útaf. Miðnefnd SHA dregur enga lærdóma af þessu og snúið var út úr gagnrýni á landsráðstefnunni. Pólitísk samtök, sórstaklega Alþýðubandalagið, nota sér samtökin og taka hagsmuni sína fram yfir hag og ákvarðanir samtakanna. Samstaða herstöðvaandstæð- inga er aðeins hálf og varla það. Um meginmálið, að NATO og hernum slepptum, þ.e. Sovétríkin, ríkir engin sam- staða. Hvernig er hægt að rökfæra útgöngu úr NATO og brottvísun hersins í viðamik- illi þjóðaratkvæðagreiðslu - hvernig er hægt að tryggja sigur án þess að geta svarað spurningunni: "En hvað um Sovótríkin"? Ef þorri virkrar forystu SHA segir Sovétríkin vera "hættulítil, hættulaus,sam- herji, friðelskandi" o.s.frv. þá er ósigurinn vís. Að framansögðu þá telja EIK(m-l) því fara fjarri að rótt sé að leggja út í slag við herstöðvasinna og NATO- vini með jafn illa undirbúið og sundurlaust lið og raun ber vitni. Nær væri að beita sér fyrir lagfæringum og nauðsynlegum umræðum innan SHA og utan. Önnur ytri verkefni eru þegar næg eins og allt of löng starfsáætl- un sýnir glöggt. Ævintýra- mennska Fylkingarmanna og jábræðra þeirra er glópska og tilræði við andheimsvalda- baráttu nú um sinn. EIK(m-l) sem slík eru að sjálfsögðu óbundin af sam- þykktum SHA. Þó munu þeir félagar EIK(m-l) sem starfa innan SHA ekki brjóta sam- þykkt 1andráðste fnunnar í starfi útávið með SHA. Inn- ávið í SHA munu þeir beita sér fyrir því að samþykktinni verði breytt á næstu lands- ráðstefnu. Hið sama munu EIK(m-l) sem samtök gera. Lesendabréf Einangrunarstefna ? Það hefur vakið furðu mína hversu oft er skrifað um hinn svo kallaða Kommún- istaflokk íslands M/L í Verkalýðsblaðinu. Satt bést að segja er ég orðinn langþreyttur á þessum skrifum, því á þessu ári • hefur lítið nýtt komið fram, sem ekki hefur veriö skrifað um áður. Ég fletti í gegnum öll tölublöð Verkalýðsblaðsins, sem komið hafa út á þessu ári og mældi hversu mikið pláss hefur verið notað undir orðaskak við flokks- nefnuna. Hvorki meira né minna en I078 dálksenti- metrar eða tæplega 11 metrar hafa farið undir þessi skrif og skilst mér að það sam- svari einu 8 síðna blaði. Er þetta virkilega rétt stefna Eru ekki hlutirnir að snúast upp í andstæðu sína, samfara þessari stefnu blaðsins? Nærist ekki flokksnefnan orðið á þessu orðaskaki við ykkur? Frá mínum bæjardyrum séð er þessi stefna blaðs- ins einangrunarstefna, því með öllum þessum skrifum er blaðið að einbeita sér að fámennum hóþi, sem hefur engin Ihrif á gang mála í þjóðfélaginu, hópi sem fáir kæra sig um að frétta nokkuð af. Til gamans tók ég einnig saman hversu mikið pláss hefur verið notað undir skrif um Alþýðubandalagið og forystu þess á árinu sem er senn að ljúka. 8o2 dálk- sentimetrar eða 8 metrar. Þessa dagana er forysta Alþýðubandalagsins að svíkja launafólk þessa lands meira en nokkru sinni fyrr og virðist hafa einsett sér að bjarga gróða atvinnurekenda á kostnað launafólks. Væri ekki ráð að einbeita sér að slíkum herrum ásamt sam- reiðamönnum þeirra í ríkis- stjórninni því þeir hafa- meiri áhrif á líf og kjör fðlksins í þessu landi en nokkur annar um þessar mundir.- áskrifandi. Um „Eldhúsmellur” ágæta Verkalýðsblaðl Við erum nýbúnar að lesa bókina Eldhúsmellur eftir Guðlaug Arason, sem kom út hjá Máli og menningu nú í haust. Okkur finnst full ástæða til að Verkalýðs- ENDASPRETTURINN EFTIR Frh af opnu dagskrá verða nokkur ávörp, upplestur á ýmsu efni tengdu baráttunni s.s. ljóðum, greinabútum o.fl., Nafnlausi sönghópurinn kemur í heimsókn, skólahljómsveitin flytur baráttusöngva, smá- saga eftir Ara T. Guðmunds— son verður lesin o.fl. Verka- lýðsblaðið mun flytja nánari fregnir af baráttuhátíð Laugvetninga í næsta tölu- blaði. blaðið skrifi um svona bækur sem eru á allra vörum. Sjálfum finnst okkur bókin einkennast af kvenrembu- hugmyndum, þ.e. aðaláhersl- an er lögð á þaó hversu vond- ir karlmenn séu, í stað þess að spyrja hvers vegna margir karlar eru svona afturhaldssamir og hverjum svona afturhaldssjónar- mið þjóna. Það er auð- vitað jákvætt að kvenna- baráttan sé tekin upp í bókmenntum, en spurningin er bara sú, hvort það sé ekki skaðlegt baráttunni, ef það er gert á þennan hátt. Við skorum á Verkalýðs- blaðið að fjalla um bókina við tækifæri. Lesendur Ungir Allaballar: Ekki spönn fram ávið Landsþing Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins (ÆNAB) lauk fyrir skömmu.- Þingið var afar fámennt. Mjög fáir þingsetar voru úr hópi "almennra" Alþýðubanda- lagsmanna (AB). Á þinginu var m.a. rætt um stofnun æskulýðssamtaka flokksins, en í ljós kom að AB á sér litlar haldfastar rætur meðal ungs fólks - kosningafylgi er allt of sumt. Allar hugmyndir um skipulögð samtök voru því aflífaðar á þinginu. RÖTTÆKNISBLÆRINN Eitt helsta einkenni ÆNAB er dálítill róttæknis- svipur ef miðað er við flokk- inri sjálfan. Róttæknin hefur alla jafna farið í taugarnar á flokksforingjunum, svo ekki hefur það bætt stöðu ÆNAB. Hér sjást merki um einhverjar andstæður í flokkn- um — milli umbóta - og endur- skoðannasinna annars vegar og fólks sem vill eitthvað betra og hefur ekki ánetjast enn gerfimarxisma og skrif— stofubákni flokksins. En þó er ekki ólíklegt að eitthvað af róttækninni sé ættuð frá hentistefnumönnum sem eru að reyna kaupa AB fylgi meðal ungs fólks. Landsþingið sendi frá sér stjórnmálaályktun. Þar kemur fram eitt og annað sem stað- festir reikandann og róttækn- ina innan ÆNAB. En reynslan sýnir að gerðir fylgja ekki orðum í þeim herbúðum. Orsök- in er sú að ÆNAB ræður hvorki yfir skipulagi, stefnu né festu til þess að þróa fram- sækna baráttu á andstöðu við falsspekingana sem móta borg- aralega hugmyndafræði og starfs háttu Alþýðubandalagsins. Framlag ÆNAB er eingöngu ár- legt pappírsgagn. RUGIANDI. í ályktuninni er minnst á að mikilvægasta verkefni sósíalista se aðafhjúpa auð- vald ske rfið. Líklega á svo baráttan gegn því, markmið, leiðir og kollvörpun þess að koma af sjálfu sér. Um fjölda- baráttu, markmið, leiðir, hlut verk forystuafls o.fl. segir ekki orð. Framtíðarþjóðfélag ÆNAB er sagt eiga að "afnema arðrán manns á manni" - í því skyni er rætt um "verkalýðseftirlit með athöfnum opinbers-, einka- og samvinnureksturs" Sós- íalisminn kemur með því að verkafólk passar upp á brask- ara og arðræningja. Afstaða ÆNAB til hús- næðismála, lækkun kosninga- aldurs, vinnuþrælkunar og NATO/hersins er hins vegar ágæt. En auðvitað er engu orði minnst á kauprán, stétta- samvinnu verkalýðsforystunnar, Sovétríkin og erlenda ásælni he'rlendis. Tilviljun ? FLÍSIN í AUGANU Mikilvægasta atriðið í ályktun ÆNAB er afstaðan til ríkisvaldsins. ÆNAB segir þingræðisbaráttuna aldrei geta orðið kjarna sósíal- ískrar baráttu. Og rétt er það, en hvað eru þessir menn þá að gera í AB? Miklir hentistefnumenn mega þeir vera, enda kemur það vel í ljós í lok álykt- unarinnar. Þar segir að berjast verði gegn árásum á núverandi vinnulöggjöf sein m.a. beinist að því að banna verkföll að hluta. En kæru AB-unglingar, framámenn flokks ykkar í verkalýðs- hreyfingunni taka þátt í undir búningi nýrrar vinnulöggjafar og í því að fela inntakið. Afhjúpið þá 1 Takið upp bar- áttu 1 Landsþing ÆNAB reyndist hvorki vera lyftistöng fram- sæknu starfi né leiða í ljós valkost handa baráttusinnum. Hann finna þeir í kommúnísku samtökunum. Markmið ÆNAB er að halda friðinn við flokks- forystuna. f 2. kappræóu fundur Skemmti legur og fræðandi EIK(m-l) í Reykjavík hélt annan kappræðufund sinn af sjö, 9*nóvember s.l. Fundarefnið var atgangur risaveldanna í NA-Afríku, en andmælandi Örn ólafsson frá Baráttuhreyfingu gegn heimsvaldastefnu (Bgh.). 60—7o manns sóttu fundinn. Örn ðlafsson rakti sögu NA-Afríku, gagnrýndi f rani- ferði Sovétríkjanna og Kúbu í Eritreu og Eþíópíu, tók afstöðu með annarri af tveimur þjóðfrelsisfylkingum í Eritreu og sagði að sósíal- istar ættu að styðja þjóð- frelsisbaráttu Eritrea. Ennfremur lýsti hann því yfir að rangt væri að styðja Mengistu-stjórnina í Eþíópíu. Fulltrúar VERKALÍÐSBLAÐS— INS röktu einnig sögu Eþíópíu og Eritreu ásamt Sómalíu. Þeir sýndu fram á hvernig Sovétríkin breyttu afstöðu til Eritreu með gagnbyltingunni. í Sovétríkjunum á ó.ára- tugnum, hvernig þau halda uppi fasísku stjórnkerfi í Eþíópíu og brjóta heims- valdaásælni sinni leið í NA-Afríku. Fulltrúarnir gagnrýndu svonefndar "vinstri" hreyfingar fyrir afstöðu og aðgerðaleysi. 1 fjörugum umræðum kom í ljós að afstaða Örns var ýmist alls ólík afstöðu annarra í Bgh eða þá að hann foröaðist að draga ályktanir um eðli Sovétríkjanna og Kúbu. Örn tók sömu afstöðu og trotskistar Fylkingarinnar á fundinum: 1 Sovétríkjunum ræður hvorki verkalýður né auðstétt - heldur ný stéttl Bæði Örn og Fylkingarmenn reyndu að leiða umræðuna út í orðræður um Kína með litlum árangri. Fulltrúar EIK(m-l) minntust á að samvinna væri möguleg með Bgh um stuðning við Eritreu að því tilskildu að Bgh styddi báðar frelsis- fylkingarnar, krefðist frá— hvarfs Kremlar- og Havanaliðs- ins o.fl. Að vísu er Bgh hverfandi afl, en getur nú sýnt vilja í verki, ef til er. Milli franisöguræðna og umræðna fluttu Þorvaldur Árnason og Pétur Guðlaugsson góða tónlist, m.a. ný lög við ljóð Jóhannesar úr Kötlum. RÆTT VIÐ RAUÐSOKKA Framhald af baksíðu því máli t.d. hvort Sovét- ríkin séu heimsvaldasinnuð eða ekki. Það er því frá— leitt að ætlast til að við tökum slíka afstöðu því með' því myndum við útiloka svo stóran hóp. Þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu að samfylkja með kvenna— samtökum eins og Menningar- og friðarsamtökum ísl. kvenna, MFlK, (sem taka einarða afstöðu með heimsvaldastefnu Sovétríkjanna, innskot VBL.) svo framarlega sem þær gera ekki kröfu um að tekin sé afstaða til Sovétríkjanna.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.