Verkalýðsblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 6

Verkalýðsblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 6
VERKALYÐSBIAÐIÐ 22. tbl. 28. nóv. - 12. des. 1978 cn @ Lönd vilja sjálfstæði - þjóðir vilja frelsi - alþýðan vill byltingu Vopnakapphlaupið ógnar heimsfriðnum Þó furðuleg megi virðast þá er fyrirsögn þessi,hér að ofan, tilvitnun úr ræðu sem Gromyko utanríkisráð- herra Sovétríkjanna hélt á fundi í Sameinuðu þjóðunum 26. september. ‘'Stríðshættan eykst með stöðugum n/jungum í gerð gereyðingarvopna”, sagði Gromyko meðal annars. En jiann sagði líka, "Fólk má ekki sætta sig við ásakanir eins og að'‘Sovétríkin ógna heimsfriðnum,,,. Þvílík full- yrðing er algjörlega röng!! Þannig reynir Gromyko að slá ryki í augu fólks og að að koma sér undan, a,ð segja samnleikann um hvérjir það eru sem vígbúast af mestu kappi og undirbúa sig fyrir stríð. En hver er sannleikurinn um ‘'friðar og afvopnunar- stefnu” Sovétríkjanna. Gromyko sagði: "Það er staðrejmd sem allir verða að horfast í augu við að stórum fjárfúlgum er eytt til framleiðslu gereyðingar- vopna. Það er einnig stað- reynd að um 25 milljónir manns finnast í herbúningum á friðartímum og miklu fleiri sem taka þátt í beinni vopnaframleiðslu™. Gromyko hefur rétt að mæla. 1 fjárlögum fyrir árið 1976 voru í Sovétríkj- unum veitt um 127 milljarðar dollara til hernaðarmála. Þetta er 24% meira en það sem Bandarxkjamenn veittu til hernaðarmála á sama tímabili. Fjárveiting til hernaðar- framleiðslu í Sovétríkjunum hefur aukist um 5% á ári. Vopnaður herstyrkur Sovétmanna telur nú meira en 4^5 milljónir manns og er það rúmlega tvisvar sinnum meiri fjöldi en Bandarxkjamenn hafa og næstum 20% af öllum her- styrk í heiminum. Um 60% af öllum sóvéskum iðnaði fer beint eða óbeint til fram- leiðslu hergagna. Þetta er Geomyko utanríkisráðherra Sovétríkj anna hærri prósenttala en það sem gengur og gerist í Banda- ríkjunum. Það er augljóstmál að það eru risaveldin Bandaríkin og Sovétríkin sem leiða vopna- kapphlaupið í heiminum í dag og eru Sovétríkin greini- lega í forystu. Gromyko reynir að láta það líta þannig út að það séu vopnin sjálf sem ógna frið- inum. Hann leynir því þeirri staðreynd að það eru hin pólitíska stefna sem segir til um hvaða tilgangi vopnin skuli þjóna. Og stefna Sovétrxkjanna gengur einmitt út á það að ná heimsyfirráðum sama hvað það kostar. Burt með Sovéskar herstöóvar á Svalbarða! I Svalbarð s-sáttmálanum sem undirritaður var af 39 löndum skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld, var eftir- farandi ákveðið. 1. Svalbarði er norskt land- svæði og lýtur þar með norskri lögsögu. 2. Noregur skuldbingur sig til að byggja ekki flota- stöðvar á eyjunum né veita öðrum ríkjum leyfi til þess. Einnig er óleyfilegt að nota Svalbarða til aðsetur fyrd.r herstöðvar og alls annars sem hernaði viðkemur. Dagblaðið Norðurljós, sem gefið er út í Norður- Noregi, afhjúpaði fyrir skömmu áætlanir Sovétríkjanna um að byggja upp hinar ólög- legu herstöðvar við Kapp Heer á Svalbarða. Þessar herstöðvar hafa að geyma radartæki og jafnvel annan hernaðarlegan útbúnað. Öllum hlýtur nú að vera það ljóst að Sovétríkin reka meðvitaða uppvöðslu- pólitík með það fyrir augum að ná öruggum yfirráðum yfir þessum norsku eyjum í Barents- hafinu sem eru yfir 60.000 ferkílómetra. Sovéska stjórnin hefur krafist að fá full yfirráð yfir hluta af eyjunum. Þrátt fyrir að norska stjórn- in hafi hafnað þessum kröfum, halda Rússar stöðugt áfram ólöglegum aðgerðum sem mið- ast að því að ná þessum yfir- ráðum. Kapp Heer herstöðin gerir Rússum það kleift að hernema Svalbarða á mjög skömmum tíma og áframhaldandi upp- bygging á herstöðinni stað- festir það að þeir láta ekki staðar numið in.ð þessi skertu yfirráð. Það sem Kremlverjar einfaldlega vilja er að ná fullum yfirráðum yfir öllum eyjunum og gera þær að sovéskum herbækistöðv- um í norðrinu. Ef þessar áætlanir þeirra ‘K'írVy^...„>i .WÍ jh> v-5.. '••-■ae p mi-0^ .. V; .. ’,// / " ., ■ •• v..--••■,- ' 't-l* ''/.Tf*;'- Sovéska herþyrlubaekistöðin á Kapp Heer á Svalbarða. (Mynd: Klassekampen) heppnast þá er þetta ekkx aðeins grófleg átroðsla á norskum sjálfsákvörðunar- rétti, heldur mun þetta einnig styrkja stríðsundir- búning Sovétríkjanna og þar af leiðandi vera ógnun við heimsfriðinn. Allt frá því að Rússar byrjuðu með þessa opnu ár— ásarstefnu sína á Svalbars- eyjar hefur norska ríkis- stjórnin sýnt mikla linkind í þessum málum. Það fer ekki á milli mála að norska stjórnin er lafhrædd við þetta volduga risaveldi og þorir ekki að sýna þeim neina hörku. Þvert á móti þá gera þeir allt til að halda Kremlverjum góðum. Stefna norsku stjórnarinnar í þessu máli stangast ekki aðeins á viö hagsmuni norsku alþýðunnar heldur einnig alþýðu alls heimsins. Ef stjórnin grípur ekki tafar- laust inn í gang mála á Sval- barða og krefst þess að Sovét- menn fjarlægi þessar radar- stöðvar og annan herbúnað, mun ekki líða að löngu þar til Sovétríkin fara út í frekari hernaðarlega uppbyggingu á eyjunum. Þessi áfásarstefna Rússa á Svalbarð& er ekki síður ógnun við sjálfræði Noregs en sú ógnun sem sjálfræði íslands varð fyrir er bresk herskip héldu sig innan 2oo mxlna landhqj.ginnar. Hvers vegna f ór Hua til írans ? Alþýðulýðveldið Kína á marga vini í hðpi lesenda Verkalýðsblaðsins og víðar. ímsir hafa velt vöngum yfir margs kyns fréttum sem fjöl- miðlar flytjaaf kínverskum málefnum og vilja gjarnan fá frekari skýringar á þeim, séu þær á annað borð réttar. Hér er t.d. átt við fréttir af iðn- væðingaráætlun Kínverja, "gagn- rýni á Maó Tsetung" sem borg- aralegir fjölmiðlar velta sér nú mjög upp úr og fleira. Að sinni verður ekki fjallað um fyrrnefnd atriði, bæði skortir ritstjórn upplýsingar og eins er plássið naumt. Við teljum hins vegar nauð- synlegt að gera að umtals- efni ferð Hua Kuofeng til Irans á dögunum, en hún hefur af mörgum verið túlkuð sem "stuðn. ngur við Iranskeisara" og/eða auðsýnd vinátta við bandarísku heimsvaldastefnuna. HEIMURINN ER EKKI EINFALDURi Við segjum hiklaust, að það er ðdýrt sloppið hjá róttæku fólki, að fordæma íransför Hua, aðeins á grund- velli þeirrar staðreyndar (sem viö fjjgnum innilega) að brauðlappir undir blóðhund- inum keisaranum eru að bresta vegna hetjulegrar baráttu kúgaðrar alþýðu í Iran. Við verðum að skoða allar hliðar málsins - og dæma svo. Heim- urinn er nefnilega ekki ein- falduri I ljósi hraðvaxandi styrjaldarhættu risaveldanna, Bandaríkjanna og Sové.tríkjanna, telja Kínverjar skyldu sína að mynda sem breiðasta fylkingu allra afla I heiminum, sem hægt er að sameina gegn þessum hættulegustu risum auðvalds- heimsins. Meðal annars vilja þeir ýta undir jákvæða þætti I utanríkisstefnu Irans, en þeir eru vissulega fyrir hendi. Þetta er lofsvert framtak hjá Kínverjum og vitni um bylting- arsinnaða utanríkisstefnu í f ramkvæmd. íranska utanríkisstefnan er afar mótsagnakennd. Til að nefna dæmi, má taka eftir- farandi: a) Innan OPEC (samtaka olíu- framleiðsluríkja) hefur keis- arinn löngum verið talsmaöur hækkaðs olíuverðs. Þetta er góð og rétt stefna, sem styrk— ir einingu þriðja heimsins gegn heimsvaldastefnunni, sér- staklega risaveldunum. En samtímis hefur keisarastjórnin fjárfest olíugróða á þann hátt sem skaðar verulega þriðja heiminn, m.a. I Asaníu (Suður— Afríku). b) Nýlega náðu Iran og Irak samkomulagi um lausn gamals deilumáls sem varðaði landa- mæri ríkjanna. Þetta er gott og stuðlar að einingu I þriðja heiminum. En samtímis heldur keisarinn uppi and-arabískum og hrokafullum áróðri- varð- andi Oman-málið og hefur staðið' að beinum árásum á það land. Þetta veikir ein- ingu þriðja heimsins. d) Keisarastjórnin hefur neitað Sovétríkjunum um að taka þátt í "Öryggiskerfi Asíu", sem hugsað er til einangrunar Kína. Stjórnin hefur krafist hærra verðs fyrir jarðgas til Sovét- ríkjanna og styrkt herstyrk sinn viö sovésku landamærin. En samtímis hefur stjórnin gert 15 ára viðskiptasátt- mála við Sovétríkin, samning sem gefur Sovétríkjunum frjálsari hendur með að fara ránsklóm um náttúruauðlindir írans. c) Annars vegar hefur keisara- stjórnin leyft palestínsku frelsissamtökunum PLO að hafa bækistöðvar í Teheran, en hins vegar hefur hún stutt síonistahyskið £ Tel Aviv í orði og verki. e) Iran hefur tekið upp stjórnmálasamband við Kampútsev (Kambódíu), við Alþýðulýð- veldið Kóreu, Kína og rauf sambandið við Taiwan. I Sam- einuðu þjóðunum hefur Iran margoft staðið að ályktunum og samþykktum til styrktar einingu þriðja heimsins, gegn heimsvaldastefnunni og risa- veldunum tveimur. Sem sagt: Hér má bæði sjá merki um andheimsvaldasinnaða afstöðu og afstöðu vinveitta heimsvaldastefnunni. Kxna lítur á það sem skyldu sína, að reyna að reka fleyg á milli afturhaldsins I Iran og risaveldanna, þv£ það að sjá á bak íran £ faðm risa- veldanna myndi veikja einingu þriðja heimsins og jafnframt styrkja afturhaldið £ landinu sjálfu. Jafnframt hafa Kfn- verskir kommúnistar ágæt sam- skipti við íranska kommúnista og styðja baráttu þeirra gegn keisaranum. Irönsk alþýða berst nú hetjulega gegn keisarastjórn- inni. Hverjar lyktir verða, er ekki. hægt að segja fyrir. En greinilegt er að byltingar- hreyfingin er f sókn. Hins vegar er mjög mikil hætta á þvf að risaveldin sjái ógnun £ byltingarbaráttunni £ íran og standi að einhvers konar valdaráni þar. Ef það gerist, þá mun irönsk alþýða og irönsk bylt- ingarhreyfing ekki aðeins eiga f höggi'VÍð velbúinn her Irans heldur og anga af herveldi voldugustu og hættulegustu auðvaldsrfkja sem veraldarsagai hefur enn séð. Og það er kannski þetta sem Örn ölafsson, formaður- "Baráttuhreyfingar gegn heims- valdastefnu", horfir (viljandi framhjá, þegar hann ræðst af heift á Alþýðulýðveldið Kfriá og för Hua til írans (sbr. kappræðufund Arnar og full— trúa EIK(m-l) fyrir fáeinum vikum). Hann gat ómögulega séð nema eina hlið á málinu, nefnilega þá, að Hua skálaði við keisarann og þess vegna hlaut það að tákna stuðning Klna við stefnu hans £ einu og öllu - gegn byltingarhreyf— ingunni f Iranl

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.