Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1980, Qupperneq 3

Stúdentablaðið - 01.12.1980, Qupperneq 3
3 1. des. blaðið Bergþóra Ingólfsdóttir („IJr nýútkominni ljóðabók „HRIFSUR”) Af tímans kvistum augað telur lauf þess liðna og lítil spor í átt sem enginn veit. í litlu höfði vaxa oft stórir menn. MYND Þeyr og þungstígur andardráttur f jallanna í kring. Margar aðrar, fullorðnar konur á fleti völur dreif ðar og saf naðar saman. Alþýðumúsík íslendinga Notkun hugtaka er yfirleitt prófsteinn á þaö, hvfe skýrt menn hugsa. Tali tveir menn saman og noti sama hugtak i mismunandi merkingu, þá torveldar þaö gagn- kvæman skilning. Þessvegna er i almennri umræöu nauösynlegt, aö hugtaksákvöröun sé ljós og visi til ákveöinnar viöáttu. Skil- greining hugtaks er þarmeö skil- yröi þess, aö menn þannig ræöist viö aö mál megi skilja en ekki misskilja. Þannig mætti, spyrja, hver sé I nútiöarmáli merking oröa eins og alþýöa, list, tónskáld, hljómsveit, svo aö nokkur dæmi úr umræöu nútlmans séu nefnd. Fjölmiöla- túlkun þessara hugtaka sýnir, aö þau hafa frá sinni upphaflegu merkingu ýmist þrengzt eöa vikkaö. Samnefnari fyrir alþýöu sem upphaflega visaöi nánast til alþjööar, einskoröast viö korn- ungt fólk á áldrinum 10-30 ára (sbr. popp sem „alþýðu” — músik). List sem fagurfræöileg Iþrótt er látin tákna hverskyns tilviljunarbiandiö föndur fávisra (sbr. rokk-músik sem tón-,,list”) Tónskáld, eiginlega frum- skapandi listamaöur (kom- pónisti) ersemur hugsmiöar sinai samkvæmt strangri handverks- legri kunnáttu og meöfæddri andagift, kallast hver sá sem af hófi handa raöar saman tónum. Og hljómsveit i upphaflegri merkingu sem fjölmennur hópur kunnáttusamra hljóöfæraleikara veröur nú jafnvel aö þriggja manna samstæöu. Þessi atriöi bregöa ljósi yfir þann hugtakarugling, sem nú gerist æ almennari I Islenzkri málvenju, en sumpart á hann rót að rekja til rangrar eöa ófull- nægjandi útleggingar á erlendum oröum. Málhreinsunarstefna eða púrismi er góöra gjalda verö, en hún getur lika leitt til öfga. Þannig er upprunalega griska oröiö músík miklu viötækara en tónlist, og hljómsveit veröur ekki lengur þýöing á alþjóöa-oröinu orkestur, sem þó fyrst var til ætlazt. Vafalaust má rekja þessa ringulreiö hugtaka til skamms þroskati'ma Islendinga I sam- skiptum okkar viö innihald og form tóna, öldum saman þekkist hér enginn samleikur á hljóöfæri, ekki einu sinni samstilling radda i söngkór. Landiö er umkomulaus nýlenda og fólkiö óupplýst, án nokkurra- tengsla viö tónmenn- ingu Evrópu. Aö visu er til al- þýöumúsik, en hún er sakir skorts á hljóöfærum eingöngu sungin. Mansöngsvisur eru snarstefjaöar viö dans áöur en rimur koma fram, sem fyrst eru einnig kveðnar undir dansi þöur en viki- vakar taka viö þvi hlutverki. Viö hátiöleg tækifæri er fariö i tvisöng ogsungiö i hreinum fimmundum. Allur þessi alþýöusöngur varö- veitist I munnlegri geymd og er af ritlæröum mönnum ekki talinn þess viröi aö ritfestast. Þannig hefir þessi hljómandi arfleifö gengiö kynslóöa á milli, geymd I minni almúgans fram aö slöustu aldamótum og jafnvel lengur. En margt hefir gieymzt og glatazt. Þó eru minjar nógu margar, til þess aö allskýr hugmynd fáist um gerö þessara alþýöusöngva, sem einu nafni kallast þjóölög. 1 þessu þjóölagi speglast nú eölistjáning þjóöarinnar. Einn af þegnum þagnarinnar hefir upp- runalega sungiö út úr hugskoti sinu lag, sem um leiö veröur sam- nefnari heildarinnar. Þarmeö er þvi tryggt langlifi. Þaö er af- kvæmi þjóöarinnar, eign hennar ob eieinn svmur. Hér á þvi öll al- þýöumúsik sitt aöal-athvarf, sem aídrei hefir gert kröfu til þess aö vera list, heldur bara syngjandi sál þjóöarinnar. Þaö er þessi mannlegleiki, sem gefur þjóölag- inu mest og bezt uppeldisgildi, þvi þaögetureflt humanitasbetur en mikill hluti annarrar húman- istiskrar menntunar. Með siaukinni vélhyggju og tæknivæðingu grynnist æ meir sá grunnur, þar sem áttu upptök sin þjóðlag og alþýöusöngur. Horfin er baöstofa, sem fyrrum var „konsertsalur” alþýöunnar, þar sem sameiginlega var sungiö og hlustaö á kveönar frásagnir mik- illa raddmanna. Þagnaöur er safnaöarsöngur kirkjunnar, þar sem allir kirkjugestir áttu syng- jandi aöild aö andlegu þjóölagi kristinnar trúar. Þagnaöur er lika söngur móður viö vöggu barns. Þannig er fólk oröið viö- skila viö sitt eigiö lag um leiö og þaö sjálft hættir aö syngja og lætur aöra syngja fyrir sig, svo sem atvinnusöngvara, kirkjukór, dans-hljóöfæraflokk, kórfélag, út- varpog sjónvarp, plötuspilara og segulbandstæki. En þrátt fyrir alla tækniþróun lifir áfram sköpunarþörf manns- ins, einnigmeðal ótónmenntaörar alþýöu, sem fyrrum skapaöi þjóö- lagiö. Ein bezt sönnun þess er á siðustutimum skaftfellsk alþýöu- kona, sem af innri hjartans löngun hefir bætt fjölmörgum úr- valdslögum viö lagaforöa lands- manna. Aldrei hefir hún gert til- kall til tónskálds-titils, en i nak- inni einröddun, sinni hafa ýmsir söngvar hennar hitt þann hrein- ræktaöa þjóöartón, sem sam- samur er sjálfu þjóöfélaginu. Þannig er Ingunn Bjarnadóttir sannur fulltrúi þess bezta, sem til er I alþýöumúsik Islendinga á okkartimum. Svo lengi sem slikir söngskapendur eru til, þá er enn ekki brostin rödd þjóölagsins. 011 tónmenntasaga Islands fram undir miöja 20 ölder músik- saga alþýöunnar. tbúar hér viö noröurhjara lifa i menntunarlegri og menningarlegri einangrun og heyja i dæmalausu strjálbýli hetjulega baráttu viö viö óbliöa náttúru og öröug lifsskilyröi. Söngur almúgans er bæöi upp- staða og ivaf sögunnar, þvi aö hverskyns listmúsik er ekki til, og mannsröddin ein er tiltæk hljóö- færi. Jafnvel kirkjur standa hljóöfærislausar i hartnær 900 ár, svo aö þar er viö guösþjónustu eingöngu ástundaöur barka- söngur. Segja má, aö skipulag tón- menntakennsla hefjist fyrst meö stofnun Tónlistarskólans i Reykjavik 1930, aöallega meö til- sögn á pianó og strokhljóöfæri. En þótt undarlegt megi viröast, er söngkennsla ekki meö á náms- skrá. Viö þessi tlmamót er vitan- lega um land allt skortur á söng- kennurum viö skóla, söngstjórum og organistum. Skólastofnun megnar ekki aö bæta þar um, svo aö hún vegna vöntunar á yfirsýn og innsýn I grundvallarleg upp- eldisatriöi ekki er sniöin eftir þörfum þjóöarinnar. Afleiöing þess sést viöa enn i dag, þvi aö margir staöir á landinu verða að leita til útlendra kennslukrafta. Undirstaðan að músiklifi sér hverrar þjóöar er alþýöumúsik. An þátttöku alþýðunnar þróast engar tónmenntir, enginn út- breiddur hljóðfæraleikur, engin tónsköpun, engin listmúsik. Um leiö og almennt skólakerfi er skipulagt, menntunarfyrirkomu- lag alþýöunnar, veröur alþýöu- músik aö eignast þar aöalstoö. Bregðist skólinn þvi hlutverki sinu, hlýtur þaö aö hefta tón- menntaþroska þjóöarinnar, þvi aö hér eiga allir aö sitja á sama bekk viö nám i nótnalestri, söng og hljóðfæraleik. Ölæs og óskrifandi þjóö skapar engar veraldarbókmenntir, og ótónlæs og ótónritandi þjóö, sem heldur ekki almennt handleikur nein hljóöfæri, veitir ekki neitt fram- lag til tónbókmennta, henni veitist ekki einu sinni sú ánægja aö syngja, spila og semja, sjálfri sér til ánægju og lifsuppfyllingar. Augljóst er, aö hér er mikið tómarúm enn óuppfyllt. Undir- staöa aö alþýöumúsikuppeldi er enn ekki lögð. Mikill fjöldi nem- enda fer gegnum allt grunnskóla- kerfi og kemur ólæs og óskrifandi á mál tóna tóna upp i háskóla. Ofan á svo veikan grunn er vara- samt aö reisa mikla yfirbygg- ingu, nema hún veröi aö hrófa- tildri sem sýndarmennskan ein Sinfóniuhljómsveit og óperuhöil eru t.d. hástig I músiklifi einnar þjóöar. Þvi aöeins geta slikar stofnanir þrifizt og átt rétt á sér, aö grundvöllur sé traustur, aö öll lægri tónmenntastig séu réttilega ástunduö, ekki sizt þegar tilvera þeirra sumpart byggist á er- lendum farandmúsikkJntum. Alþýöumúsi'k aldanna liíir i' rit- uöum heimildi'm sem bók- menntir. Þvi aöeins þekkist nún nú, aö hún var skráö tónletri á varanlegt efni. Alþýöumúsik nútimans sætir sömu kröfum. Aðeins i' nótnarituöu formi getur hún borizt eftirtimanum. Segul- bönd og hljómplötur eyöast 1 tim- anna rás en tónstafurinn blifur. Oll list varöveitist eingöngu I varanlegu efni, hvort sem hún er dægurlist alþýöunnar eöa list- músik meistaranna. Viö syngjum og spilum enn i dag aldagamla Vatnsdæla-stemmu, vegna þess aö hún er til á skráöum nótum. Þannig veröur alþýöumúsik aö vera til skráö, siöari kynslóöum til upplýsingar og ánægju. Oskráöu efni er hætt viö aö veröa tortimingu aö bráö. Alþýöumúsik hefir jafnan sprottið upp úr jarövegi viö- komandi þjóöar og boriö meö sér sérstakt svipmót hennar. Ogenn i dag er hugsun og tilfinning ólik meö ýmsum þjóöum. Alþjóöleg slagara-músik getur þvi ekki kallazt alþýöumúsik i þeim skil- ingi. Hún er miklu frekar sam- þjóðleg markaösvara, sem sækist eftir kaupfúsum neytendum miskunnarlausra markaös- sjónarmiöa. Þannig er slagarinn tákn hins rótlausa neytenda- fjölda, hávær og aögangsharöur, oftast innihaldslaus og formlaus, fulltrúi fyrir hiö innantóma núll, forsenda nútiöar-nihilisma, sem gjarna brýtur og bramlar i staö þess aö byggja upp. tslenzk menning hefir löngum verið kennd viö alþýöu, hversu teygjanlegt sem þaö hugtak nú reynist vera. 1 enn rikara mæli hefir Islenzkur söngur nærzt viö barm alþýðunnar þó aö hlutdeild hennar hafi þar stórum minnkaö á okkar öld. Sérstakur ljómi hefur stafaö frá Islandi sem einu siöasta vigi tvisöngs i Evrópu, og hetjuljóöa-lög okkar hafa vakið undrun og aödáun viöa um hinn menntaöa heim. Allt er þetta tjáning náttúrubams, ómengaö, sannferöugt og upprunanlegt, frumlegt. Horfin þróunarskeiö veröa aldrei aftur endurvakin óbreytt. Hinsvegar geta þau vakiö kraft til nýrra dáöa. Hér biöa þvi mikil verkefni endur reisnar Islenzkra tónmennta, þess alþýðusöngs sem á eftir að verða glæsilegt framtiðartákn þjóðarinnar. Dr. Haligrimur Helgason.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.