Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1980, Síða 7

Stúdentablaðið - 01.12.1980, Síða 7
1. des. blaðið 7 slnu. (Og auðvitaö skil ég enn minna en I upphafi.) Stundum velti ég fyrir mér spurningunni „Hvað er menning?” Ein- faldasta lausnin er auðvitað að lesa svar orðabókar Menningarsjóös enn einu sinni. En það nægir mér einhvern veginn ekki. Stundum spjöllum við kunningjarnir um þetta margnefnda hugtak, og verðum ýmist svo óendanlega gáfuð að Gáfu- mannafélagiö gæfi stórar fúlgur til þess aðfá að sitja eina kvöldstund með okkur. Nú eöa hitt aö heimska okkar, hlátur og allt aö þvl gáfumannafyrirlitningin verö- ur svo algjör að apamir I Sædýrasafninu myndu fúlsa við sllku siðleysi' „Verkmenntun þykir ófin” — Kvöld eitt sat ég að spjalli við Jón Kristmannsson verkstjóra og talið barst að menntun og menningu. Jón hefur veriö virkur félagi i Karlakór tsafjarðar og Sunnukórnum lengi. Hann hefur unun af þvi að sjá leikrit hvort heldur er hjá áhugaleikfélagi eöa atvinnuleikfélögum. Hannsegist gera nákvæmlega sömu kröf- ur til áhugaleikara og atvinnuleikara. En hann fyrirgefur siður atvinnufólki ef þvl bregst bogalistin. „Þegar maöur starfar I kór, er ekkert tillit tekið til þess hvort þú hefur staöiö I strangri vinnu frá því eld- snemma um morguninn og fram að kvöldmat. A æfingu skaltu mæta á réttum tlma kvöldeftirkvöld hvernig sem þú ert fyrirkallaður. Stjórnandinn má aldrei slaka á kröfunum. Þar eru geröar hundrað prósent kröfur, hvort árangur verði alltaf sem erfiði já,... við skulum vona það, ef maður gerir sitt besta eru likurnar meiri” Þetta sama gildir um alla aðra menningarstarfsemi. Jón gerir stundum góðlátlegt grin að svokölluðum sérfræöingum i ýmsum starfsgreinum. Hann hefur ekki stimpl- aða pappira úr neinum háskóla en hefur veriðaðalverkstjóri i 21 ár hjá Ishúsfélagi Isfirðinga sem oft er talið best rekna frystihús landsins. Þegar ég spurði hann hvort einhver meining lægi að baki orða hans um „sérfræöingana” sagði hann: „Já, manni finnst að starfsþekking og starfsreynsla sé næsta litils metin. Það hefurof oft komiö fyrir að menn nýkomn- ir úr skóla, nátturlega meö alla páppíra i lagi, séu látnir ganga inn I störf manna sem hafa margra ára reynslu. Sá skóla- læröi rýkur strax upp i launum þó alllr sjái að verkleg kunnátta hans og hrein- lega hæfni til starfsins sé I algjöru lág- marki. Það sem er nú ef til vill verst við þetta allt saman er þaö hve óftrú manna á prófum og pappirum ágerist. Verkmennt- un þykir ófin. Tökum til dæmis hvernig atvinnuauglýsingar eru orðaðar I dag, þar er tíundað að þessi og hin próf séu nauö- synleg en i örfáum tilfellum er taliö æski- legt að viökomandi hafi reynslu i starf- inu.” Og Jón heldur áfram kiminn á svip: — „Nei væna min, Þaö er ekkert til sem heitir fyrsta flokks menning eöa annars flokks, frekar en fyrsta flokks menntun. Ef menntun og menning eru ekki til góðs fyrir land og þjóö er það ómenning.” Græni liturinn i vinstra horninu á mynd nr. 15 minnir óneitanlega á zxlmnghta. Fyrir nokkrum árum var það gjörsam- lega útilokaö fyrir mig að skilja fræð- ingana sem brauðfæddu sig og sina m.a. meö þvi að skrifa listagagnrýni I dagblöö- in. Annaö hvort var menntun þeirra svo ofboösleg eða menning þeirra svo útlensk aö venjulegri konu vestan af fjörðum var ofraun að botna i fróöleiknum. Ég reyndi meira að segja einu sinni að lesa mynd- listargagnrýni afturábak. I dag hefur þetta að sönnu breyst til batnaðar — ég kemstyfirleitt klakklaust fram úr leik- og tónlistargagnrýni, oftast er ég einhverju nær um þær bækur sem fjallaö er um en myndlistargreinarnar eru mér ennþá tor- færulestur. Þá getég ekki stillt mig um að nefna „fundartóninn”, — þennan lands- föðurlega hrokatón sem gerir það að verkum aö maöur óskar þess stundum að maður heföi ekki yfirgefið frystihúsið sitt fyrir vestan til þess að sitja þessa fundi og verða meðvitaöri og menningarlegri sem pólitikus eða ietthvaö þaöan af verra. Elísabet Þorgeirsdóttir i frystihúsinu „að vera meira maður” — Eöa finnst ykkur ekki mikið veraá þegar ung framfarasinnuö vinkona min, Elisabet Þorgeirsdótir telur sig geta fariö I allt að þvi manngreinaralit, að vfsu ekki endilega neikvætt, þegar rætt er um þétt- býlinga og þunnbýlinga. Hún segir: „Þeg ar ég tala um menningu á ég við það „að vera maður” þar sem menntun þýöir „að vera meiramaður”. Ég var I Háskólanum og siðar i lista- skóla og kynntist ýmsu fólki I Reykjavik sem fékkst bæði við menntun og menn- ingu. Ég held ég megi segja að þau við- horf sem mest bar á, þ.e.a.s. það sem fólk þorðiaðlátauppskátt, áttu þaðsammerkt aö fjarlægjast upphaflegt markmið menntunar. Þaö er einhver sýndar- mennska rikjandi og innantómt orða- gljáfur sem ræöur ferðinni. Það er eins og það vanti sálina og ja, ég vildi bara segja góövildina i það allt saman. Þvi ef aö óvild og afskiptaleysi ráða ferðinni getur varla verl farið. Er ekki oröið gáfa tengt gæfu o..s.frv.? Einhverra hluta vegna liöur mér betur fyrir vestan. Uppruninn skiptir auðvitað máli, mér fannst ég aldrei almennilega eiga heima I Reykjavik. Ég held aö það sé staöreyndogað hún skipti þó nokkru máli aö kynslóö sem alið hefur allan sinn aldur 'i borg, öölast ósjálfrátt annars konar lifs- viðhorf, — það vantar viss tengsl viö eitt- hvað upprunalegt. Þaö er ekki þar með sagt að úti á landi sé ekkert nema menn- ing vegna þess. Munurinn erhins vegar sá aðoft myndast nánari tengsl milli manna vegna þess að þar skiptir hver einstakl- ingur meira máli. Ég nefni sem dæmi þessi 72 áhugaleikfélög sem starfandi eru á landsbyggðinni. Ég tel að einn aöal drif- kraftur þeirra sé ánægjan sem fólk hefur af þvi aö koma saman og vinna saman. Þar gildir það gamla „maður er manns gaman” og þar er metin hin sanna mennt- un umfram prófamenntunina.” Er það ekki raunalegt? — Idager fullveldisdagur tslendinga 1. desember 1980. Er það ekki raunalegt að Glámur dags- ins i dag sé ef til vill hroki, sýndar- mennska og allt að þvl villimennska? Þó óttumst viö hann ekki::: Er það ekki raunalegt að ef til vill höf- um við eitt af okkur flest það sem prýddi okkur mest sem manneskjur? Er það ekki raunalegt aö nú þurfi aum- ingja dómsmálaráðherrann okkar að leita dauöaleit áð bókinni sem i stendur að heimilislausum manni sé velkomiö að dveljast meöal okkar. Einu sinni þurfti aðeins hjartarúm. Þó er okkur ekki alls varnað, við höfum nóg hjartarúm fyrir eitt stykki her. Er það ekki raunalegt að ef til vill get- um við Idagsvaraöspurningunni „Höfum við gengið til góös, götuna fram eftir veg?” með oröinu nei? Og viö felum ekki lengur blóöi litaðar neglur okkar? Greinarhöfundur við vinnu I Frystihúsinu „Hefur menntun gert okkur vélrœn?”

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.