Stúdentablaðið - 01.12.1980, Side 8
8
1. des. blaðiö
Spjallað við
Guðmund Björgvinsson
myndlistarmann
Guömundur Björgvinsson er
ekki viö eina fjölina felldur. Hann
fæst við að semja lög, skrifa
sögur og mála listaverk. Hann
var einmitt önnum kafin við að
undirbúa sýningu á Kjarvals-
stöðum er ég knúði dyra hjá
honum og rabbaöi við hann um
viöhorf hans til listarinnar og
fræddist um hvernig sé að vera
listamaður að atvinnu en
Guðmundur reynir aö draga fram
lifið á sköpunargáfunni einni
saman. Guðmundur hefur aö
mestu skólað sig sjálfur i mynd-
listinni en lagöi um tlma stund á
myndlist, mannfræöi og sálar-
fræði i Californiu.
Hvernig gengur að lifa á listinni
Guðmundur?
Eftir atvikum vel. Þau tvö ár
sem ég hef eingöngu fengist við
þetta hef ég yfirleitt haft nóg að
éta og veriö laus við þá sjúkdóma
sem orsakast af næringarskorti.
Hins vegar hefur mér ekki tekist
að koma mér upp sundlaug eða
sauna enda á ég hvorki kjallara
né garö. En i þesum bransa lærir
maður fljótt að stilla kröfum
sinum á lifsins þægindi I hóf og ég
er ánægður ef ég fæ 200 grömm af
súkkulaði á dag og get komist i
bió að minnsta kosti tvisvar i
viku.
Helduröu að þú náir þvi að hafa
verkamannalaun i kaup á
mánuöi?
A árs grundvelli er ég sennilega
með lágmarks verkamannalaun.
En þetta er svipaö og að spila i
happdrætti. Summurnar koma
meö mjög löngu millibili og
maður veit aldrei hvenær maður
fær næstu summu, peninga-
summu.
Hvaða þjóöfélagshópur kaupir
verkin aðailega?
Það er sennilega enginn
ákveðin en allavega ekki öreigar.
Með öðrum orðum, þeir sem eiga
varla fyrir kringlum geta náttur-
lega ekki keypt listaverk. Þeir
sem að geta keypt listaverk eru
fyrst og fremst þeir sem eru f
hæstu launaklössum, svindlarar,
braskarar og glæpamenn.
(Guðmundur hlær dátt).
Hvaö ræður veröiagningu hjá
listamönnum almennt? Nú er t.d.
ekki hægt að kaupa verk á 10
þúsund. En þú getur a.m .k. ennþá
keypt bók á 10 þúsund.
Já, það sem ræður verð-
lagningu á listaverkum er fyrst
og fremst aö þeir sem telja sig
almennilega listamenn eru þaö
kröfuharðir á sjálfan sig aö þeir
láta ekki frá sér hvað sem er.
Þannigaðþauverk sem þeir gera
á ári eru kannski ekki það mörg
eðaeru réttarasagtþaöfá að.þeir
verða að verðleggja hvert verk
mjög hátt til þess að geta haft
lágmarkstekjur. Þar fyrir utan
geta þeir aldrei selt öll verkin
sem þeir gera. Þannig að þetta
virðist vera eina leiöin til þess að
þeir geti haft miölungstekjur. Ef
þeir fara að selja hvert verk á 10
þúsund þá þyrftu þeir að vera
með algjöra fjölda framleiöslu.
Verðlagning verður aö vera
svona vegna rikjandi ástands.
En nú eru grafik myndir t.d.
fjöldaframleiddar og kosta þö
drjúgan skilding.
Þaö má segja að graflk myndir
brúi bilið míli eftirprentanna og
frummynda. Ég fæst ekki viö
gerð grafikmynda en gæti trúað
að stykkið af þeim kostaöi frá 60
til 100) þúsund a.m.k.
Hvaö væri hægt að gera til þess
að allir gætu eignast listaverk?
Eina leiöin sem ég kem auga á
er að listamenn séu á föstum
launum hjá rikinu og útbýti
verkum si'num meöal lýðsins. Það
mætti hugsa sér skipulagiö þann-
ig að það væri einhvers konar
stofnun sem tæki við listaverkum.
Þangaö gætu siðan allir lands-
menn labbaö meö vissu míllibili
og hirt hver sitt listaverk aö eigin
vali. Þannig ættu allir jafna
möguleika á að eignast listaverk.
Og það væri fyrst og fremst
smekkur manna sem mundi ráða
valinu en ekki afbrigðilegar
hvatir eins og fjárfestingahug-
leiðingar eða eitthvaðslfkt. Brask
ætti að varða viö lög. Ég er
náttúrlega ekki hlynnjttir þvi að
það sé settur kvóti á listamenn
þar sem þeir veröi að framleiða
ákveöinn fjölda á ári. En svona
fyrirkomulag má alls ekki hafa i
för með sér að rfkið fari að skipta
sér af þvi hvað sé gott og hvað sé
lélegt I sambandi við listaverk
eins og i Sovétrikjunum.
Eru listasöfn ekki nokkuð úrelt
fyrirbæri I núverandi mynd? Er
rétt að loka listina inni á söfnum?
Væri ekki hægt að hafa sama
form á þeim og á bókasöfnum til
að hinn almenni borgari geti
fengiölánuö listaverkum ákveðin
tima til að njóta þeirra. Þannig
næði listin ef til vill best til
alþýöunnar, eða hvað?
Þá er sú hætta fyrir hendi að
verkin verði eyöilögö. Þetta eru
oft viökvæmir gripir sem þola illa
mikinn djöfulgang og ekki nema
eitt eintak til af hverju verki.
Bækur fara hins vegar sjaldan
undir færri en þúsund eintök. Að
lána listaverk er svipað og að
lána Guðbrandsbibliu af bóka-
safni.
Er það ekki eyðiiegging á lista-
verkum að láta þau liggja I
kössum i geymslum og
kjöllurum? Það nýtur enginn -
verkanna á meðan.
Ég er hlyntur þvi að listaverk
séu hengd upp i opinberum
byggingum og allsstaöar þar sem
almenningurámikiðleið um. Það
er að segja að hiö eiginlega Lista-
safn Islands hangi á þeim stöðum
þar sem fólk er messt aö vasast
dags daglega. Mér skilst að búiö
sé að setja lög um að allar opin-
berar byggingar og ég held jafn-
vel fleiri veröi skyldaöar til þess
að kaupa listaverk fyrir ákveðna
prósentu af byggingarkostnaði.
Mér list stórvel á þessa þróun.
Siðan má náttúrlega beina fólki
á söfnin. Þau eru i sjálfu sér ágæt
svo langt sem þau ná. Miöaö við
núverandi ástand er raunveru-
lega eina leiöin fyrir almenning
til þess aö njóta góðra listaverka
aö fara á sitfn eða sýningar.
En þá kemur timaleysiöhjá t.d.
verkafólki sem vinnur myrkr-
anna á milli og hefur ekki tfma né
þrek til að fara á söfn, f leikhús, i
bió eða að stunda menningarlifið
á einn eða annanhátt. Aukþess er
það takmörkuð upplifun sem þú
hefur af þvi að fara á söfn miöað
við það að njóta listarinnar á
heimili eða á vinnustaö.
Ég hef hér mjög góöa hugmynd
i sambandi við t.d. Listasafn Is-
lands, það sem'þeir ættu að gera
er að fara stöðugt með myndir á
vinnustaöi og hengja upp þar.
Hafa fólk i þvi aö hengja upp
myndir I einn mánuð þarna, ein-
hvernákveðinnfjölda af myndum
siðan annað I staöinn eftir ákveð-
inn tima, færa þetta á milli vinnu-
staða, þannig aö fólk umgangist
þá list sem Listasafn Islands á i
sinum fórum, þannig að þetta sé
ekki I kössum einhvers staöar.
Hvert sækir þú mynd-
efnið?
Ég sæki myndefnið f manninn
eða rétara sagt Homo Sapiens.
Ég mála manninn i ýmsum stell-
ingum.
Af hverju málaröu einungis
manninn? Af hverju ekkináttúru-
myndir?
Þaðer vegna þess aö maðurinn
stendur mér nær heldur en ein-
hver fjöll Uti i rassgati. Þetta er
mér langtum áþreifanlegra. Ég
umgengst fólk. Ég hef langtum
meiri áhuga á fólki en nokkru
öðru. Að visu hef ég ekkert á móti
þvi aðfara út úr bænum einu sinni
til tvisvar á ári og kikja á fjöll og
skoða þetta. En það er fyrst og
fremst maðurinn sem ég hef
áhuga á. Enda sit ég oft dögum
saman á bekk I Austursfræti og
glápi á þetta fyrirbrigöi. Það er
náttúrlega það sem maður er
fyrst og fremst að vasast 1 allan
sólarhringinn. Það eru samskipti
við fólk, mannleg samskipti. Það
er náttdrlega ekkert eölilegra en
að maður tjái sig um einmitt
þetta fyrirbrigöi.
Ég sé hér abstraktmyndir i
roðum. Er þetta nýr póll?
Þetta atvikaöist þannig að ég er
nú búin að vera í raunsæis-
myndum núna nokkuð lengi, 2—3
ár. Þetta er mikil einbeiting i
þessu. Þetta er eins og að dansa
jafrivægisdans á h’nu Maður
verður aö halda ákveðnu striki og
passasig að detta ekkiUtaf. Mikil
einbeiting og það fer gifurleg
orka í þetta, og smám saman
safnast upp geysileg spenna,
maður verður mjög spenntur og
streita safnast fyrir út af þessu.
Smám saman skapast þessi þörf
hjá mér til þess að fá algjöra
útrás sem er algjör andstaöa við
þetta, þessa einbeitingu og hnit-
miðun. Og þá kom þetta fram á
sjónarsviðiö. Þetta eru mjög hröð
vinnubrögð, eins og sprenging.
Þegar maöur málar raunsæis-
myndir þarf þetta aö vera svo
nákvæmt. Þaö er aö segja öll
hlutföll nákvæmlega unnin. Hitt
er svona nokkurn veginn
óbeislað, fer i allar áttir og er
mjög óformfast. Þó að maöur sjái
kannski iikama eða likama-
stemmingu eða form sem minna
mann á líkama, fólk, þá er þetta
óformfast. Þetta er eins og upp-
leystur flkami. En aftur á móti
öfugt I raunsæismyndum. Þar
eru allar linur mjög hreinar og
skarpar og allir skuggar
nákvæmlega út reiknaðir og
fyrirfram ákveðnir.
Pétur Hafstein Lárusson
Hinir sérfróðu.
Kryf ja til mergjar vandamál samtímans
rína i:
flöktandi unglinga
kúgaðar konur
geðklofa dópista.
Hella upá könnuna
spaklegum hugmyndum.
Vitna i skærasta vandræðaskáldið
í tískuheimi antitiskunnar.
Taktfast slær diskóið
á óliklegustu stöðum.
Pétur Gunnarsson
Úr ljóðabókinni
„Splúnkunýr dagur”
og þú verkakona
hver hugsar nokkurntíma um þig
enginn húsmæðraþáttur talar til þín
og enginn „fyrirmyndarkonuþáttur" f jallar um þig
enginn gefur þér síðan kjól
og dansar við þig vals
biómyndirnar eru ekki um þig
draumar þinir fengnir að láni
þitt hlutskipti er slor og klám
börnin þín vitlaust hirt
ó þú sem sefur ekki fyrir tómu veski
þú sem fyllir tossabekkina
er ekki þinn vitjunartími kominn?
leggðu frá þér þorskinn
tvíhentu hnífinn
barki þjóðfélagsins öskrar