Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Síða 4

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Síða 4
4 DESEMBER 1996 STUDENTABLAÐIÐ m o I a r Víglínurnar voru hingað og þangað um borgina. Við þessa götu var ein slik og þurftu íbúar hússins að grafa göng undir götuna til þess að komast til og frá heimili sínu. Hús verkfræðideildar var nýbyggt þegar stríðið skall á. Fyrir framan má sjá hrúgu af glerbrotum og múrsteins- brotum, því þar sem eyðileggingin er eins gífurleg og raun ber vitni er ekki byrjað að hreinsa borgina. „Welcome to hell!" hefur einhver skrifað á vegginn. fór meira og minna öll vélin að hágráta. Borgin er gjör- Emina, varaformaður stúdenta- samtakanna, stendur við girðingu sem er öll í förum eftir byssukúlur, enda gatan nokkuð opin og fólk sem um hana fór var auðveid bráð leyniskytta. Fyrir framan þau má sjá far í götunni eftir sprengju og eru för eins og þetta kölluð rósir. Nú er búið að fylia upp í holurnar með rauðleitu efni svo lítur út fyrir að blóðpollar séu á götunum. Stúdentagarðar. í lok október fór Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, til Sarajevo til að skoða aðstæður í tilefni af nýafstaðinni Bosníu-söfnun Há- skólastúdenta, en alls söfnuðust um 2.400 bækur, 90 tölvur, 50 prentarar, 5 ljósritunarvélar 7.500 disklingar og margt fleira, eða vamingur að verðmæti rúmlega 5 milljónir króna. Einar sagði að eins og vænta mátti hefði heimsóknin verið afar áhrifarík og engin leið að ímynda sér hvemig umhorfs væri í borginni eftir blóðuga baráttuna. „Það var fyrst í flugvélinni, þegar við lækkuðum flugið og sást til lands, að ég fór að skilja hvað þetta fólk gengur í gegnum. Það 43 létust þegar sprengja féll við þennan útimarkað. Stúlka, sem kom á vettvang stuttu eftir að sprengjan féll, sagði að þar hefði mátt sjá líkamsleifar fólks á veggjunum auk þess sem loftið hefði verið þykkt af blóðlykt. Stúdentagarðar við háskólann í Sarajevo eru nú hér um bil fokheld- ir. Svo strangt var skólahaldið að stúdentum, sem vildu halda áfram háskólanámi og voru ekki að berj- ast, var gert að mæta í tíma ellegar þeir yrðu reknir úr skóla þrátt fyrir að úti dyndi kúlnaregn og þeir þyrf- tu að leggja líf sitt að veði til að komast í skólann. Enn er varasamt að ganga á grasinu, enda jarð- sprengjur víða. Hverfi sem var á valdi Serba. Eftir að friðarsamningar voru gerðir gengu þeir endanlega frá hverfinu svo það kæmi múslimum örugg- lega ekki að notum. samlega í rúst, þótt líf sé rétt aðeins að fara í gang aftur núna. Það vildu samt engir háskólanemar segja neitt um framtíðina; þeir geta allt eins átt von á að stríðið heíjist að nýju,“ segir Einar, en stúdentar í Sarajevo vilja færa íslenskum kollegum sínum bestu þakktr fyrir hjálpina. Með Einari í för var Logi Bergmann Eiðsson Dagsljóssmaður, en tveir þættir um ferðina hafa nú þegar verið sýndir í Sjónvarpinu. Þarna má sjá fyrrverandi vetrarí- þróttahöll, sem reist var fyrir Ólympíuleikana í Sarajevo 1984. Kirkjugarðurinn er nýtilkominn, en margir þurftu að grafa vini sína og ættingja úti í garði á meðan á stíð- inu stóð. Nú þarf fólk að grafa þau lík upp og finna þeim hvílustað í kirkjugarði. arajevo eftir ríð HRAÐBUB

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.