Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 7
I DESEMBER .996 STÍIÐENTABLAfilÐ b í ó 7 Hoþbvj nevferrau hraoa Hraði - mynd um ungt fólk og amfetamín heitir heimildamyndin sem þeir Torfi Frans, Stephan Stephensen og Arnar Knútsson vinna nú að undir stjórn Ingvars nokkurs Þórðarsonar. Að sögn Torfa Frans fjallar myndin í stuttu máli um amfetamínneyt- endur í Reykjavík og þá þann hóp sem ekki telst til forfallinna fikni- efnaneytenda. „Myndin er meira um hobbýneyt- endur, byrjendur og skrítna hópa sem margir mundu ekki bú- ast við að væru eiturlyfjaneytendur en við höfum öruggar sannanir fyrir að séu það. Myndin er leikin og sett upp á svipaðan hátt og myndir eins og Man bites dog og Rob Roberts, þótt við reynum ekki að stæla neitt heldur byggjum á góðum grunni. Allar persónur, sem koma fyrir í myndinni, eru leiknar en byggðar á raunverulegum aðilum og allir atburðir eru sviðsettir en byggðir á raunverulegum atburðum. Sögu- þráðurinn er sá að við eltum spíttsendingu frá Amsterdam, fylgjumst með hvernig henni er smyglað, spjöllum við burðardýrið og fylgjumst síðan með því þegar hún lendir í höndum smásala í Reykjavík. Að lokum tökum við langa helgi með honum þar sem hann leiðir okkur inn í undirheima Reykjavíkur, inn á skemmtistaði, í partí, líkamsræktarstöðvar, á fótboltavelli og fleiri staði þar sem fólk kaupir af honum. Við spjöllum því við spíttsalann og kaupendur og fáum þeirra viðhorf til amfetamínneyslu," segir Torfi. Inn í þetta blandast svo fréttaflutningur eða viðtöl við ekta fólk eða löggur, meðferðarfulltrúa og fígúrur. „Viðtölin eru þó ekki játningar fyrrverandi neytenda, - það verða engar silúettur," segir Torfi. Tökum á Hraða lýkur í byrjun desember og verður myndin sýnd í sjónvarpi. toppurinn&botninn í síðastliðnum mánuði Toppurinn Margt skemmtilegt gerðist í síð- asta mánuði og topparnir voru mjög mörg og góð fyll- erí. Sérstaklega var fyrsta helgin í október alveg topp- helgi. Þá fór ég að sjá ofsa- lega skemmtilegt leikrit sem heitir Sigrún Sól og eftir sýninguna var setið á svamli og drukkið og étið. Kvöldið var í alla staði vel heppnað og fór ég að sofa seint og síðar meir með bros á vör. Toppurinn var nú samt laugardagsmorgunninn þegar bróðir minn vakti mig með heitu kakói og heitu rúnnstykki, það var best. Ég var þunn og vitlaus og fékk þennan yndislega morgunverð og síðan fór ég aftur að sofa. Botninn Hræðilegast fannst mér að þurfa að upplifa 26. október aftur. Ég er Flateyringur og dagurinn var mér erfiður, ég hélt að mér myndi ekki líða eins illa þennan dag og raun bar vitni. Þegar líða tók á daginn fór ég að upplifa allar hörmungarnar aftur, t.d. þegar klukk- an varð fimm fór ég að hugsa um hvað hafði gerst klukkan fimm 26. október í fyrra. Mér leið verst um fjögurleytið, því þá komu einmitt fréttirnar fyrir ári um hverjir hefðu látist í snjóflóðinu. Maður upplifði þetta allt saman aftur, allar tilfinningarnar og áföllin. í rauninni var þetta eins og þröskuldur; ég var að Ijúka einhverju sem ég hélt að ég hefði lokið fyrir ári. Brynhildur Einarsdóttir sagnfræðinemi á orðið Félagsstofnun stúdenta í samstarfi við Hróa hött og Vífilfell Bjóða HÍ-stúdentum / 1 pizzu og gos Föstudaginn 29. nóv. kl. 12 (meðan birgðir endast) I kaffistofunum í aðalbyggingu, Arnagarði, Eirbergi, Lögbergi og Odda

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.