Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 13
DESEMBER 1996 13 STÚDENTABUÐIÐ Hefur efnahagur áhrifjá vináttu? Af hverju mynda íslenskar konur í saumaklúbb um sterkari vináttubönd en heimsótti Sigríði Dúnu Kristf skoðunar að vináttan hún meðal annars háð fis þv Grænhöfðaeyjum? Pórólfur Jónssoi ósent í mannfræði, sem er þeirrai ilegt eða andlegt fvrirbæi m stödd fjí vinur minn? „Vinátta er verslun með kær- leika,“ segir í sögu Laxness „Heim- an ég fór“. Laxness er ekki einn um að hafa velt því fyrir sér hvað kemur vináttu af stað og líklegast hafa flest- ir leitt að því hugann. Það gerði að minnsta kosti gríski heimspekingur- inn og vísdómsgnægtabrunnurinn Aristóteles, sem taldi frelsið hafa þar mikil áhrif og sagði vináttuna sprottna af tilfinningum en ekki af hagkvæmnissjónarmiðum. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hefur kannað hvað hefur áhrif á vin- áttuna og kannski fremur hvað getur komið í veg fyrir að vinátta þrífist. Hún álítur kenningu Aristótelesar takmarkaða og telur að greina megi tengsl á mili vináttu og þess hversu vel menn eru staddir fjárhagslega. Hún hefur farið víða um lendur aka- demíunnar eftir að áhugi hennar á þessu álitaefni vaknaði, leitað fanga í heimspeki, sálarfræði og mann- fræði, en kenningar hennar byggjast ekki síst á rannsóknum sem hún gerði á lífi kvenna á Grænhöfðaeyj- um árið 1984. „Það er greinilegutr skortur á vin- áttu á milli kvenna á Grænhöfðaeyj- um og ég fór að velta því fyrir mér hvemig á því stæði. Sérstaklega varð mér tíðhugsað um þetta vegna þess að ég þekki vel af eigin raun vináttu íslenskra kvenna, sem er oft mjög mikil og náin. Ég staðnæmdist fljótt við efnahaginn, sem er ákaflega ólíkur. íslenskar konur búa við til- tölulega mikla velmegun á meðan konumar á Grænhöfðaeyjum beijast fyrir lífi sínu og bama sinna. Þær em W, iflfié Konurnar eru flestar einstæðar og með fjölda barna á framfæri. í beinni samkeppni hver við aðra um að hafa í sig og á, sem íslenskar kon- ur em ekki,“ segir Sigríður Dúna. Fisksölukonur á Grænhöfða- eyjum Rannsóknir hennar beindust eink- um að fátækum fisksölukonum á Grænhöfðaeyjum, sem ganga með fisk hús úr húsi eða selja hann á markaði. Flestar em þær einstæðar og að meðaltali með fjögur böm á framfæri. „Afkoma þessara kvenna Á Grænhöfðaeyjum er ekki fátítt að menn gangi fram á slagsmál milli kvenna vegna kynferðislegrar af- brýðisemi. Slík slags- mál eru kölluð götu- stríð, „guerra na rua“. ’íA- ÍjÍ og bama þeirra réðst af hæfni þeirra og dugnaði í að selja fisk og þar beit- tu þær kjafti og klóm,“ segir Sigríð- ur. Samkeppni um karlmenn varð konunum á Grænhöfðaeyjum ekki síður ástæða sundurlyndis en sam- keppnin um fisksöluna. Sigríður varð vitni að því þegar kona grýtti aðra vegna afbrýðisemi og aðrir sem dvalið hafa þar segja ekki fátítt að menn gangi fram á slagsmál milli kvenna vegna kynferðislegrar af- brýðisemi. Slík slagsmál em kölluð Samkeppnin milli fisksölukvenna er hörð og þar beita þær kjafti og klóm. götustríð, „guerra na raa“. Samkeppni um karla og fisk Sigríður segir rannsóknir sínar á lífinu á Grænhöfðaeyjum renna stoðum undir að þegar komi að vin- áttuböndum skipti miklu hvort fólk hefur nóg að bíta og brenna og hvort það er í beinni samkeppni um tak- mörkuð gæði. Samkeppnin um karl- ana, fiskinn og peningana geri kon- unum á Grænhöfðaeyjum erfitt að stofna til vináttu. Til að bera saman vinatengsl íslenskra kvenna og kvennanna á Grænhöfðaeyjum hefur Sigríður tekið til skoðunar hina gam- algrónu íslensku saumaklúbba. Hún segir að sá samanburður styðji til- gátu sína. „Öfund, afbrýðisemi og samkeppni um athygli em vel þekkt fyrirbæri í íslenskum saumaklúbbum en þrátt fyrir það er samlyndi og samstaða aðaleinkenni þeirra.“ Sig- ríður segir að íslenskir saumaklúbb- ar sýni að íslenskar konur búi við það mikið efnahagslegt öryggi að misjöfn efnahagsleg og félagsleg staða ijúfi venjulega ekki vináttu- böndin. Vináttan ekki bara siðferði- legt fyrirbæri Sigríður segir ennfremur að ís- lenskar konur virðist ekki vera í samkeppni á vinnumarkaðinum. Þær geti verið í samkeppni á einstökum vinnustöðum en á vinnumarkaði skynji þær sig frekar sem samheija í baráttunni við karlana og kynbundið launamisrétti. Hún segir að þetta sé hinn íslenski vemleiki; efnahagslegt öryggi íslenskra kvenna geri þeim kleift að mynda vináttutengsl þvert á félagslegar markalínur. Eftir standi því að greinanleg tengsl séu á milli vináttu kvenna og efnahags annars vegar og vináttu kvenna og sam- keppni hins vegar. „Okkur er svo tamt að líta á vináttu sem eitthvað siðferðilegt, óháð, eitthvað sem við getum búið til bara ef við viljum ef við bara hittum einhvem sem okkur líkar við. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort það gæti verið einhver stýring á þessu önnur, sem er okkur sjálfum óháð og er í samfélagi okkar og menningu. Ég hitti á þessa þætti sem em efnahagurinn og sam- keppnin en ég efast ekki um að þeir eru fleiri.“

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.