Stúdentablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 23
DESEMBER 1996
23
STÍIDENTABLAÖIÐ
s a m t a I
Mér hefur dottið í hug hvort ekki væri reynandi að stofna Samtök foreldra þágufallssjúkra barna (SFÞB).
Er hægt að láta sér þykja vænt um þágufallssjúkt barn?
Lifir þú í þeirri blekkingu að við
séum bókmenntaþjóð?
henni sem ekki koma fyrir í málum
sem töluð eni í nálægum löndum.
Haraldur: Enda eruni við útvalin
þjóð, ekki satt? Rétt eins og gyð-
ingar. Þykir íslenskum málfræð-
ingum þetta ekki merkilegt?
Þórhallur: Við erum í rauninni ekk-
ert hissa á þessu, þetta er kærkomin
staðfesting á ágæti íslenskunnar.
Haraldur: Ættu kannski allir ís-
lcndingar að vera málfræðing-
ar?
Þórhallur: Fomtunga norrænna
manna er móðurmál okkar. Við
getum lesið fombókmenntimar
og venjulegur Islendingur hef-
ur meira að segja nokkuð
góða tilfinningu fyrir málinu
á rúnaáletrunum, sem er
öðmm Norðurlandabúum
hins vegar lokuð bók -
þ.e.a.s. öllum nema sér-
menntuðum rúnameisturum.
Haraldur: Þjóðin.
(Löng íslensk þögn.)
íslendingar eru miklir lista-
menn. Ut frá myndlist getur
verið skemmtilegt að skoða
orðin sem við köllum fyrir-
bærin. Tökum einfaldlega
„þjóð“ sem dæmi. Við notum
það um þessa heild en um leið
einangrar þetta orð sjálft fyrir-
bærið algjörlega... það byrjar á
þ og endar á ð. Islenskara gæti
það ekki verið.
Þórhallur: Þetta er afar myndræn
útfærsla hjá þér! Ég verð samt að
hryggja þig með því að orðið
„þjóð“ er samgemiönsk arfleifð og
dylst meðal annars í „deutsch“ á
þýsku.
Haraldur: Þetta er útúrsnúningur
eða réttara sagt sófismi. Ertu
kannski einn af þeim sem telja að
tungumálið skilgreini þjóðina?
Þórhallur: Eins og svo oft er svarið
við þessari spumingu bæði já og
nei. Eitt er þó víst: Ef íslendingar
skilgreina sig sem þjóð vegna
tungumálsins þá er kjölfesta þeirrar
skilgreiningar bókmenntimar, sjálf-
ur þjóðararfurinn.
Haraldur: Lifir þú í þeirri blekk-
ingu að við séum bókmennta-
þjóð?
Þórhallur: Tja, við emm kannski
bara bókaþjóð, sem er reyndar
svolítið annað. Burtséð frá þessu,
hveiju skiptir hver les bækumar?
Þær em kjölfestan og algert
aukaatriði hvort einhver les þær.
Haraldur: Ert þú hræddur
við að missa þjóðareinkennin
ef nýjum orðum er hleypt
inn í tungumálið? Ég trúi
því að það auðgi hugarfarið
að hleypa nýjum orðum
inn. Bæði í Frakklandi og
Bandaríkjunum er tungu-
málið opnara og sveigjan-
legra. Til dæmis eftir að bíó-
myndin Jurassic Park var
frumsýnd var strax farið að
nota , jurassic“ fyrir eitthvað
mjög stórt? Af hverju tölum
við ekki um að „geirfinna"
eitthvað? Það vantar hinn
ósjálfráða sköpunarmátt í
íslenskuna.
Þórhallur: Þú heldur að ís-
lenskan sé það sterk að það
þurfi ekkert að óttast um
velferð hennar þótt hún
verði fyrir erlendum áhrif-
um? Þú vilt þá tala um vík-
end og beibísitter í staðinn
fyrir helgi og bamfóstm?
Haraldur: Nei, en ég sé nú
ekki heldur að íslensk
bændamenning hafi misst
náttúruna við það að nota
orðið traktor!
Þórhallur: Vissulega varð þetta
tiltekna atriði henni ekki að falli... Á
sama hátt hófust vandamál íslenskr-
ar kirkju náttúmlega ekki með því
að orð eins og biskup, prófastur og
prestur fengu þegnrétt í málinu,
gnsk og latnesk orð sem bámst til
okkar í pápísku. Þetta vom þeir
góðu gömlu dagar.
Haraldur: Við þýðum öll orð á
alíslensku. Alnetið er sérlega
gott dæmi um það. Eða al-
næmi. Við erum með ofnæmi
og svo kemur allt í einu al-
næmi! Að vera alnæmur er
að vera hýper-sensítífur til
dæmis klassískur tónlistar-
maður.
Þórhallur: Samkvæmt því er
aðal hvers listamanns alnæmið...
Haraldur: Mér finnst þessi
þýðingaþráhyggja ósköp heim-
óttarleg.
Þórhallur: Þegar spurt er hvar eigi
að draga mörkin varðandi þýðingar
tel ég að best sé að hafa engin rnörk
og þýða bara allt ef það er mögulegt
en það er þó óþarfi að dauðrota
eins og gert er í Listasögu Fjölva.
Ef eitthvert hugtak er óþýðanlegt þá
er það ekki til.
(Rœskir sig hraustlega.)
En það er nú þetta með sjúk-
dómana. Til em þeir sem telja sig
þess umkomna að greina rétt mál
frá röngu og slá á puttana á með-
bræðmm sínum í hvert sinn sem
þeir segja „mér langar“. Sem for-
eldri hlýt ég að játa að það er full-
komlega vonlaust að lækna „sýk-
ina“ hjá smituðum bömum. Mér
hefur dottið í hug hvort ekki væri
reynandi að stofna Samtök foreldra
þágufallssjúkra bama (SFÞB). Er
hægt að láta sér þykja vænt urn
þágufallssjúkt bam? Ég skil að
sumu leyti sjónarmið ýmissa varð-
manna tungunnar. Hins vegar hef ég
ekki svona miklar áhyggjur af ís-
lenskunni
sjálfri.
Haraldur: Er íslensk tunga ekki
sjálfstæð lífvera? Eða er hún
kannski veira í þjóðarlíkaman-
um?
Þórhallur: Á þessari stundu fæ ég
ekki orða bundist, ég verð bókstaf-
lega að vitna í Hávamál: „Hrömar
þöll sú er stendur þorpi á.“ Þama
hefur höfundur þessa foma kvæðis
höndlað eilífan sannleika um stöðu
íslenskrar tungu!
Haraldur: Hvenær heldurðu að
við missum málið? Ef fram held-
ur sem horfir mun íslenskan jafn-
vel hljóta hljóðlátan vöggudauða í
hinni margrómuðu íslensku þögn.
Þórhallur: Orðið vöggudauði er
kannski óviðeigandi orð um 1100
ára gamla tungu... En ég þykist skil-
ja hvað þú átt við. Við lifum í
ákveðnum skilningi í útópíu, stað-
leysu eða ólandi, að því er snertir
hugmyndir okkar um móðurmálið.
Kannski að tungan hljóti hægt and-
lát...
Haraldur: ...hljóðeinangrað,
mosagróið eftir að hún hefur
þjáðst af svæsinni sveppasýkingu
og kalkskorti þessa breytinga-
skeiðs...
Þórhallur: Ég skal segja þér frá
dálitlu sem ég hef tekið eftir. Eins
og þú veist bjó ég um tíma í
Þýskalandi og á marga vini sem
era Þjóðveijar. Það merkilega
við Þjóðverja er að sem ein-
staklingar eru þeir alveg
hreint ágætir en sem þjóð era
þeir algjörlega óþolandi. Is-
lendingar era hins vegar
ágæt þjóð en óþolandi ein-
staklingar.
Haraldur: Óþjóð í
ólandi?
Þórhallur: Það era þín
orð. ■