Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Side 12

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Side 12
DESEMBÉR 1996 * i Verkefnastyrkur FS 1Q0.QQQ krónur Félagsstofnun stúdenta auglýsir eftir umsóknum um Verkefnastyrk FS. Styrkurinn er að upphæð kr. 100.000 og verður veittur í febrúar 1997. Nemendur HÍ sem skráðir eru til útskriftar í febrúar og þeir sem eru að vinna verkefni sem veita 6 einingar eða meira í greinum þar sem ekki eru eiginleg lokaverkefni geta sótt um styrkinn. Umsóknir skulu vera nafnlausar og hafa að geyma lýsingu á verkefni, Ijósrit af einkun- num og, ef unnt er, umsögn leiðbeinanda um verkefnið og staðfestingu hans á að umsækjandi hyggist útskrifast (upplýsingar um nafn umsækjanda skulu afmáðar). Með umsókn fylgi í lokuðu umslagi upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer umsækjanda og frumrit vottorða nemendaskrár og leiðbeinanda. Umsóknir skulu berast ~, framkvæmdastjóra FS fyrir 17. desember nk. I Félagsstofnun stúdenta Sorgarsaga krónunnar og ævisaga Benjamíns Eiríkssonar Hannes Hólmsteinn Gissurarson, doktor í stjórn- málafræði, gefur út tvær bæk- ur fyrir jólin. Fyrri bókin heitir Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis og hún er 448 blað- síður, gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Bókin er yf- irlit helstu kenninga stjórn- málahagfræðinnar, hugmyndir Adams Smith, Karls Marx, Friedrichs von Hayek, Miltons Friedman, Johns Maynards Kaine og fleiri hugsuða. í bók- inni ræðir Hannes líka um ýmis íslensk efnahagsmál, til dæmis um sorgarsögu ís- lensku krónunnar síðustu sjö- tíu árin og um stjórn fiskveiða, um það kerfi sem við höfum komið okkur upp til að stýra fiskveiðunum og um íslenska þjóðveldið í Ijósi hagfræðinnar. Hannes bendir einnig á að, greiningin í bókinni kunni að leiða til tillagna um stjórnar- skrárbreytingar til að takmarka seðlaprentunar- og skattlagn- ingarvald ríkisins. Síðari bókin heitir Benjamín Eiríksson í stormum sinna tíða og fjallar um hina viðburðaríku ævi Benjamíns Eiríkssonar, sem varð vitni að valdatöku Hitlers og þinghúsbrununum í Berlín árið1933. Benjamín átti vinkonu og dóttur í Moskvu sem báðar hurfu í hreinsunum Stalíns inn í gúlagið. Benjamín stofnaði Sósíalistaflokkinn ásamt Einari Olgeirssyni en varð viðskila við hann ásamt Héðni Valdimarssyni. Hann lauk doktorsprófi frá Harvard- háskóla í Bandaríkjunum undir handleiðslu hins heimsþekkta hagfræðings Josephs Chumpeter. Eftir að hafa starf- að hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um kom hann heim og varð áhrifamikill efnahagsráðunaut- ur og bankastjóri. Hann lagði á ráðin um að hætta haftabú- skap og taka upp frjálsa versl- un en fékk síðan, að hann tel- ur sjálfur, vitranir af himnum ofan og dró sig í hlé og hefur eftir það sinnt biblíulestri og ritstörfum.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.