Eintak - 01.05.1970, Blaðsíða 5

Eintak - 01.05.1970, Blaðsíða 5
FRJÁLS GRAFlK Kennd er meðferð og notkun á helztu grafík-aðferðum, svo sem dúk- og tréristu, steinþrykki, máimristu, málmætu, litþrykki og sáldþrykki. Auk þess er lögð mikil áherzla á teikningu. FRJÁLS MÓTLIST Mótað er eftir fyrirmyndum f leir, tré og stein og unnið í margs konar efni eftir huglægum verkefnum. Kenndar eru afsteypu- aðferðir og leirbrennsla. Einnig er lögð mikil áherzla á teikningu. KENNARADEILDIR TEIKNIKENNARADEILD Auk náms í frjálsri myndlist, mótlist og grafík, er lögð stund á kennslufræði, letrun og töfluteiknun. Kennsluæfingar I æfingaskóla Myndlista- og handíðaskólans og í skólum utan hans eru fastur liður í þessari deild. VEFNAÐARKENNARADEILD Auk almenns vefnaðar er kennd vefnaðarfræði, mynzturteiknun, spuni, kembing, litun, efnisfræði, hibýlafræði og kennslufræði. Auk þess fara fram kennsluæfingar. LISTIÐNADEILDIR HAGNÝT GRAFÍK (AUGLÝSINGATEIKNUN) Kennd er leturgerð hvers konar, teiknun merkja, auglýsinga, veggspjalda og mótun hagnýtra hluta og umbúða. Einnig bóka- skreyting hvers konar og bókagerð, myndskipan, hlutateiknun, fjarvíddarteiknun, skipulag sýninga og Ijósmyndun. Kynntar eru prentaðferðir, bókband, prentmyndagerð. Gerð er ýmis konar könnun á sölustarfsemi og sölutækni. MYNDVEFNAÐARDEILD Kennd er myndbygging, þar sem sérstaklega er tekið tillit til efnisins og meðferðar þess. Lögð er mikil áherzla á teikningu, lit-og formfræði og frjálsa myndsköpun. Mynzturteikning er kennd og teiknun tillagna fyrir vefnað, svo og litun og efnisfræði. LEIRKERASMÍÐ Kynnt er í upphafi efnisgerð leirsins og eiginleikar. Kenndar eru mismunandi mótunarðferðir og að vinna eftir einföldum teikn- ingum og nákvæmum vinnuteikningum. Unnið er að leirskreytingu og mynzturgerð, auk þess er kennd lit- og formfræði og model- teiknun, meðferð rennibekks og glerjunga. Kennd er efnafræði og keramíkfræði.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/355

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.