Iðnneminn


Iðnneminn - 20.12.1952, Síða 9

Iðnneminn - 20.12.1952, Síða 9
V. Alþjóðleg undirbúnings- nefnd undir alþjóðamót til varnar réttindum æskulýðsins Eins og kunnugt er, bar hollenzk- ur æskulýður, í júlí 1952, fram til- lögu um að boða til alþjóðamóts, sem hefði þann tilgang að verja réttindi æskulýðsins. Tillögu þess- ari var tekið með miklum áhuga af ungu fólki víðsvegar um heim. — Til þess að annast undirbúning undir mót þetta kom „Alþjóðleg undirbúningsnefnd“ saman í Kaup- mannahöfn dagana 23.-—24. júlí 1952. Ráðstefnu þessa sóttu fulltrúar æskulýðs- og nemendasambanda, verkalýðs- og iðnaðarmannafélaga og þjóðfélagssamtaka svo og menn, sem framarlega standa á sviði vís- inda, bókmennta, lista og í þjóðfé- lagslífi 23 landa. Undirbúningsnefndin heyrði þar skýrslu John C. Melchior Dekkers pr., formanns hollenzku undirbún- ingsnefndarinnar um „Boðun til alþjóðamóts til varnar réttindum æskulýðsins“. Akveðið var að boða til slíks al- þjóðamóts, sem skyldi vera um miðjan febrúar 1953 í Wien (Aust- urríki). Loks tók undirbúningsnefndin saman ávarp til æskulýðs allra landa. Avarpið er einnig stutt af þeim meðlimum nefndarinnar sem af ýmsurn ástæðum gátu ekki tek- ið þátt í ráðstefnunni. Mynd þessi sýnir kvikmyndatökuvél af einföldustu gerð. Ritstjórn Iðnnemans sneri sér til Raf- virkjanemafélagsins og óskaði eftir, að fé- lagið annaðist um tækniþáttinn að þessu sinni, og væri liann tileinkaður rafvirkj- um og öðrum er áhuga hefðu á rafmagns- fræðinni. En sökum þess, hve fyrirvari var lítill, verður þátturinn ekki eins fjöl- breyttur og ætlast er til í framtíðinni. Ankerið er trommluanker með hliðteng- ingu og hefur 150 vindinga. Finn mótstöðu R og straumstyrkinn I. í. a) Ankeri b) kompoundvafi c) shuntvafi d) Finn Eliktromótorriska kraftinn EMK e) Kraftlínufjöldann (þ í hverjum pól. 6 póla kompounddynamo með löngum shunt gefur af sér, með 300 o/min. 200 volt og 400 Amper. I ankerinu tapast 3%, í kompoundvöfunum 1%, og í shuntvöfun- um 3% af því, sem dynamorinn gefur af sér. Töp við busta reiknast ekki með. Ilvaða möguleikar eru til þess að breyta snúningsátt á: a) seriurafal b) shuntrafal c) kompoundrafal d) hver munur er á með- og mótkomp- ounderuðum kompoundrafal. Svör birtast í næsta hefti. Háskólabyggingin nýja í Moskvu. IÐNNEMINN 9

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.