Iðnneminn


Iðnneminn - 20.12.1952, Síða 12

Iðnneminn - 20.12.1952, Síða 12
svo, að þetta sé þvæla og lygi, þá vil ég tvímælalaust benda þessum mönnum á að athuga betur þá pilta og kynna sér bet- ur af hvaða sauðahúsi þeir eru. Laun nema á fyrsta ári náms- ins, t. d. í járnsmíði, eru því samkvæmt vísitölunni 150: kr. 203,04 á viku, sem gerir í árslaun kr. 10.558.08. Ég tek hér yfirlit yfir tekjur og gjöld meistara af einum nema í áðurtaldri iðn, og má af því vera ljóst, að barlómur og kúg- un meistaranna er aðeins venju- legt væl þeirra manntegunda, sem gengur með þann leiðinda sjúkleika, að vera dauðhræddir um að missa feitan bita úr barmafullum aski sínum. 1. námsár. Kostnaður vegna nemanda: 1. Laungr. í peningum .......... 10.558.08 2. Alm.tryggingasjóðsgjald .... 518.00 3. Sjiikrasamlagsgjakl ............ 350.00 4. Skólagjald ..................... 700.00 5. Skólabækur o. fl. ca............ 400.00 6. Slysatryggingagjald ............ 120.00 Söluverð seldrar vinnu miðað við að nem- andinn vinni 36 vikur á ári .... 35.078.40 Gjöld meistrara .......... 12.646.08 Hreinar tekjur meistara 22.432.32 Hér má geta þess til saman- burðar, að nemandi fær hvergi fæði og húsnæði undir 11—12 hundruð krónum á mánuði. Fyrir hvaða peninga á iðn- neminn að fá klæðnað allan, sem hann þarf með, sem er einn stærsti liður í gjöldum nemans, þjónustu alla og auk þess pen- inga fyrir þriggja mánaða fæði og húsnæði. Iðnnemanum er því algjörlega bannað að veita sér þá ánægju að fara í kvikmyndahús, sem er lágmark þess, er þjóðfélagið get- ur boðið hverjum þegn þess upp á. Þetta gildir alveg yfir þrjú fyrstu ár námsins. Allar skemmt anir, sem kosta einhvern pen- ing, getur hann því alls ekki veitt sér, nema því aðeins að hann stofni sér í stórar skuldir, sem tekur hann fleiri mánuði að vinna upp, nema því aðeins að neminn hafi verið það hepp- inn að hafa verið búinn að þéna 30—40 þúsund krónur áður en hann hóf námið. Þanig græðir þá meistarinn á nema sínum kr. 22.432.32 aðeins á fyrsta ári, þegar neminn berst í bökkum með að hafa í sig og á, með því að eyða því fé, sem hann hefur lagt fyrir áður en hann fór að hefja iðnnám. Svo er allt gert til þess að lyfta und- ir þennan þrautpínda atvinnu- rekstur meistarans og annara atvinnurekenda, en það virðist alveg sama hvernig kjör þeirra manna eru, sem við iðnaðinn vinna. Það er allt í lagi þó að atvinnurekandinn velti sér í tugþúsundum króna, veiti sér alls konar óhóf lífs og unaðar og komi hvergi nálægt neinni erf- iðisvinnu, mega nemarnir þræla og drepast úr sulti eða sultar- kjörum. Hvað getur þetta gengið langt? Hvenær fá þær stéttir landsins, sem þræla mest fyrir brauði sínu, að lifa við mannsæmandi kjör? Hver verður úrlausnin á þess- um málum? Ef hún fæst ekki með góðu, þá verður að fram- kvæma hana á annan hátt. Þetta getur alls ekki gengið leng- ur, að valdhafar þessa lands misbeiti því valdi, sem þeim hef- ur verið trúað fyrir. 2. námsár. Kostnaður vegna nemanda kr. 13.942.72. Söluverð seldrar vlnnu ... 35.078.40 Gjöld .................. 13.942.72 Hreinartekjur meistara kr. 21.135.68 3. námsár. Kostnaður vegna nemanda kr. 18.960.96. Söluverð seldrar vinnu ... 40.953.60 Gjöld ' ................. 18.960.96 Hreinar tekjur kr. 2L992.64 12 Ð N N E IVI I N N

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.