Iðnneminn - 20.12.1952, Síða 15
Dýrtíðaruppbót til iðnnema
Samkvæmt heimild í 14. gr.
laga um iðnfræðslu nr. 46, 25.
maí 1949 og reglugerð útg. 12.
júní 1952, eru hér með sett eftir-
farandi ákvæði um lágmarks-
kaup iðnnema:
1. Kaup nemenda skal vera
viku- eða mánaðarkaup, mið-
að við fulla vinnuviku, og er
óheimilt að skerða það, þó að
verkefni skorti hjá meistara.
2. Meistara er skylt að veita
nemanda frí frá störfum tvær
stundir á dag þann tíma, sem
hann sækir iðnskóla, ef um
kvöldskóla er að ræða, en 8—
9 vikur á ári, sæki nemandi
dagskóla, og skal í báðum til-
fellum greiða nemanda
fullt kaup meðan skólavist
stendur yfir. Þá skal meistari
veita nemanda tveggja vikna
sumarleyfi árlega með fullu
kaupi. Meistari greiði allan
kostnað, er leiðir af iðnskóla-
námi nemanda, svo og trygg-
iv
Ilattur frá mér, fer yður betur, ungfrú!
inga- og sjúkrasamlagsgjöld
hans.
3. Kaupgreiðslur til nemanda
miðist við hundraðshluta af
grunnkaupi sveina í sömu
iðngrein á hverjum stað og
séu ekki lægri en:
a. Nemandi á fjögurra ára
námssamningi:
1. ár 25%
2. — 30%
3. — 40%
4. — 45%
b. Nemandi á þriggja ára
námssamningi:
1. ár 25%
2. — 30%
3. — 45%
Á kaup nemanda greiðist full
verðlagsuppbót samkvæmt vísi-
tölu kauplagsnefndar.
Samningar, sem vera kunna
milli félaga sveina og meistara,
og fela í sér lakari kjör iðnnem-
um til handa en ákvæði þessi,
eru ógildir.
Ofangreind ákvæði taka gildi
frá birtingu auglýsingar þessarar
og ná til allra námssamninga,
sem þá verður ólokið.
Reykjavík, 25. okt. 1952.
Iðnfræðsluráð.
Það er full ástæða til þess, að
iðnnemar geri sér dálitla grein
fyrir því, hve erfiða og harða
baráttu það hefur tekið iðn-
nemasamtökin að fá þessari
kröfu framgengt. Kröfuna um
fulla vísitöluuppbót á kaup allra
iönnema.
Þann 21. maí 1951 undirrituðu
verkalýðsfélögin, sem þá höfðu
sagt upp samningum við at-
vinnurekendur, samkomulag sem
Hamingjusöm œska.
fól það í sér, að á grunnlaun,
sem eigi væru hærri en kr.
9.24 á klst., yrði greidd full vísi-
töluuppbót, sem síðan tæki
breytingum á þriggja mánaða
fresti, ef vísitalan breyttist.
Þeir, sem hefðu hærri grunn-
laun en kr. 9.24 á klst., fengju
ekki fulla vísitöluuppbót, heldur
sömu krónutölu og greidd væri
á grunnlaun, 9,24.
Þar sem flestir iðnnemar hafa
mikið lægri grunnlaun á klst.
heldur en kr. 9.24, þá töldu iðn-
nemasamtökin að iðnnemar
ættu siðferðislega kröfu á því,
að fá greidda fulla vísitöluupp-
bót á laun sín, en ekki hluta af
vísitölu sveinanna, sem ekki
fengju fulla vísitölugreiðslu á
laun sín. Þetta var þegar viður-
kennt af öllum réttsýnum mönn-
IÐNNEMiNN
15