Iðnneminn - 20.12.1952, Side 16
Duglegur iðnnemi
um. Meistarar. mótmæltu og
töldu iðnnemum engan rétt bera
til slíkra hluta.
Samkvæmt II. lið samkomu-
lags verkalýðsfélaganna við at-
vinnurekendur átti Alþýðusam-
bandið og sambönd atvinnurek-
enda hinsvegar að tilnefna sinn
manninn hvor í nefnd til þess að
rannsaka og úrskurða ágrein-
ingsatriði er upp kynnu að
koma út af skilningi á samn-
ingnum. Stjórn I.N.S.Í. leitaði því
til þessarar nefndar um álit
hennar á því, hvort iðnnemum
bæri full vísitölugreiðsla á laun
sín. Nefndin komst ekki að sam-
komulagi, fulltrúi atvinnurek-
endanna lýsti sig andvígan
þessu. Þá sneri stjórn Iðnnema-
sambandsins sér til Iðnfræðslu-
ráðs og fór þess á leit, að það
gæfi úrskurð sinn um það, hvort
reikna beri lágmarkslaun iðn-
nema af grunnkaupi sveina eða
eftir að vísitöluuppbót hefur
verið lögð á það.
Það er komið á annað ár síð-
an þessi krafa var fyrst borin
fram við Iðnfræðsluráð. Síðan
hefur hún verið marg ítrekuð og
gerðar ályktanir í því sambandi.
Aldrei fékkst úrskurður Iðn-
fræðsluráðs. Fjölmörg bréf og
ályktanir hafa verið send Iðn-
fræðsluráði þessu til áréttingar
og nú síðast í byrjun október.
Þá loksins fæst úrskurðurinn:
gengið er að kröfum iðnnema-
samtakanna um fulla vísitölu-
greiðslu. Eftir að Iðnfræðsluráð
hafði haft málið til meðferðar
í meira en heilt ár, þá var loks
hægt að gefa út ofanritaða til-
kynningu, en hún þýðir kaup-
hækkun, sem hér segir, samkv.
útreikningi járniðnaðarnema á
launum sínum miðað við vísi-
töluna 150. Tölurnar í svigum
er kaup járniðnaðarnema eins
Framh. á bls. 25.
Á þeim tíma, þegar Kína var 'ernumið
af Japönum og síðar undir stjórn Kuomin-
tang, kom ekki fyrir, að ungir og áhugasam-
ir verkamenn gætu orðið forstjórar verk-
stæða eða verksmiðja. I dag, aftur á móti,
eru þar margir dugandi æskumenn orðnir
stjórnendur stórra verkstæða.
I Port-Arthur-Dairen járnbrautarverk-
smiðjunni er t. d. stjórnandi einnar deild-
ar smiðjunnar aðeins 21 árs að aldri.
Þessi ungi piltur, Chang Lai Tsai að
nafni hefur, þegar þetta er ritað, haft
starfið með höndum í níu mánuði og
leyst það af hendi með hinni mestu prýði.
Chang Lai Tsai var af fátækum for-
eldrum kominn. Sem barn óx hann upp í
fátækt með móður sinni og afa. Þegar
hann var þrettán ára gamall, hóf hann
iðnnám í verksmiðju. Þá tíðkaðist það,
að iðnneminn væri hafður sem snúninga-
strákur, því eftir fjögurra ára iðnnám
kunni Chang Lai Tsai jafnvel ekki að fara
með þjöl! En eftir byltinguna varð' mikil
breyting á högum piltsins. I október 1949
var hann skipaður forstjóri viðgerða-deildar
verksmiðjunnar.
Um svipað leyti tóku starfsmenn
verksmiðjunnar að miðla iðnnemunum af
kunnáttu sinni og reynslu. Chang Lai Tsai
lagði m ög hart að sér við vinnuna. Hvar
sem har.n starfaði, hafði hann jafnan með
sér vasabók, þar sem hann skráði hjá sér
allskonar formúlur, tækniorð, efnaformúl-
ur o. s. frv. Jaínan í frítíma sínum tók
hann upp vasabókina sína og las hana
aftur og aftur og velti því fyrir sér, sem
í hana var skráð. A þennan hátt tókst
Chang á örskömmum tíma ag afla sér
geysivíðtækrar þekkingar.
Það hefur tekizt á nokkrum árum að
leysa mörg af hinum erfiðustu vandamál-
um verksmiðjunnar, tækni hennar hefur
margfaldazt og framleiðslan aukizt. Er
Chang var spurður að því, hverju þetta
væri að þakka, svaraði hann: „Við eig-
um verksmiðjum og vélarnar, þess vegna
keppumst við öll við að læra og endur-
bæta. Verksmiðjan er eign okkar allra.“
Við varðeliinn.
16
IÐNNEMINN