Iðnneminn - 20.12.1952, Page 17
ÞÓRKELL G. BJÖRGVINSSON
Iðnfræðslan í
Áður en Búlgaría frelsaðist
undan oki fasismans, voru allir
iðnnemar án efnahagslegra og
pólitískra réttinda. Til þess að
geta numið einhverja iðn, voru
þeir neyddir til þess að vinna
hjá iðnmeistara í tvö til þrjú ár
og höfðu þá fyrsta og annað ár-
ið, ýmist engin eða mjög smá-
vægileg laun. Hjá iðnmeisturun-
um, sem venjulegast stjórnuðu
fyrirtækinu og voru jafnvel eig-
endur þeirra, komu nemend-
urnir sjaldnast nálægt sínu
raunverulega námi, því þeir
voru settir í allsskonar vinnu,
svo sem vikadrengir heimilisins
o. s. frv. Þau lög, sem þá voru
í gildi um ábyrgð þjóðfélagsins,
veittu iðnnemunum engin rétt-
indi.
Eftir 9. september 1944, þann
dag sem Búlgaría frelsaðist,
með hjálp Rauða hersins, undan
oki fasismans, gjörbreyttist á-
standið í landinu. Árið 1947 var
allur iðnaður landsins þjóðnýtt-
ur og núna einig allir iðnskólar.
Flutningatæki og verksmiðjur
eru í eigu ríkisins. Smá iðnfyrir-
tæki eru í samvinnufélögum.
Iðnnemar í nútíma merkingu
eru þar ekki lengur til, heldur
nemendur í framleiðslunni og
ungir verkamenn. Þeir vinna í
verksmiðjunum, gróðrarstöðv-
um, byggingariðnaði, samgöng-
um og hjá samvinnufélögum
iðnaðarmanna.
Geysilegur fjöldi ungra verka-
manna er bundinn við skóla,
námskeið við framleiðsluna og
tæknilega sérmenntun.
Skólarnir eru stofnaðir í
stærstu verksmiðjunum og á
samyrkjubúunum. Ungir dreng-
ir og stúlkur, sem hafa lokið
barnaskólanámi, sem er sjö ár,
geta gerzt nemendur á skólum
þessum. Eru þau á fullum laun-
um hjá ríkinu, hafa frítt fæði,
húsnæði, klæðnað og námið er
ókeypis .Eftir tveggja ára nám á
þessum skólum hefja þessir ungu
verkamenn vinnu hjá einhverju
fyrirtæki, sem góðir og vel
menntaðir starfsmenn.
Verksmiðju-námskeið, sem
haldin eru í stærstu verksmiðj-
unum og gróðrarstöðvunum,
standa venjulega í 6—10 mán-
uði og eru nemendurnir á full-
um launum hjá ríkinu.
Eftir 9. september 1944 opn-
aði alþýðustjórnin í fyrsta skipti
tæknikennslu í hinum margvís-
legu sérgreinum, þar sem ungir
verkamenn eiga auðvelt með að
stunda nám að loknum vinnu-
degi og aflað sér aukinnar
menntunar. Þeir æskumenn, sem
stunda nám á slíkum kvöldskól-
um, mega hætta vinnu einni
stundu fyrr á kvöldin til þess að
eiga hægara með að undirbúa
sig undir kennslustundina, en fá
þó engu að síður greiddan full-
an 8 stunda vinnudag. — Þús-
undir æskumanna stunda nám í
þessum kvöldskólum.
Jafnframt kvöldskólunum
hafa verið stofnaðir bréfaskólar
fyrir iðnaðarmenn. Og auk hins
árlega sumarleyfis fá nemend-
Búlgaríu
urnir frí til þess að undirbúa
prófið.
Sérstakir skólar hafa verið
opnaðir fyrir æskumenn, sem
eru dugandi og skara framúr við
framleiðsluna. Námið á þessum
skólum tekur tvö ár og hundruð
ungra verkamanna, sem lokið
hafa námi við framhaldsskóla,
geta undirbúið sig í þessum
skólum, til þess að hefja nám í
menntaskólum og háskólum. Fá
þeir einnig fjárhagslega aðstoð
hjá ríkinu. Þúsundir nemenda
sem lokið hafa námi við slíka
skóla, hefja nám í hinum ýmsu
háskóladeildum við verkfræði,
hagfræði, o. s. frv.
Alþýðustjórnin ver ekki ein-
ungis stórfé til kennslu og
menntunar verkalýðsins heldur
einnig til þess að bæta lífskjör
hans. Sérstök heimili og mat-
stofur ungra verkamanna hafa
verið reist við öll stærri iðnaðar-
fyrirtæki.
Stjórnarskrá alþýðulýðveldis-
ins búlgarska tryggir þegnunum
rétt til hvíldar í ákveðinn tíma.
Fimm hvíldarheimili, bæði til
sjávar og í fjallahéruðum lands-
ins, hafa verið reist handa æsku-
lýðnum til þess að dvelja á í
sumarleyfi sínu. Þúsundir æsku-
manna dvelja árlega í sumar-
leyfi sínu á slíkum hvíldarheim-
ilum.
Ásamt ákvæðisvinnu og verð-
launakerfi fá ungir verkamenn
laun sín í hlutfalli við magn og
gæði framleiðslunnar á sama
hátt og aðrir verkamenn. Því
stjórnarskráin tryggir alþýðunni
sömu laun fyrir sömu vinnu.
idnneminn
17