Iðnneminn - 20.12.1952, Page 24
Verkfnzð'.ngar gera ácetlanirnar.
nýrrar atlögu, en sagði semings-
lega fremur við sjálfan sig en hana:
— Það gerir svo sem ekkert.
Guð mun verða okkur náðugur.
Þegar snáðinn er orðinn stór, mun
hann verða okkur styrk stoð.
En konan þagði stöðugt, og
undrun mannsins jókst. Hann sá,
að hægur titringur fór um augna-
brúnir hennar og munnvik, og
hann vissi, að hann hafði gert hana
reiða á ný. Hann skildi ekki, að
hún sem kona og móðir var djúpt
snortin af hinum mesta leyndar-
dómi, sem hún þekkti, og hann
drap þessar tilfinningar hennar
með því að fitja upp á hversdags-
fjasi einmitt á þessari stundu.
Hún gat ekki gefið tilfinningum
sínum viðeigandi búning. Hin and-
lega sjónvídd hennar var of lítil,
mál hennar of orðsnautt, hugsun
hennar of óskýr. Hún gat aðeins
mótað tilfinningar sínar í andlits-
svipnum.
— Nei, nei, þér skjátlast. Hann
á ekki að draga þungar járnplötur
í verksmiðjunni, þegar hann verð-
ur tólf ára, eins og þú — sagði hvin
sem leiðslu bundin, og augu henn-
ar hvörfluðu milli barnsins og þak-
sperrunnar. — Hann skal ekki
verða verksmiðjuþræll alla sína
ævi, eins og þú. Areiðanlega — al-
veg áreiðanlega læt ég hann halda
áfram námi; þó að ég yrði að ganga
um og betla til þess, þá skal hann
ganga mcnntaveginn. Og þegar
hann hefur lokið nárni, á hann ekki
að verða verkamaður, heldur em-
bættismaður, umfram allt.... ef
til vill bókhaldari. .. .
Hún vissi ekki, hvað „bókhald-
ari“ var. I vitund hennar stóð
þetta orð í óljósum tengslum við
virðulegan mann, flott með vindil
í munninum eins og verksmiðju-
stjórinn, sem maður hennar hafði
sagt henni frá. — Þannig á dreng-
urinn að verða, hugsaði hún með
ákveðnum, fjandsamlegum tilfinn-
ingum gagnvart bónda sínum.
Lengra náðu draumar hennar
ekki. Hún vissi, að innan hins
dökka hrings, sem umlukti þau öll,
voru menn misjafnlega hátt settir.
Hún hafði enga hugmynd um, að
þessi mörk eru mannasetningar
einar. Hún áræddi ekki einu sinni
í draumum sínum að fara yfir þau
mörk, sem sjálf örlögin virtust hafa
sett. Hana dreymdi aðeins um
betri stöðu handa barninu sínu
innan hringsins.
— Ég ætla ekki að standa í nein-
um illdeilum vegna barnsins, hugs-
aði hún kænskuleg á svip. — Sjá-
um, hvað setur. Við munum ráða
fram úr því með guðs hjálp.
Hún greip þykka og hnyklótta
hönd mannsins og bar hana að
að hinu litla og veikbyggða höfði
barnsins.
Svona dæmalaus, kvenleg við-
kvæmni myndi við venjulegar að-
stæður ekki hafa komið til greina.
Aðeins hið óvenjulega við þessa
stund réttlætti slíka framkomu.
— Sjáðu, hvað litli snáðinn okk-
ar er fallegur, sagði hún og leit frá
sofandi barninu á manninn. Hann
sá vel við þessu einfeldningslega
kænskubragði hennar, en áræddi
ekki að snúast gegn henni aftur í
bili.
Fölt andlit konunnar geislaði frá
sér sigurljóma.
En maðurinn hugsaði með
beiskju: Tvö börn á tveimur ár-
um. Og ef þau fæddust nú enn þá
fleiri. Það munu verða strangir
dagar, áður en þau verða öll komin
til manns. Og að konan skuli ekki
einu sinni skilja það... .
Hann kyssti móðurina og barnið
klunnalega.
Það bar svo sjaldan við í lífi
þeirra hjónanna, að þau kysstust.
Það virtist of mikill munaður.
Síðan endurtók hann þrumandi
röddu:
— Styrk stoð verður drengurinn
að verða okkur, þegar hann er orð-
inn stór, reglulega styrk stoð. . . .
Einar Brayi islenzkaði.
Dýrtíðaruppbót
iðnnema
Framh. af bls. 16.
og það var, áður en tilkynning-
in kom út:
1. námsár kr. 216.88 (202,91)
2. — — 260,25 (243,49)
3. — — 347,00 (324,69)
4. — — 390,38 (365,40)
Það sér hver maður á auga-
bragði, hve geysilegt rán þarna
er haft í frammi, þennan tíma.
Þessvegna verður mörgum
spurn:
Hversvegna mátti ekki verða
við þessum sjálfsögðu kröfum
iðnnemanna strax 1951?
Iðnnemar áttu alveg eins rétt
á þvi að fá þessa vísitöluuppbót
í fyrra, eins og þeir eiga rétt á
að fá hana nú.
Með þessu hefur Iðnfrœðslu-
ráð gefið iðnmeisturum tœkifæri
til að rœna iðnnema þeirri upp-
bót, sem þeir áttu siðferðislega
kröfu á að fá strax árið 1951.
Ilugmyndin er góð, en nokkuð þreytandi.
24
IÐNNEMINN