Iðnneminn - 01.04.1953, Síða 5
GARÐAR JULIUSSON:
AÐBÚNAÐUR
Til hvers eru iðnnemar alltaf að
fara fram á betri kjör? Hafa þeir
ekki nógu góð kjör? Svona spyrja
margir, sem ekki eru nógu kunn-
ugir þessum málum.
Ef þetta sama fólk vissi, hvern-
ig að stórum hóp iðnnema er búið,
þá trúi ég ekki öðru en því fynd-
ist nóg um.
Laun þessara iðnnema eru svo
lit.il, að ekki er talið mannsæm-
andi. Þau nægja ekki einu sinni
fvrir því allra nauðsynlegasta, sem
sé mat, þjónustu og húsnæði, hvað
þá ef eitthvað þarf að kaupa þess
utan, t. d. vinnuföt.
Það er sorgleg staðreynd, að
svona skuli vera búið að verðandi
iðnaðarmönnum þjóðarinnar, þeim
mönnum, sem eiga eftir að taka
við.
Þrátt fyrir marg endurteknar
beiðnir og kröfur til þess ráðs, sem
með þessi mál fer, þá hafa iðnncm-
ar ekki fengið náð fyrir augum
þess.
Þessi lægst launaða stétt lands-
ius er annað hvort hundsuð með
því að svara ekki umleitunum
hennar, eða ef svar kemur, þá er
það neitandi.
Nú loksins munu hafa fengist
afgreiddar í iðnfræðsluráði kröfur,
sem fela í sér svolitla kjarabót fyr-
ir iðnnema, sem sagt þeir fá greidda
fulla verðlagsu])pbót samkvæmt
vísitölu kauplagsnefndar, sem iðn-
nemar hefðu raunverulega átt að
vcra búnir að fá 1951, þegar verka-
lýðsfélögin undirrituðu samningana
um að, á laun, sem eigi væru hærri
en kr. 9.24 á klst., skyldi greiða
fulla vísitöluuppbót.
Þetta er gott svo langt sem það
nær, en betur má ef duga skal.
Þessvegna verða allir iðnnemar
nú sem endranær að standa sam-
an um þær sjálfsögðu kröfur, sem
farið er fram á, til þess að geta lif-
að við viðunandi lífsskilyrði.
Augu þeirra manna, sem með
þessi mál fara, hljóta að opnast, ef
þeir á annað borð vilja hafa þau
opin fyrir þessum málum.
Þessir menn ættu að vita hvað
það er að lifa nú á dögum, þegar
kaupmáttur launanna er ekki
meiri en raun ber vitni.
Meistarar og sveinar kvarta um
að þeirra laun hrökkvi ekki til
heimilisþarfa, svo rnaður tali nú
ekki um verkamenn.
En hvað mega lægst launuðu
iðnnemarnir segja, sérstaklega þeir,
er hafa fyrir heimili að sjá, hvað
skyldu þeirra laun hrökkva langt?
Sjálfsagt rnega þeir lifa við sult
og seyru fyrir meistaranum. Ef
meistaranum stæði ekki á sama um
velferð nemans, þá hlyti hann að
bæta kjör hans, það er ómögulegt
annað.
Sem betur fer hefur margur
meistari tekið sig fram og borgað
nemanda sínum betri kjör cn hon-
um ber samkvæmt lögum, en það
er vegna þess, að augu þeirra hafa
opnast og þeim er annt um að
nemandinn líði ekki skort. Þeir
hafa séð, að enginn maður kemst
áfram með þau kjör, sem fjölda
iðnnema er boðið upp á. Það mun
alltaf verða virt við þá meistara,
sem vilja koma til móts við iðn-
nemana. Hugarfarið hlýtur að
breytast hjá nemandanum, þegar
hann finnur, að tekið er tillit til
óska hans, en er ekki algjörlega vís-
að á bug. Ef við hugsum okkur
nema á þriðja ári, t. d. í járniðn-
IÐNNEMA
aðinum, þá eru laun hans ca. 13—
1400 kr. á mánuðn, miðað við 40%
af kaupi sveins í sömu iðngrein.
Þá sér hver maður, að t. d. nem-
andi með konu og barn eða börn
getur ekki framfleytt heimili sínu
með svona kjörum. Þess vegna
verða nemar, sem svona er ástatt
með, að nota hverja frístund sem
gefst til þess að afla heimilinu
tekna, m. a. í vinnu, sem fæstum
er vel við að vinna. Eins og áður
er sagt er þessi vinna eingöngu
framkvæmd að afloknum venju-
legum vinnudegi og skóla eða um
helgar, þegar flestir aðrir nota frí-
stundina til hvíldar.
Svo er það skólinn. Eftir vinnu-
tíma á daginn verður neminn að
fara í skólann og oft til kl. 8—9 á
kvöldin.
Svo það liggur í augum uppi, að
nemanum er ætluð nóttin til þess
að læra, og er ætlað að mæta á
réttum tíma á morgnana til vinnu.
Til er annar hópur iðnncma, sem
hefur góð kjör.
Sumir þeirra — sem betur fer
ekki margir — hafa hundsað sam-
tök iðnnema, með því að segja,
að þeir hafi ekkert í iðnnemasam-
tökin að gera, því að þeir hafi nógu
góð kjör og hafi engra hagsmuna
að gæta.
Þessir iðnnemar hafa áreiðanlega
ekki gert sér ljóst, hvað þeir gera
samtökunum illt með þessu hátta-
lagi. Þeir eru blátt áfram að brjóta
á bak aftur baráttu þeirra iðn-
nema, sem eru að reyna að vinna
að bættum kjörum lægst launuðu
stéttarbræðranna.
Kæru félagar. Vinnum allir í
sameiningu að því að efla samtök
okkar fyrir bættum kjörum iðn-
nemum til handa.
I Ð N N E M I N N
5