Iðnneminn - 01.04.1953, Síða 7
Er þetta réttlæti?
Eins og allir sem iðnnám stunda! Þá
þurfti sá iðnnemi sem hér um ræðir einn-
ig að stunda iðnskólann.
Nú stóð þannig á, að umræddur nemi
átti í hitteð fyrra eftir eina námsgrein í
skólanum, var það seinnihluti af iðnteikn-
ingu.
Nemandinn hafði veturinn áður átt tal við
skólastjóra, og spurði hann þá hvort hann
mætti ekki Ijúka iðnteikningu, þar sem
einungis þrjár myndir eru teiknaðar yfir
veturinn, og hægur vandi að ljúka við sex
myndir á sama tíma. Oskaði hann eftir
þessu af þvi að náminu var þá jafnframt
lokið í skólanum þennan sama vetur. Tjáði
skólastjóri nemanum að hann fengi ekki að
taka iðnteikninguna á skemmri tíma en
tveim vetrum. Þá var ekki annað en taka
þessu.
Næsta vetur býst neminn svo til að ljúka
iðnteikningunni.
Þá er honum, svo og þeim sem sama nám
stunda, tilkynnt að þeir fengju kennslu
útaf fyrir sig í þeirra faggrein og þyrftu
þess vegna ekki að sækja eðlisfræðitímana
í skólanum. Þetta var alveg prýðilegt.
Þeir sóttu tíma heim til kennarans og allt
gekk að óskum, en viti menn, einn dag er
þeim tilkynnt að kennslunni verði hætt.
Astæðan var sögð sú að þeir mættu svo
illa. Það skal viðurkennt að ekki voru allt-
af allir mættir, en kennslan var jafn nauð-
synleg fyrir það fyrir þá sem mættu.
Skólagjald þennan vetur var kr. 500.00
og bar nemanum að borga það sjálfum
samkvæmt samkomulagi við meistarann.
Spurði neminn skólastjóra að því í byrjun
skólaársins hvort hann þyrfti að borga
fullt gjald fyrir þessar tvær námsgreinar
sem eftir skamman tíma var svo aðeins ein.
Sagði hann svo vera.
Þess skal getið að nokkrmu dögum fyrir
prófin var þessum nemum tilkynnt að þeir
ættu að taka próf í eðlisfræðinni, sem þeim
var sagt að þeir þyrftu ekki að mæta í.
Bað neminn forstjóra fyrirtækis þess, sem
hann vinnur hjá að tala nánar við skóla-
stjórann um þetta, er hann kæmi að inn-
heimta gjaldið. Gerði hann það, en fékk
sömu svör og neminn, að hann yrði að
greiða fullt gjald. Lá málið þar með kyrrt
því enginn fær staðist yfirvaldið.
Samtíða ummræddum nema í skóla voru
tveir nemar úr öðrum landshluta og fóru
þeir fram á að fá að taka tvö seinni náms-
árin á einum vetri og var þeim veitt það,
en ef sú sögn er rétt, aðeins gegn því að
greiða tvöfallt gjald og sækja nokkra auka-
tíma.
Þetta var hægt að veita þó skólastjórinn
gæti ekki leyft einum nemanda að teikna
sex myndir.
Kannske hann hefði getað fengið að
Ijúka við teikninguna gegn því að greiða
tvöfalt gjald?
Hver veit?
En þennan vetur þurfti netninn að
greiða 500.00 kr. fyrir iðnteikningu sem var
einu sinni í viku.
Er þetta réttlæti?
GarSar Júlíusson.
Sendibréf ti! pabba
Sæll og blessaður pabbi ntinn, og þakka
þér fyrir síðast.
Nú er ég búinn að vera í tvö ár að læra
og fæ ég að 'vinna á verkstæði ef rigning
er eða rok, en áður var ég látinn rukka, ef
ekki var hægt að vinna úti.
Svenni frændi er búinn að læra og fór í,
sveinsstykkið um daginn, og var látinn
smíða hurð, en það hefur hann ekki fengið
að gera fyrr, því Gísli bróðir meistarans
smíðar allt á verkstæðinu.
Ég stunda skólann á kvöldin eftir vinnu,
og ef maður á ekki að vera sér til athlægis
í skólanum þá verður maður að læra á
nóttinni, því að um annan tíma er ekki að
ræða.
Það sagði mér sannorður maðui að skól-
inn, sko skólann hann ætti maður bara
að taka rétt.
Ennfremur sagði hann mér að það væri
alveg upplagt að borga tvöfalt skólagjald
á þriðja vetri, því þá væri þetta sko ekki
neitt, eða rétt svo sem.
Hún Sigríður sagði mér að fæðið myndi
bækka upp í kr. 980.00 fyrir næsta mánuð,
en hún sagðist ekki ætla að hækka leiguna
fyrir herbergiskitruna að svo stöddu, en
leigan er kr. 230.00 á mánuði núna.
Nú er kaupið mitt rúmar 9 kr. fyrir
hverjar sextíu mínútur.
Það sagði mér einn skólabróðir minn, að
fyrir nokkrum árum hefði einn maður feng-
ið að klára skólann á tveim vetrum og
hafði mjög svo litla menntun fyrir.
Ég ætla að hætta að vera í-iðnnemafé-
Iaginu pabbi, því að meistarinn minn sagði
mér, að það væru allt kommúnistar í þess-
um iðnnemafélögum og meira að segja, að
hann Siggi Jóns, sem alltaf hlustar á hann
Eystein, en aldrei á kommana, er nú sagð-
ur kommi síðan hann gekk í þetta iðn-
Sumarmorgun á
Heimaey
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur!
Úðaslæðan óðum dvín,
eins og spegill hafið skín,
yfir blessuð björgin þín
breiðir sólin geislakögur.
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur!
Sólu roðið sumarský
svífur yfir Helgafelli.
Fuglar byggja hreiður hlý.
Himindöggin fersk og ný
glitrar blíðum gei'slum í;
glaðleg anga blóm á velli.
Sólu roðið sumarský
svífur yfir Helgafelli.
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur!
Líti ég til lands, mér skín
ljómafögur jöklasýn;
sveipar glóbjart geislalín
grund og dranga, sker og ögur.
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur!
Sigurbjörn Sveinsson.
Þetta fallega kvæði er orkt af Sigurbirni
Sveinssyni skáldi i Vestmannaeyjum, sem
nú er látinn. Kvæði þetta nota Vestmanna-
eyingar við hin ýmsu tæikfæri, þegar þeir
koma saman, hér í Eyjum eða annars stað-
ar, og er þá jafnan notað sem þjóðsöngur
Eyjanna.
nemafélag og unir hann því mjög illa sem
eðlilegt er. Og finnst mér það eðlilegt, og
ert þú ekki sammála mér pabbi minn.
Pabbi, ég er að hugsa um að hætta að
vera í þessu iðnnemafélagi, en þú getur sagt
mömmu að ég fari stundum í K.F.U.M.
Jæja, það er bezt að hætta þessu rissi og
þú skilar heilsun frá mér til allra krakk-
anna og mömmu og Siggu Stínu á Efra-
Núpi.
Og vertu nú blessaður og sæll elsku
pabbi minn.
Þinn sonur, Tobbi.
P.s.
Pabbi viltu ekki senda mér gamla bedd-
ann minn, því að dívaninn minn er dottinn
í sundur.
Sami Tobbi.
I Ð N N E M 9 N N
7