Iðnneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Iðnneminn - 01.04.1953, Qupperneq 10

Iðnneminn - 01.04.1953, Qupperneq 10
GUÐJÓN HEIÐAR JÓNSSON: Friðrikshafnarför iðnnema Á síðastliðnu sumri lögðum við, dálítill hópur iðnnema, upp í ferða- lag til Danmerkur. Ætluðum við að taka þar þátt í norrænu æsku- lýðsmóti, sem haldið var á vegum Sambands lýðræðissinnaðrar æsku í Danmörku. Það er aðili að Al- þjóðasambandi lýðræðissinnaðrar æsku og eins og kunnugt er, ]>á er Iðnnemasambandið það einnig. I hvaða tilgangi var þessi för hafin og farin? Svarið fékk ég úr hugarvitund minni. Jú, þið farið til að sjá ykkur um, eftir því, sem kostur er, en þið farið lika og það miklu fremur til að vera þátttak- endur í samkomu, sem stofnað er til í nafni friðarins. I nafni mál- efnis, sem kemur ekki þér og þín- um við, heldur og ölhi mannkyn- inu. Okkur ætti að vera það fylli- lega ljóst, hvílíkar ægiplágur styrj- aldir og afleiðingar þeirra eru. Þess vegna ættum við að finna skyldu okkar í að styðja og styrkja þá menn og þau félagssamtök, sem vinna að hugsjón friðarins — jafn- rétti og bræðralagi meðal allra manna. Dagskrá móts þessa, sem haldið var í sumar í Friðrikshöfn, hefur }>egar verið rakin hér í blaðinu og þarf ekki frekari skýringa við. Á þessu móti lýðræðissinnaðrar æsku voru flestir þátttakendur frá norð- urlöndunum; þó voru þarna mætt- ir fjölmargir fulltrúar annarra þjóða. Þar sem málakunnátta margra okkar mun hafa verið takmörkuð, var nokkur ástæða til að efast um fullkominn árangur af félagslegri og persónulegri kynningu við þátt- takendur mótsins, en þeirri grun- semd var gert lágt undir höfði, vegna þeirrar framúrskarandi greiðvikni og hjálpfýsi, er við urð- um aðnjótandi í einu og öllu. Enda eignuðumst við þarna marga á- gæta vini, sem reyndust okkur ó- metanlegir. Kom leiðsögn þeirra og kunnátta sér vel fyrir okkur, ekki sízt í Kaupmannahöfn, en þang- að komum við fyrir mótið og einn- ig eftir slit þess. I Kaupmannahöfn gafst okkur kostur á að skoða hinar reisulegu skipa- og vélsmiðjur B & W, en tímans vegna gátum við ekki dval- ið þar svo léngi sem við óskuðum, en til mikils hagræðis var það, að íslenzkur starfsmaður fyrirtækis- ins leiðbeindi okkur. Héldum fyrst í safn, var þar meðal annars margt af fyrstu smíðisgripum fyrirtækis- ins, s. s. hreyflar, skilvindur o. fl. Þar gat að líta líkön margra skipa, meðal annars af Ægi. Goðafossi o. fk, en þessi skip hefur B & W smíðað fyrir okkur Islendinga eins og kunnugt er. Fróðlegt var að skoða sundur- skorin vélalíkön og geta fvlgst með gangi vélarinnar, aðcins ýta á rofa og gekk vélin þá 3 mín. eða þar sem næst. Ekki höfðu þó all- ir gripir safnsins verið ætlaðir til friðsamlegra afnota á sínum tíma, því þarna sást hríðskotabyssa. Hafði hún og margar aðrar verið smíðaðar fyrir dönsku frelsishreyf- inguna á stríðsárunum. Var sú vinna aðallega unnin um nætur. At' safninu héldum við til renni- verkstæðanna. Sýndust mér bekk- irnir margir gamlir, en gerðu sitt gagn engu að síður. I einum af hinum stærri var unnið við sveif- arás og var okkur tjáð, að hann mundi vega rúmlega 27 tonn, svo barnameðfæri verður hann vart kallaður. Ekki allfjarri fór fram prufukeyrsla véla og var þar ein, sem fara á í eitt okkar nýju skipa. Að síðustu var numið staðar í rafstöð fyrirtækisins, höfðu þeir smíðað allar vélar, sem þar voru, svo hún var að mestu eða öllu leyti al-dönsk. Tími sá, er við eyddum í að skoða stærstu vélsmiðju norður- landa var á þrotum. Hann var því miður stuttur, en engu að síður fróðlegur og skemmtilegur. Fjöldi járniðnaðarmanna eru skiljanlega þarna við nám, en við höfðum engan tíma til að tala við þá um kjör þeirra né annað. En ef ein- hvern fýsir að kynnast því, mun skrifstofa I.N.S.I. veita þar upp- lýsingar eftir því sem kostur er á. Ákveðið hefur verið, að næsta alþjóðamót æskunnar verði í Rú- meníu og nú á komanda sumri. Gaman væri ef íslenzkir iðnncmar gætu átt þátttakendur þar. Kostn- aði mun verða stillt í hóf, eftir því sem mögulegt er og upplýsingar um mót þetta munu fást hjá Iðn- nemasambandi Islands. (------------------------I IÐNNEMAR ATHUGIÐ Heimilisfang Iðnnemasam- bands íslands er eftirleiðis: IÐNNEMASAMBAND ÍSLANDS Óðinsgötu 17, Reykjavík. 10 IÐ N N E M I N N

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.