Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 2
Iðnnemasamband Islands SkólavörSustíg 1 9 101 Reykjavlk Sími: 551-4410 Bréfsími: 551-441 1 VefsíSa: www.insi.is Upplýsinga- og réttindaskrifstofa INSI er opin alla virka daga fró kl. 9:00 til 17:00. IÐNNEMINN i—H— 2. tbl. 65. árg. maí 1997 Ritstjóri: Elsa Þóra Eggertsdóttir Ritnefnd: MatthíaS Skúlason, Hjörtur Jónsson, Eyþór Frímannsson, Gréta Rún Arnadóttir og Drífa Snædal. Abm.: Drífa Snædal Prófarkalestur: Sæmundur Árnason Umbrot: Reykvísk útgáfa sf. Prentvinnsla: Hagprent-lngólfsprent iSnneminn er gefinn út á tveggja mánaSa fresti í 10.000 eintökum. iSnneminn er sendur endurgjalds- laust heim til allra iSnnema og til rúmlega 5.000 iSnfyrirtækja, meistara og stofnana. Þá er hinn langþráði 1. maí runninn upp, dagur vinnandi fólks. Eftir öll verkföllin og allar kjaradeilurnar undanfarið þá er það von mín að allir sem vettling geta valdið fari í göngu og gangi á eftir sínum fána. Ef þau átök undanfarið gefa ekki tilefni til þess að fara í göngu þá held ég að aldrei verði tilefni til þess að fylkja liði og sína samstöðu með sínu félagi og hinum félögunum. Þannig kæru félagar fyllið göturnar og sýnið samstöðu í \’crki! A Iðnnemasambandinu hefhr allt verið á ferð og flugi í sambandi viö kjarasamningana, allt annað hefur því miður verið sett til hliðar, en það er ósk okkar að þessu fari nú aó linna svo lífið fari nú að verða eðlilegt á ný. Eldd mun verða fjallað um samningana núna þar sem ekki var búið að samþykkja þá innan félaganna áður en blaðið fór í vinnslu. Unt leið og samningarnir hafa verið samþykktír þá mun verða hægt að hafa samband hingað á skrifstofuna til þess að afla sér upplýsinga um þá. Iðnnemasambandið er tengt netfanginu núna þannig að allir þeir sem hafa aðgang að netinu geta nýtt sér þessa þjónustu. Ekki þarf lengur að sitja við símann eða myndritann heldur er hægt að koma sér vel fyrir fyrir framan tövluna sína og pikka inn heilu blaðsíðurnar af efni í Iðnnemann. Netfangið mitt er: ritstjori@insi.is., því miður eru fáar afsakanir teknar til greina eftir þessa tækninýjung, sem ég er meira að segja búinn að læra á! Næsta blað mun koma út í byrjun september, mun þema þess blaðs verða skólar, skólafélög og réttindi nerna í skóla. Mcð von um pátttöku nema í nœsta blaði, baráttukveðjur, ritstjóri 2 I ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.