Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 21

Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 21
Heimsmót æskunnar á Kúbu Undanfarna áratugi hafá verið haldin heimsmót æskunnar á nokkurra ára fresti. Síöast var haldið mót í Norður-Kóreu árið 1989. Núna í sumar ætlar Kúba að bjóða til sín ungu fólki frá öllunt heimshornum og er búist við að um 10 þús. manns sæki Kúbu heim. Nú þegar hef- ur ungt fólk frá 102 löndum rneldað sig til þátttöku og munu þátt- takendur búa hjá kúbönskum fjölskyldum og taka þátt í daglegu lífi þeirra. Heintsmót æskunnar er að þessu sinni tileinkað því að 30 ár eru liðin frá dauða Che Guevara en hann tók þátt í byltingunni á Kúbu árið 1959 og var þar í fararbroddi ásarnt Fidel Castro. A ráðstefnunni munu hin ýmsu mál sem sérstaklega snerta ungt fólk bera á gónta en ekkert verður ráðstefnunni óviðkomandi. Það má til dæmis nefna misrétti, rasisma, atvinnu, jafnrétti, menntun, mannrétt- indi, heilbrigði, menning, námsmannasamtök og umhverfismál. Heimsmótið hefst með opnunarhátíð þann 28. júlí og svo fylgja 10 daga ráðstefna og hátíöarhöld í kjölfarið. Þann fimmta ágúst mun ráðstefnunni svo ljúka með samstöðugöngu og kveðjuhátíð í Havana. Öllum kostnaði veröur haldið í lágmarki og sarnið hefúr verið um fargjöld á vægu verði frá m.a. London. Öllum er velkontið að taka þátt í ráðstefnunni og er hægt að leita nánari upplýsinga á skrifstofu INSI eða hjá vináttufélagi Islands og Kúbu. / Ahugaverður kostur fyrir ungt fólk Iðnnám er áhugaverður kostur fyrir ungt fólk. Samiðn er sambandstéttarfélaga íbyggingar- Iðnnám er mikilvægur þáttur í menntakerfi þjóðarinnar iðnaði’ má‘"f "aðiÁ bílið"aði; sarðyrkju ° r rj og netagero. 1 Samion er 31 felag um lana og það er lykill að fjölbreyttum og spennandi störfum. aiit með um 5500 félagsmenn. Ný tækni kallar á samfellt nám alla ævina. Símenntun eykur starfshæfni iðnaðarmanna og styrkir samkeppni fyrirtækja í nútímaþjóðfélagi. Samiðn beitir sér fyrir öflugri iðnmenntun með virkri þátttöku í skólastarfi og með tækninámskeiðum hjá fræðslumiðstöðvum iðngreinanna. JllL. l|r Samiðn SAMBAND IÐNFÉLAGA Suðurlandsbraut 30. 108 Reykjavík. Sími 553 6000. Fax 568 1026. Heimasíða: httpiHwww. rl. is/samidn. html

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.