Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 15

Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 15
A Kúbu, líkt og bér, stunda fœrri ibn- og starfsnám en þörf er á. Mayka Cuerrero fyrir mibju. Heimsókn frá Kúbu Skemmst er að minnast þess er undirrituð hélt á vit ævintýranna og kommúnismans á Kúbu og sat þá ráðstefnu Alþýðusambands Kúbu. Þar sem Iðnnemasamband Islands hefur lengi lagt mikið uppúr alþjóð- legum samskiptum þá notuðum við tækifærið og buðum í heimsókn Mayka Guerrero frá Kúbu þegar hún var hér á landi á vegum Vinafélags Islands og Kúbu. Við forvitnuðumst um hagi námsmanna á Kúbu og þá sérstaklega iðnnema. Mayka er nemi í kjarneðlisfræði og skipar sér framarlega í fylkingu háskólanema á Kúbu. Félagið telur um 110 þúsund félagsmenn en 99% háskólanenta á Kúbu eiga aðild að félaginu þó það sé ekki skylda. Félagið stendur fyrir alls kyns félagsstarfsemi en gegnir einnig hlutverki hagsmunafélags. Síðasta þing félagsins var haldið 1995 og sat sjálfúr Fidel Castro þingið. Eitt af baráttumálum stúdenta þá var að fá ferðakostnað- inn til og frá skóla lækkaðan og var tekin ákvörðun í samráði við Castro um að það skyldi gert. Þess má geta að á Kúbu fá námsmenn styrk til að sinna sínu námi og þeir sem þurfa að sækja nám langt að fá pláss á heima- vist sér að kostnaðarlausu. I skólunum er boðið uppá heitan mat og <>11- um kostnaði námsmanna er haldið í lágmarki. A móti kemur að allir framhaldsskólanemar halda á einhverju stigi náms síns út á iand að taka þátt í sykuruppskerunni, þannig má nefna að þegar ég var á Kúbu var torsótt að tala við iðnnema þar sem þeir voru önnum kafnir við sykuruppskeruna. Kúbanska þjóðin er afburða vel menntuð og eru allir hvattir til að stunda nám sem lengst og hefur það komið nokkuð niður á iðnnámi. Að loknu námi ábyrgist ríkið að allir fái vinnu við sitt hæfi en borið hefúr á skorti á iðnaðarmönnum. Kúba á við sama vandamál að stríða og við þekkjum svo vel hér heima, að mun fleiri sækja í langskólanám en iðnnám. Nántskynningu virðist þó vera betur háttað þar en hér og nemendur geta heimsótt ýmsa vinnustaði, sótt ráðstefnur og kynningarfúndi, einnig kynnt sér hin ýmsu störf áður en ákvörðun um nám er tekin. Iðnnemar á Kúbu eru hluti af landssambandi sem virðist vera sambærilegt \'ið félag framhaldsskólanema hér á landi. Iðnnemar hafa þó ekki sin eigin samtök en það er sjáifsagt einsdæmi hér á landi. Iðnnám hefst við 16 ára aldur og stendur í fjögur ár. Sumir sem stundað hafa iðnnám halda svo áfram í háskólanám en það er ekki algengt. Til að komast í háskólanám þarf að ná ákveðinni einkunn úr framhaldsskóla og þykir það bera vott um slakar einkunnir ef fólk fer í iðnnám. Þó að Kúba sé svo fjarri okkur á heimskortinu þá er fúrðu margt sam- eiginlegt með þessum eyríkjum. Bæði eiga við það vandamál að etja að færri stunda iðn- og starfsnám en þörf er á. Það virðist vera einkennandi fyrir flest ríki að bókin þyki æðri en handverkið og að þeirri þróun þurfi að snúa við eigi ríkin að geta staðist samkeppni sem iðnríki. Iðnneminn 15

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.