Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 7
Fram til ársins 1986 voru laun nema próscntutengd við laun sveina. Það ár samdi ASÍ prósentutenginguna af nemum. Iðnnemasamband íslands lýsti að sjálfsögðu mikilli andstöðu við þessar aðferðir og varaði við ftfleiðingunum. Síðan eru liðin tíu ár og svartsýnisspár iðnnema eru orðnar að veruleika. Kaup iðnnema hafa fárið hríð versnandi og ncmur arý'rnunin alls um 30%. Allar götur síðan hefur barátta iðnnema snúist um það að fá leiðréttingu á því sem samið var af okkur fyrir áratug. Al- þýðusambandið hefitr hins vegar ekki sýnt mikinn áhuga á að bæta úr þeim skaða sem þeir uröu valdir að. Þetta geta flestir sem lokið hafa grunndeild í iónskóla staðfcst og sannreynt. Engu að síður er flestum iðnnemum boöin sama prósentuhækkun og aðrir og mega þeir teljast ánægðir sem fá fimmhundruðkall auka í launaumslagið. Margir iðnncmar sem þóttust geta veitt sér eina bíóferð á mánuði að loknum kjarasamningum urðu fyrir vonbrigðum því allir vita að fimmhundruðkall dugar ekki fyrir bíómiða, hvað þá poppi og kóki. Ekki svo að segja að aðal krafa Iðn- nemasambands íslands sé bíóferð fyrir alla iðnnema en að geta fætt sig og klætt hefur löngum þótt sjálfsögð mannréttindi. Þau mannréttindi eru brotin á iðnnemum. Kjarasamningarnir Um þessar mundir kcppast verkalýösfélögin við að lýsa yfir ágæti samn- inganna. Alþýðusambandið hefur talað um tímamótasamninga og Vinnuveitendur þykjast hafa verið hlunnfarnir. Við spyrjum hvaða tíma- mótasamningar cru það sem gefa verkafólki 70 þúsund króna lágmarks- laun þegar framfærsluvísitalan er 120 þúsund. Þetta eru samningar sem færa verkafólk aðeins nær því að geta liíá af laununum, ekkert meira. Viö lifiim í þjóðfélagi þar sem forráðamennirnir eru með fleiri hundruð þús- unda króna í mánaöarlaun og skammta sér brauðið cftir hentisemi. Þegar kemur að kjarasamningum hinna almennu launþega virðist svo ekkert vera eftir til að spila úr og almenningur þarf láta sér lynda lúsalaun. Það cr veikt þjóðfélag sem sýnir hinu vinnandi fólki slíka lítilsvirðingu. Það er vcikt þjóðfélag þar sem forystumenn verkalýðshrcyfingarinnar tala um tímamótasamninga þegar fólk þarf að vinna 16 tíma vinnudag til að eiga fyrir brýnustu nauösynjum. Menntun Þaö hcfur lengi þótt kurteisisleg venja í kosningabaráttu að minnast á bætta iðn- og starfsmenntun en það hefur aldrei þótt til siðs að fylgja því eftir. Þjóðin stendur nú frammi fyrir því að megnið af verkafólki er ófag- lært og stendur það ekki til bóta. Reyndar hafa t’eriö byggðir næir verk- menntaskólar á heimsmælikvarða á undanfornum árum en fjármagnið fyrir þeirn á að sækja bcint í vasa nemendanna. Skólagjöld hafa verið hækkuð, efnisgjöld hafá aukist og nú siðast datt Birni Bjarnasyni það snjallræði í hug að rukka nemendur sem ekki standast próf um fallskatt. Þegar nemendur kvarta er þeini bent á að þcir eru ckki lengur skyldugir að greiða skólafélagsgjöld og þurfa því ekki að taka ncinn þátt í félags- störftim innan skólans nema þcir hafl cfni á því. Þvílíkur munur. Stað- reyndin er hinsvegar sú að ekki dugar að byggja skóla fyrir tnilljarða króna ef enginn hefiir efni á að stunda nám í þeim. Iðnnemasambandið hefur lengi bent á þörfina fyrir betri námsráðgjöf í grunnskólum. Til þess að fá hæfustu einstaklingana til að stunda iðn- og verknám þarf að gera nemendum grein fyrir þeim möguleikum sem bjóö- ast. Nauðsynlegt er aö afnema efniskostnað í iðnnámi en dærni eru um að iðnnemar þurfi að greiða allt að 100 þúsund krónur í efniskostnað á ári hverju. Það sjá það því allir að ekki ríkir jafnrétti til iðnnáms frekar en annars framhaldsnáms. Á fyrsta maí 1997 er það krafa Iðnncmasambands Islands að hverjum og einum sé gert mögulegt að stunda þaó nám sem hugurinn stendur til. Iðnnemar krefjast þess aö vera mctnir að verðleikum og fá grcitt sam- kvæmt vinnuframlagi. Við krcfjumst þess að geta bæði menntað okkur og borðað.Við munum ekki sætta okkur viö þá svívirðu að vera metin ódýrt vinnuafl. Kjör iðnnema Alþýðusamband íslands heíúr lýst því sem opinberri stefnu sinni að iðnnemar gangi inn í sveinafélögin. Nú þegar eru rnargir iðn- nemar aðilar að viðkomandi sveinafélagi en sú tilhögun hefúr reynst misjafnlega. Kemur það best fram í nýgerðum kjarasamningum hvaða sveinafélög meta sína ncnia að W verðleikum. En innan nokurra félaga hafa iðnnemar náð fram ákveðinni leiöréttingu á sínurn kjörum. Þau félög hafa það sammcrkt að þar hafa nemarnir fengið aö korna að kjarasamningum. Þess væri óskandi að fleiri félög tækju í sama streng en þrátt fyrir áratuga baráttu standa iönnemar í þeim sporum að þurfa fyrst að semja við sveinafélögin og ASI áður en haldið er í Karphúsið. Þegar sest er að samningaborðinu kemur svo oftar en ekki í ljós að sveinafélögin sýna lítilsvirðingu sína p gagnvart nemum með því að nota þá sem skipti- mynt. Mörg sveinafélög í landinu mcta iönnemana sem ódýrt vinnuafl og eru fullkomlega sátt \ið þá tilhögun. En iðnncmar eru ekki sáttir. I þeim kjaraviðræðum sem liafa átt sér stað fyrir nerna utan sveinafélaga var komið á fót samn- inganefnd sem samanstóð af tveim svcinum og fjórum nemurn. Þegar þessi samninganefnd átti fund mcð fúlltrúa Vinnuveitendasambands Islands kom það ský’rt fram að vinnuveitendur hugðust ekki eiga viðræðu við iðnnema um þeirra kjör. Vinnuveitcndasambandiö hefur aldrei viðurkennt samningsrétt Iðnnemasam- bandsins og hafa hunsað kröfúr iðnncma hvað cftir annað. Ljóst er aö vinnuveitendur munu seint sjá sóma sinn í því að grciða nemum lágmarks ffamfærslulaun. Sú hugsun læðist að manni að Vinnuveitendur standi í þeirri trú að iðnnemar þurfi ekki sömu lágmarkslaun og aðrir. Það hlýtur því að vcra okkur metnaðar- mál að leiða launagreiðendur i sannleika um það að iönnemar þurfa að borða jafn mikið og aðrir. Iðnnemar borga einnig sömu leigu og annað vinnandi fólk og gera sömu kröfur til iífsins og hinn almenni launþegi. I stuttu máli sagt þá eru iðnnemar ekki sér þjóðflokkur sem hcfur þróað mcð sér færni í að lifa af engu. Þær tölur sem þjóðhagsstofnun er að birta um lág- marks framfærslu á líka við um iðnnema. Fjögur komma sjö prósent af engu er ekkcrt. I ð n n e m i n n 7

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.