Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1999, Síða 16

Iðnneminn - 01.10.1999, Síða 16
Er iðnnemum sama um umhverfi sitt? / sumarbyrjun var haldin á Islandi ráð- stefna á vegum OBESSU um iðn-og starfsmenntun í Evrópu. I’að var eng- in tilviljun að þessi ráðstefna var haldin hér í Reykjavík. Fulltrúar BÍSN og INSÍ hafa barist fyrir því að verkefni um iðn-og starfsmenntun innan Evrópu verði sett ofarlega á blað enda þörfin brýn. Stjórn OBESSU og undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar höfðu lagt mikla vinna í að fá fulltrúa iðnnema til þátttöku en án rnikils árangurs. Þetta endur- speglaði núverandi ástand í þessum málum. I’að er því miður staðreynd að einhverra hluta vegna er allsstaðar jafn erfitt að fá iðnnema til að sameinast. Iðnnemasamband íslands var lengi vel eina aðildarfélagið innan OBESSU sem starfar fyrst og fremst fyrir iðnnema. I’essi staðreynd gerir okkur hér á Fróni sérstök og er full ástæða til að vera stolt af því. Hitt er ann- að mál að virkir félagar eru alltof fáir. Hin raunverulega ástæða fyrir þessu er óljós en margt spilar þar inní. Þar má nefna stutta veru í skóla, nemar eru sundraðir úti á vinnumark- aðinum og margt fleira. essi sundrung iðnnema var töluvert rædd þar sem það er að mörgu leiti okkar hlutverk að bæta nám, laun, aðbúnað og það sem að okkur snýr. Orð stjórnmálamanna og hljómfagrar reglugerðir virka ekki einar og sér. Mikilvægi iðnmenntun- ar er víðast hvar viðurkennd en það gleymist að hlúa að henni. Eg leyfi mér að bæta við að virð- ing fyrir nemum og iðnaðarmönnum sé af skornum skammti. Sú gamla kenning að iðn- menntun sé fyrir fólk af takmörkuðum gáfum ætlar að verða langlíf, hún lifir allavega góðu lífi í dag, ekki bara á íslandi heldur víðast hvar í Evrópu. Almennir menntaskólanemar “það er nú fólk sem ætlar sér hluti í lífinu”. Jafnvel virðist sem það sé finna að vera atvinnulaus með háskólapróf en að vera iðnaðarmaður í vinnu við það fag sem viðkomandi hefur valið sér. Boltinn liggur hjá okkur. Við erum mikilvægir þegnar í samfélagi nú- tímans. Þetta viturn við og það er okkar að opna augu þeirra sem halda enn að við höfum ekki valið af fúsum og frjálsum vilja. Að lokum langar mig að minnast á sláandi hlut sem átti sér stað á þessari ráðstefnu. Ég bendi á að þátttakenndur voru fulltrúar skólafélaga alls- staðar frá Evrópu í heildina, fólk sem lætur sig ntenntamál varða. Við áttum að teikna mynd af dæmigerðum iðnnema. Tíminn var naumur svo engin listaverk urðu til en skjldust þó greini- lega. Sumar voru af fólki með hendur í vösum, gjarnan með sígarrettu lafandi í öðru munn- vikinu og jafnvel bjór í hendi. Alvarlegastur var þó óhamingju- og sinnuleysissvipurinn sem var öllum þessurn fígurum sameiginlegur, hið aug- ljósa vonleysi fórnarlambsins. Katrín María Káradóttir Alþjóðafulltrúi INSÍ Trönuhrauni 5 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 555 4745 • Fax: 565 2005 16 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.