Ljósberinn


Ljósberinn - 14.01.1922, Qupperneq 2

Ljósberinn - 14.01.1922, Qupperneq 2
2 L.TOSBERINN þessu ári, og mætti gróðursetjast í hjörtum ykkar og bera blessunarríkan ávöxt fyrir alt ykkar líf, svo þið getið sungið einum rómi: Vér smáváxnir erum, en citt sinn verðum menn, og efnum svo heitin, sem gjörð hér voru þrenn: Að hiðja og starfa og styðja hið þarfa, það gjörir oss djarfa og dugnað eykur senn. ----0----- »Guð hefir bannað það«. pað var venja mömmu að lesa eitthvað fyrir börnin sín á kvöldin. Hún átti þrjú börn, þessi mamma. Ein sagan sem hún las var af drengjum, sem stálu eplum og perum úr görðum nábúa sinna. þeg- ar hún var búin að lesa dálítið af sögunni, þá nam hún staðar, til þess að tala við börnin um það, sem hún var búin að lesa. „Hvers vegna megum við ekki hegða okkur eins og þessir drengir, og taka það, sem aðrir eiga? Hverju svarar þú, Villi minn?“ „Af því við megum það ekki“, svaraði Villi. „En hvað finst þér, Halli?“ spurði hún hinn bróðurinn. „Af því að þá gætum við lent í fangelsinu fyrir það“, svaraði Halli. „Jæja, María litla, nú er komið að þér! Segðu mér nú, hjartað mitt, af hverju megum við ekki stela?“

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.