Ljósberinn


Ljósberinn - 22.07.1922, Side 6

Ljósberinn - 22.07.1922, Side 6
230 LJÓSBERINN Betra er sjálfur að hafa en sitt barn að biðja. Bóndi nokkur var einkar góðsamur, en ekki for- sjáll að því skapi. Hann skifti öllum eigum sín- um milli barna sinna, því að hann hugsaði sem svo, að þau mundu þá verða því þakklátari við hann, því að nú væri það ekki aðeins skylda þeirra að ala önn fyrir honum, heldur ætti hann það nú skilið fyrir það að fara svona vel með þau. En hon- um varð ekki kápan úr því klæðinu. Börnin þóttust nú vita, að þau ættu ekki von á neinu framar af hans hendi; þau skiftu sér því ekkert af honum, svo að hann komst í mestu örbirgð og volæði. En þá hugkvæmdist honum ráð, sem dugði. Hann kallaði þau öll fyrir sig og sýndi þeim kistil, vandlega inn- siglaðan, og sagði við þau: „í þessum kistli á eg dýrmætustu gimsteinana og gripina, sem eg vil að haldist í ættinni mann fram af manni; þeim skifti eg ekki á milli ykkar hérna um árið, því að eg vissi ekki, hvernig þið munduð fara með þá; en nú ætla eg að ánafna þá alla því barninu, sem bezt fer með mig“. Börnin bættu nú ráð sitt og gerðu honum alt það gott, sem þau gátu, alt til þess er hann dó; þau héldu hvert fyrir sig, að þau fengju þá því meira af gripunum og gimsteinunum. þegar þau voru búin að fylgja föður sínum til grafar, þá opn- uðu þau hið bráðasta kistilinn með mikilli eftirvænt- ingu; en þau fundu þar þá ekkert nema hamar og stóran nagla; hjá þessum dýrgripum lá seðill og á hann voru rituð þessi orð: „það er vilji-minn og skipun mín, að þessi nagli

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.