Ljósberinn


Ljósberinn - 04.08.1922, Side 7

Ljósberinn - 04.08.1922, Side 7
LJÓSBERINN En nú hefir gripið hann svo sterk löngun að fara og skoða sig um í heiminum, að hann bað föður sinn um peninge. til þess að hann gæti komist í burtu. Faðir hans skifti þá öllu, sem hann átti, í vissa hluta, og lét hann hafa einn hlutann. Svo fór hann á stað og þóttist vera góður, að vera kominn að heiman og ráða sér nú sjálfur. Og nú ferðaðist hann um mörg lönd cg vann ' ekki neitt, en eyddi því, sem ha.nn hafði fengið heima, með vondum félög- um, sem tældu hann til þess að gera það, sem ljótt var og ósæmilegt. Á myndinni í neðra horninu, vinstra megin, sjáum við hann í hinum vonda fé- lagsskap að svalla og eyða því, sem faðir hans hafði látið hann fá með sér. Og áður en hann vissi af, var hann búinn með alla peningana, og þá átti hann ekki lengur neina vini. þeir yfirgáfu hann þegar pen- ingarnir voru þrotnir. Og nú stóð hann eftir slyppur og snauður. þá vissi hann ekki hvað til bragðs skyldi taka, því hann hafði ekkert til að borða.. Og það var mikið hungur í því landi. Hann fór þá upp í sveit, til bónda. eins, sem átti mikið af svínum, og bauðst til að gæta þeirra. Og svo var hann oft svangur, að hann langaði til að seðja sig á því, sem svínin átu. Nú fór hann að hugsa heim. Hann hugs- aði nú um, hvað vel sér hefði liðið heima,, þar sem hann lék sér áhyggjulaus þegar hann var drengur, og hve rangt hefði verið af sér a,ð yfirgefa heimilið sitt og föður sinn, sem altaf var svo góður við hann. Og við sjáuni á myndinni, þar sem hann er hjá svín- Unum, hvernig hann horfir í áttina. heim. pá greip hann svo sterk löngun til að komast heim, að hann

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.