Ljósberinn - 04.08.1922, Síða 4
LJÓSBERINN
Dýrðlegur draumur.
Og sjá, eg er með þér og varðveiti
þig, livert sem þú fer.
(I. Mós. 28, 15.).
petta sagði Guð við Jakob ísaksson. Og hið sama
segir hann við okkur, ef við kappkostum að ganga
á hans vegum.
Jakob hafði aldrei farið neitt að heiman frá for-
eldrum sínum. Hann hafði verið óskabarn mömmu
sinnar, lifað kyrlátu lífi og ekki verið neinn æfin-
týramaður, eins og Esaú bróðir hans. Nú átti hann
að leggja af stað í langferð, til „framandi lands“;
en Guð var með honum. Lítinn farangur
hafði hann, og engan þjón eða fylgdarmann. Og þó
hefir enginn konungssonur nokkurntíma ferðast með
göfugra föruneyti en hann. því að þegar hann lá
og svaf undir beram himni, vöktu englar Guðs yfir
honum og Guð sjálfur talaði við hann.
það er sem sé sagt frá því, að þegar hann var á
þessari ferð, lagðist hann eitt kvöld til svefns úti
á víðavangi og hafði stein undir höfðinu. Dreymdi
hann þá að hann sá stiga, sem stóð á jörðu og náði
til himins; og englar Guðs fóru upp og niður stig-
ann. En Guð sjálfur kom til hans og sagði: „Landið,
sem þú hvílist á, mun eg gefa þér og niðjum þín-
um. Og af afkvæmi þínu munu allar ættkvíslir jarð-
arinnar hljóta blessun. Og sjá, eg er með þér og
varðveiti þig, hvert sem þú fer.
Ó, hve dýrðlegur draumur! pað var engin furða
þó að Jakob yrði frá sér numinn, enda varð hon-