Ljósberinn


Ljósberinn - 02.02.1924, Síða 2

Ljósberinn - 02.02.1924, Síða 2
34 LJÓSBERINN Sögurnar hennar mömmu. (Æfintýri). Teknar úr »Hjemmet«. — Eftirprentun bönnuð. Litli skógarþrösturinn. Páll litli var lengi búinn að liggja veikur; hann var svo veikur fyrir brjóstinu og var alt af í rúminu. Hann var búinn að liggja alt sumarið og var þá löng- um að hugsa um, hve það væri yndislegt að fá að leika sér hjá tjörninni niður við ána. Eina skemtun- in hans var að horfa á alla fuglana, sem flugu fyrir gluggann. Og beint fram undan glugganum hans var hreiður í reynitrénu, og því hafði Páll svo mikið yndi af, því að hann sá, þegar fuglarnir voru að fljúga til og frá. þegar ungarnir skriðu úr eggjunum, heyr'ði hann tístið í þeim, og þegar þeir stækkuðu, settust þelr á hreiðurbrúnina og voru að reyna vængina sína. En einu sinni lyftu ungarnir sér til flugs ofurlítið og þrastamamma sat á hreiðurbrúninni, svo himin- glöð yfir þeim; en þá kom steinn þjótandi og hitti hana vesalinginn. Páll æpti hástöfum, þegar hann heyrði í henni kveinið, og svo var honum líka sagt, hver kastað hefði steininum, því að Hans frændi hans kom inn, allur ljómandi af fögnuði, og sagði frá því, hvað „vel sér hefði tekist að hæfa þrastamömmu, heimskingjann litla“. „Ó, hvað þú ert slæmur“, hrópaði Páll grátandi. „Hvað hefir vesalings litli fuglinn gert þér, svo að

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.