Ljósberinn


Ljósberinn - 26.04.1924, Page 4

Ljósberinn - 26.04.1924, Page 4
132 LJÖSBERINN hún drenginn; hann kraup fyrir framan stólinn sinn og hvíldi höfuðið á krosslögðum höndunum sínum. Hún gekk til hans og lagði hægt hendina á enni hans. — en hrökk aftur á bak, — ennið var ískalt.------ parna hafði Róbert sofnað út frá bæn daginn áður, — og friðarins engill hafði svo leitt hann úr svefn- inum inn í dýrðarríkið, nú var „þreytta hjartað hvílt og horfið sérhvert böl“. Kóróna lífsins var sett á höfuð honum. Idann hafði elskað Jesú og Jesús liafði birst hinum fátæka munaðarlausa dreng, sem ekki gat án hans lifað. Hjartans ósk sína hafði hann fengið uppfylta, að mega neyta heilagrar kvöldmáltíðar, og nú var hann heima hjá Jesú. — Hjartað litla — en þó stóra — var hætt að slá og heilagur friður hvíldi yfir hinum fram- liðna unga sveini. Nokkrum dögum síðar hringdu kirkjuklukkurnar til jarðarfarar. Hvílík jarðarför, — múgur og margmenni — æðri sem lægri. Hver var þar borinn til hinstu hvíldar? — Var það litli umkomulausi niðursetningurinn hann Róbert? — Jú, vissulega var það hann. Hvaðanæva að streymdi fólkið til þess að fylgja til grafar hon- um, sem var svo fátækur, — en þó svo ríkur. Grátur- inn hafði því nær tekið fyrir mæli prestsins, þegar hann yfir gröfinni framflutti þessi frelsarans orð: „Eg vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefir hulið þetta fyrir spekingum og hygginda- mönnum og opinberað það smælingjum“. (Matt. 11, 25).

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.