Ljósberinn


Ljósberinn - 13.12.1924, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 13.12.1924, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN 399 fara; en ást hans á gömlu matmóður sinni varð yfir- sterkari — hcnum hefir ef til vill fundist hún vera svo ein osr yfirgefin og þyrfti því verndar við af sinni hálfu. „En hvað þú ert indæll!“ sagði hún og klappaði honum viknandi. „Og eg, sem gerði þér svona rangt til!“ það lá við, að hún færi að biðja Karó fyrirgefn- ingar. I vikunni, sem í hönd fór, átti Dóróþea æði ann- ríkt. Hún þurfti að þvo og hreinsa tvær stofur. Hún þurfti að dusta og fægja gömlu húsgögnin og setja upp gluggatjöld, og viðkunnanlegra var að hafa ábreiðu undir borðinu. „Marta hefir víst ekki nema tvö rúm“. Iíún greikkaði sporið. það var eins og hún væri fjöðrum fengin af þessum hugsunum sínum. Hún hlakkaði blátt áfram til þess að koma þessu öllu á veg. þegar hún kom inn í stofuna sína, var eldurinn á arninum að kulna út, en samt var þar hlýtt og nota- legt inni, alveg eins og í fyrri daga, þegár hún gekk í kringum blessað jólatréð með foreldrunum sínum sælu. Hún gaut hornauga út í homið hjá aminum, til að vita, hvort jólasveinninn litli stæði þar enn. En þótt hún sæi engan standa þar, þá kinkaði hún þó kolli þangað og sagði við sjálfa sig: „Ætli hann sé nú ekki ánægður við mig?“ Og ein- hver rödd hið innra hjá henni svaraði: „Já, Dóróþea Williams! Nú ertu búin að finna sjálfa þig, nú ertu aftur orðin eins og litla stúlkan, sem jólasveinninn mundi svo vel eftir“.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.