Ljósberinn - 13.04.1929, Blaðsíða 1
IX. árg.
Reykjavík, 13. apríl 1929.
15. tbl.
Dauði og líf,
Sunnudagaskólinn 14. apríl 1929.
Lestu: Mark. 5, 22.-24. og' 35.-48.
Lærðu-i Sálm. 50, 15.
Ákalla mig á degi neyðarinnar;
ég raun frelsa þig, og pú skalt
vegsama mig.
I'egar Jesús dvaldi hér á jörðunni,
sýndi liann pað oftsinnis að hann hafði
undravert vald yíir dauðanum. Eina frá-
söguna um pað eigum við nú að lesa
og íliuga.
Jaírus samkundustjóri átti 12 ára
gamla dóttur; hún var svo veik, að
henni var ekki hugað líf. Pá tók faðir
hennar pað ráð, sem ávalt hefir reynst
bezt. Hann kom til Jesú, fóll honum til
fóta og bað hann að leggja hendur yfir
barnið, svo hún yrði heil og héldi lífi.
»Og hann fór með honum«, segir í text-
anum, varð strax við bæn hans. Pað eru
huggunarrík og gleðileg orð, sem við
skulum festa okkur vel í minni, pví pau
sýna hve góður Jesús er.
Pegar Jaírus var búinn að fela Jesú
barnið sitt, purfti hann ekkert að ótt-
ast, ekki einu sinni pó boð kæmu að
heiman að alt væri um seinan, barnið
væri dáið. »Vertu óhræddur, trúðu að-
eins«, sagði Jesíis. Það var skilyrðið
sem mikið var undir komið. Grátur og
kvein fyltu húsið, par sem barnið lá,
en pað aftraði Jesú ekki heldur frá [>ví
að gera pað, sem hann var beðinn um.
Hann hefir líka séð að sá grátur hefir
ekki átt sér djúpar rætur. Þeir hlógu að
honum, .pegar hann sagði að stúlkan
væri ekki dáin, heldur svæfi. Peir fengu
ekki að vera við er hann vakti stúlk-
una til lífsíns aftur. Pá skorti trúna, og
pví hlógu peir.
Dyrnar milli lífs og dauða, sem eru
lokaðar, getur enginn opnað nema hann
sem hefir lykla dauðans í hendi sinni,
»pví að eins og faðirinn uppvekur dauða
og lífgar pá, pannig lifgar sonurinn pá,
sem hann vill« (Jóh. 5, 21).
Dauði og líf eru í hendi hans, einnig
dagur og stund. Sá, sem elskar Guð,
hugsar oft um alvöru lífsins og komu
dauðans. Hann, kappkostar að lifa svo
að hann sé ávalt viðbúinn, hvenær sem
dauðann ber að. Pannig ættum við öll
að vera; en okkur hættir svo mjög til
að hrynda slíkum hugsunum frá okkur
og pess vegna kemur dauðinn svo oft
að óvörum. Jaírus leitaði til frelsarans
á síðasta augnabliki og margir haga sér
eins og hann í pví efni.