Ljósberinn


Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 6
198 LJÖ SBERINN af óx óánægjan í París ineira og meira. Og er borgarbúar sáu sambandsherinn nálgast borgina, leið eigi á löngu áður en borgin gæfist upp. Pað var 30. mars 1814. Drotningin var pá flúin með hinn unga son sinn nokkrum dögum áður. Sambandsþjóðhöfðingjarnir urðu brátt ásáttir um að reka Napóleon frá völd- um og setja aftur til valda Lúðvík 18. bróður Lúðvíks 16., pess er var af lífl tckinn. Pegar Napóleon lieyrði petta, pá tók liann að safna liði, og er hann fylkti liðinu, var honum fagnað með hrifningu. En rétt á eftir gengu fram æðstu hers- höfðingjarnir og kröfðust pess, að hann segði af sér keisaratigninni til að greiða syni sínum veg til valda. Ritaði pá Na- póleon undir afsagnarskjalið. En keisari Rússa, Alexander, vildi ekki heyra ann- an Napóleon, hann vildi hafa Lúðvík, og er Napóleon heyrði pað, bilaði hug- ur hans og framkvæmdadáð. Hann var kvalinn af sorg og vissi nú í fyrsta skifti ekki hvað gera skyldi. l’á mælti Ney inarskálkur: »Nú er alt úti, pér verðið að taka upp tjaldhælana«. Bandamenn fengu lionum eyjuna Elba fyrir vestan Italíu til samastaðar. Keis- ari skyldi hann heita framvegis og hafa 400 manna lífvörð. Og. jafnskjótt er hann hafði ritað undir afsagnarskjalið, pá varð hann einn eftir, allir fóru frá honum. Pað var 12. apríl, sem Napóleon átti að leggja af stað til Elba. Vagninn beið, pví að hann gekk út í hallargarð til að kveðja gömlu lífverðina sína. Pessi skilnaðarkveðja var svo átakan- leg, að enginn peirra gat síðan gleymt lienni. Sjálfur varð hann svo grátklökk- ur, að hann mátti varla mæla. Pað var 4. maí, sem Napóleon steig á land í Elba og eyjarbúar tóku vin- samlega á móti honum. Hann fékk bæði sumarbústað og vetrarbústað. Hann lét setja vörð um eyna og kom sér upp dá- lítilli hersveit. Og smáhirð kom hann á fót og móðir hans kom og bjó hjá hon- um. En konu sína og son sinn fékk hann aldrei að sjá. Pau höfðu farið til Austurríkis og var pað Napóleon hin pyngsta sorg. En af bréfum og blöðum varð hann pess vís, að Frakkar voru óánægðir með nýju stjórnina. Datt honum pá pað óynd- isúrræði í hug að hverfa aftur til Frakk- lands. Og 26. febrúar 1815 kvaddi hann klökkur móður sípa og silgdi til Frakk- lauds með 1106 liðsmanna. Hann lenti við Cannes og allar pær hersveitii-, sem sendar voru á móti honum gengu hon- um til handa og 20. mars hélt hann inn- reið sína í konungshöllina gömlu. E’n pessi nýja keisaraöld hans varð ekki nema 100 dagar. Enginn bar nú fult traust til hans lengur, og öll Norðurálf- an lagðist á eitt á iuóti honum og pótti hann vargur í véum eða friðarspillir, eins og lika var. Hjá. Waterlo beið hann ósigur mikinn fyrir sambandsher Eng- lendinga og Pjóðverja. Kom honum pá í hug að firra sig lífi á vígvellinum, en svo skundaði hann til l’arísar og sagði af sér keisaratigninni að nýju. Paðan fór liann til Rockefort og ætlaði hann að komast undan til Norður-Ameríku. En pað reyndist pó engin leið, pví að ensku herskipin gerðu höfnina að herkví. Pjóðhöfðingjum kom nú saman um að flytja skyldi Napóleon til Elínareyjar (St. Helena) úti í Atlanzhafi og pangað var hann fluttur 7. ágúst ásamt fáum vinum og kom hann par að landi 16. október um haustið. Á Elínarey varði hann tíma sinuin til að skrifa eða réttara sagt til að lesa vinum sínum fyrir æfisögu sína. — Lífið var honum kvöl, pví að parna gat hann ekkert hafst að, sem var pvert

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.