Ljósberinn


Ljósberinn - 27.07.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 27.07.1929, Blaðsíða 4
220 LJÓSBERINN andlit Ægir gamli hefði |iá sett upp, livort það var blítt og góðlátiegt, eða tryllingslegt og griminilegt, -— hvort andlitið hans var slétt og skínandi bjart eða úfið og sundurtætt af löðrandi hol- sketlum; hann lét sér ant um að sjá, hvort öldufallið eða straumfallið bærist norður eða suður, hvort vindurinn stæði á land eða af landi, hvort nokkuð sæist til skipa og hverjir á peim rnundii vera og hvert þeir stefndu. Sjórinn var Óla ótæmandi uppspretta nýrrar athugunar eða rannsóknar. Kvað svo ramt að því, að Óla var injög gjarnt til að gleyma alveg landinu og öllum þeim skyldum, sem á honum hvíldu, þar sem hann var nú orðinn 16 ára og nærri fullvaxta — hann, sein var skyldur til að vera stoð og stytta gatnla afa síns og ömmu. :i= * * Langt fram í lijndbrotunum, alla leið fram a Snndskeiðinu. sér Óli einhverja litla dökka depla. Peir Jiokast áfram haigt og hægt. Iieim uiidir prestssetrið, sem stóð á hárri brekku; en lítið var |»að og láreist eins og límt upp við kirkjuna, eiiis og kirkjan ætti að vera pví vörn og skjól. ÓIi vissi ógn vel. hverjir pessir dökku smádeplar voru úti á Sándskeiðinu. Pað voru fermingarbörnin. Pau voru á ieið til prestsins til spurninga í na stsíð sta skifti, áður en sá rnikli dagur, ferming- ardagurinn rynni upp. Parna komu pau Anna, freknótta stelpan hans Jóns á Gili, og hin digra Stína með úfnu og eid- rauðu fléttinguna; en á.undan peim fór dálítill drengjahópur, peir Kiddi Árna, halti Jói hans Magnúsar og Ilans hinn rauði frá Kotströnd og fáeinir aðrir. Allir flýttu peir sér, sem mest peir máttu og Óli vissi ógn vel, hvernig á pví stóð. Pað var þetta, að nærri lá, að stund væri liðin af hádegi; sá hann pá fyrst, að hann mundi nú eins og oftar verða of seinn til prestsins, pví að enn átti hann Ianga leið fyrir hendi til prestsins. Hann sá nú, að litlu dökku deplarnir skutust inn um liliðið hjá presti og hurfu samslundis. Tók Óli pá til fót- anna; en i-tormiiriiin stóð beint í fang honuni og peyiti brunasandinum framan í liaiin, og fylti augu hans og nef og munn. Hann málti til að nema staðar og varpa mæðinni. Sér hann pá| hvar vagn nemur staðar fyrir frauian prests- setrið. »Já, svona atti maður að liafa það«, hugsaði Óli með sér. Pað var hún Póra frá Bollagörðum; heinii var altaf ekið í vagni fram og aftur; henni gat pví staðið á sama, hvort stormur var eða ■rigning. Óli tók nú aftur til að skokka, en nam skyndilega staðar. Pað stóð nú eiginlega á sama, hvort hann kæmi tíu mínútum eða fjórðungi stundar of seint. Hann var kominn í sköuiui, hvort sem var. Hann langaði nú mest til að setja sig niður i sjávarhólunum, flatmaga þar uui stund, góna upp í skýin og hlusta á brimniðinn. I sjávarhljóðinu póttist hann heyra raddir og söng, sem tók yfir alt pað, seui var að gerast í raun og veru. Og pað var petta, að ganga til prestsins, uieðal annars. Petta var i priðja sinni. sem Óli gekk til prestsins. Tvö fyrri skiftin hafði prestur vísað honum frá fermingu, af pví að hann var svo nauða illa að sér. Og tvisvar sinnum hafði amma hans grátið; og með augun rauö og prútin af gráti hafði hún vafið fermingarfötin hans innan í dagblöð og stökt á pau kamfórudropum, til pess að mölurinn gæti ekki etið þau til næsta vors. Og tvisvar sinnum hafði hún vafið hvítu léreftsskyrtunni hans innan í bláan umbúðapappír, til pess að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.