Ljósberinn


Ljósberinn - 27.07.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 27.07.1929, Blaðsíða 8
224 L J 0 S B E íi í N Antonínus úm hánótt til að fara burt og leita sér annarstaðar gistingar. Mörg- um árum síðar, pegar Antonínus var orðinn keisari, kom Polemon til Róma- borgar. Pegar keisarinn spurði pað, fékk hann honum veglegar stofur til íbúðar í höll sinni, og sagði, að enginn skyldi reka hann þaðan. Pá bar það við ein- hvern dag, að leikari nokkur kærði pað fyrir keisaranum, að Polemon heföi rek- ið sig út úr leikhúsinu. »Hvenær var það?« spurði Antonínus. »Um hádegis- bil«, svaraði hinn. »Yertu rólegur vinur minn«, mælti keisarinn; »hann rak mig út úr húsi sínu um hánóttj og ég sætti mig við pað«. Að telja. Manstu, hvernig pú lærðir að telja? Ég pori að segja: nei. En ég er alveg viss um, að pú hefir lært pað á fingrunum þínum, eða máske liafa pér verið gefnir fallegir spilapeningar eða skeljar, til að nota í staðinn. Yillimenn læra að telja einmitt á sama hátt. Flestir af þeim nota fingurna, og svo læra þeir að telja frá tíu, eins og við. En sumir af peim kalla pær tölur mjög skringilegum nöfn- um. Indíánar á Drinoco kalla fimm »eina hönd« og tíu »tvær hendur«. Þeir nota jafnvel fæturna og kalla fimtán »heilan fót«, sextán »einn af öðrum fætinum« og tuttugu »heilan mann«. Nöfnin verða mjög margbrotin á hærri tölunum, tutt- ugu og einn kalla peir »einn af hendi næsta manns«. Villimenn Afríku telja að miklu leyti eins. Sex tákna peir með orðinu »tatisi- tupa«, sem pýðir-»að taka í þumalfing- urinn«, p. e. sá, sem er að telja, hefir notað hina fimm fingur á annari hend- inni og byrjar á hinni, með því að taka. í pumalfmgurinn. Surnir villimannapjóðflokkar nota liða- mótin á fingrunum í staðinn fyrir pá sjálfa, og eru peir mjög leiðir yfir að geta að eins talið upp að þremur. Sumir Ástralíu-pjóðflokkar telja pann- ig: »einn«, »tveii«, »tveir-einn«, »tveir- tveir«, og komast svo ekki lengra. Aðrir liafa að eins prjú orð: »einn«, »tveir« og »mjög margir«. En villimenn nota stundum annað en fingurna og liðamótin til að telja á. — Einn afríkanskur pjóðflokkur kallar fjöru- tíu »ogodze«, sem pýðir »strengur«, af pví þeir nota streng með 40 kúskeljum á, til að telja með. Peirra nafn á hund- raði er »yha«, sem þýðir »hrúga«, p. e. hrúga af kúskeljum. •---—--------- Sveinn: »Pabbi minn, hann er svo vitur, — hann hefir líka svo hátt enni«. Áki: »Ja, pú ættir pá að sjá ennið á honum pabba mínum, það nær alla leið aftur á hnakka«. Sögukver handa börnum, eftir Boga Melsteð, er »eflaust hin bezta sögubók handa börnum og unglingum, sem enn er til á íslenzku«. fslands saga pessi fæst hjá Snæbirni Jónssyni, Austur- stræti 4, Reykjavík, og kostar eina fullgilda krónu. Ef pér purfið að láta prenta eitthvad, svo sem: bœkur, blöð, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, reikn- inga, kvittanir, erfiljóð, grafskriftir, kransborða o. s. frv., pá látið Prent- smiðju Jóns Helgasonar gera pað. Bergst.str. 27 Sími 1200. Prentsm. Jóne Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.