Ljósberinn


Ljósberinn - 07.09.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 07.09.1929, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 269 Frh. Maðurinn hennar var vakandi, pegar hún kom inn aftur. Hann horfði forviða á hana og spurði: »Hvað er um að vera? Fví ertu komin á fætur svona snemma?« »Ég var að taka á móti gesti«, svar- aði frúin. »Gettu hver pað er?« »Ég gizka víst seint á hvaða gestur það er, sem kemur um miðja nótt og vekur fólk af fasta svefni«, svaraði Ell- ert hálfvegis önugur, »og ekki kalla ég pað neitt góðan gest«. »Æ, segðu petta ekki, góði minn«, sagði frúin blíðlega. »Éað var auming- inn hann Jói litli. Hann tlúði hingað. Hann hefir verið á rölti hjá húsinu síð- an í gærkvöldi. Sem betur fer varð hún Signý vör við hann, pegar hún fór út til pess að gá að kjallaranum, sem hún hélt að hún hefði gleymt að loka og pá rakst hún á drenginn, hann hýmdi við eldhúsdyrnar hálfdauður úr kulda, vesal- ingurinn sá arna. Signý kallaði svo á mig og ég talaði við drenginn, pað var hreinasta hrygðarmynd að sjá hann og svo er hann alveg á glóðum um að hann verði látinn fara langt í burtu og fái ekki að sjá hana fóstru sína«. »Hvað gerðirðu við snáðann?« spurði Ellert. »Ég lét hann auðvitað koma inn í dagstofuna á meðan hann sagði mér upp alla söguna, honum Iétti mikið, skal ég segja pér, pegar ég sagði að hann mætti vera hjá okkur, hann var svo harmprunginn, veslingurinn litli. lJar að auki var honum óttalega kalt, og ætlaði ég að gefa honum heitt að drekka áður cn hann legðist til svefns, en hann steinsofnaði á meðan ég var að hita mjólkina, og var ég pó fljót að pví. Og svo hlúði ég sem bezt að hon- um í legubekknum og par sefur hann nú vært, aumingja barnið«. Ellert leit brosandi til konu sinnar. »Pú ert brjóstgóð, kona mín«, sagði hann, »og pér fer pað prýðilega vel. En veiztu nú eiginlega hvað pú átt að gera við pennan næturgest pinn?« »Gera við hann!« endurtók frú Ellert og leit stórum, spyrjandí augum á mann- inn sinn, »Hjálpa honum auðvitað!« »Ég efast ekki um að pú ætlir pór pað«, svaraði Ellert talsvert alvörugef- inn. »En hvernig ferðu að pví? Að lík- indum hefir annaðhvort fátækrastjórnin eða peir, sem hafa umráð yfir drengn- um, ákveðið honum nýjan verustað ut- an bæjar og hafa peir að sjálfsögðu góðar og gildar ástæður til pess. Vilt pú taka fram fyrir hendur peirra, góða mín?« Frúin leit á hann og skein góðvild og hlýja út úr augum hennar, er hún mælti mildum rómi: »Hugsaðu pér hann Óla litla okkar í sporunum hans!« »Hm — hm, ójá — en hvað eiguin við — hvað eigum við að gera fyrir drenginn?« spurði Ellert vandræðalegur. »Lofa honum að vera hjá okkur fyrst um sinn og reyna til að tala máli hans við pá, sem vilja hann burt frá henni fóstru hans og —« »Og fá pá til að bregða ætlun sinni eða hvað?« tók Ellert frain í fyrir konu sinni. »Hann vill ekki fara burt frá fóstru sinni, hún hefir gengiðjionum í móður stað, mundu eftir pví, góði minn, aðra móðir pekkir hann ekki, fóstra hans heíir auðsýnt honum móðurkærleika og henni

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.