Ljósberinn


Ljósberinn - 07.09.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 07.09.1929, Blaðsíða 6
270 LJOSBERINN er hann bundinn þeim böndum, sem mönnum ætti ekki að leyfast að slíta í sundur með hörðum höndum«, mælti frúin með ákefð. Maðurinn hennar kysti hana á kinn- ina. »Pú talar fallega ináli drengsins, góða inín. Ég kalla að hann eigi hauk í horni, sá litli, en ég er alls ekkert viss um að [m gerir honum neinn sér- legan greiða með [iví að hainla burtför hans hér úr borginni, hann kann að vera mikill fyrir sér og óstýrilátur [ró að [iað detti hvorki né drjúpi af hon- um, þegar hann er inni hjá pér, piltar á hans reki þurfa venjulega stýri fyrir bátinn sinn, og gamlar konur eru sjaldn- ast vel til þess fallnar að ala upp þess liáttar snáða?« — »Ellert, hugsaðu pér hvað sárt pað yrði fyrir gömlu konuna að sjá af hon- um! Henni hlýtur að pykja jafn vænt um hann eins og mér um hann Óla minn. Og hann er elskulegur drengur. Hefirðu ekki tekið eftir augunuin lians, svo djúpum og dökkum? Augun lians leita sannarlega að ástúð og yl. Og sástu ekki brosið hans? Var pað ekki sak- leysislegt? Svipurinn hans ber vott um göfugt innræti. Segi ég pað ekki satt, Ellert minn?« »Pú segir æfinlega satt,' vinan mín góða. En veiztu annars nokkuð hvar pessi garnla kona, fóstra drengsins býr?« spurði Ellert. »Hvernig heldurðu henni sé innanbrjósts, ef að hún veit nú ekk- ert hvað orðið hefir af stráksa?« »Ég hefi líka verið að hugsa um pað«, svaraði frúin. »Af pví ég véit, hvernig mér hefði liðið, ef að Óli litli — —« »Pú ferð æfinlega skemstu leið, góða mín«, sagði Éllert og klökknaði við, — »og hún liggur uin hjartað. Ég skal tala við gömlu konuna, ef pú veizt hvar hún býr. Pað er sjálfsagt gustuk, og svo sjáuin við hvað setur, — ertu ánægð með pað?« Frúin hallaðist i fang hans og hvísl- aði að honum. »Ég hefði ekki gifst pér og aldrei farið með pér burt frá pabba og mömmu, ef ég hefði ekki vitað að þú ert góður maður«. Hann strauk lófanum um silkimjúku lokkana hennar. »Pað væri þér að þakka, ef að ég yrði einhverntíma góður mað- ur«, sagði hann í viðkvæmum róm. »Mér að þakka, Ellert!« hvíslaði hún klökk. »Nei, pað er Guðs verk«. Frh. -----»> <-> <»—.- iEttjarðarkvæði barna. Já, íslendingar erum við, hið unga fósturjarðar lið, pví ættjörðina elskum vér, sem oss í skauti ber. 1 augum voruin er hún fríð, við elskum hverja strönd og lilíð; hún á vorn söng, hún á vor ljóð, hún á vort hjartablóð. Pú blárra tinda blessuð grund, pig blessi Drottinn alla stund; hann gaf oss pig, með gleði vér oss gefum aftur pér; pví ljúfir feður faðma oss hér, sem fúsum huga vinna pér, og móðurhendur hlúa’ oss að. 0, hvað er sælla’ en pað! B. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.