Ljósberinn


Ljósberinn - 26.10.1929, Side 1

Ljósberinn - 26.10.1929, Side 1
Jesús er lífið. Sunnudagaskólinn 27. okt. 1929. Lestu: 4. Mós. 21. 4,—9, Lærðu: Jóh. 3, 14.—15. Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, pannig á mannssonurinn að verða upphafinn, til þess að liver, sem trúir, hafi í sam- félaginu við hann eilíft lif. Kæru ungu leseudur. Síðasta sunnu- dag var sagt frá börnum Israels, þau vantreystu Drottni og vildu snúa aftur til Egiptalands, pegar þau heyrðu getið urn risana, sem pá byggðu landið þeirra. Sakir pessarar vantrúar sinnar mælti Guð svo fyrir, að í eyðimörkinni skyldu pau lirekjast og deyja par. Pau áttu aldrei að fá að koma heim í landið fyrirheitna. í dag er ykkur sagður annar þáttur úr lífi þeirra í eyðimörkinni: Peim féllst enn hugur. Enn mögluðu pau yfir handleiðslu Guðs. Og pó hafði hann borið svo dásamlega umhyggju fyrir peim, gefið þeim brauð að eta og vatn að drekka. En Guð refsar van- pakklæti og vantrausti barna sinna. Og svo fór hér. Eitraðir höggormar bitu [)au og margir dóu. Pá játa pau vanpakklæti sitt og van- traust. »Við höfum syndgað«, sögðu þau. Pá báðu pau leiðtoga sinn að biðja fyrir sér. Og hann gerði pað. Og Guð er svo miskunnsamur, að hann hjálpaði peim. Eirormurinn læknaði pá hvern pann, sem bitinn var og fékk hann augum litið. Hver er pað, sem eirormurinn bendir á? Pað er Jesús. Hann hefir sagt pað sjálfur; minnistextinn ykkar eru pau orð hans. Enn eru til höggormar — ósýnilegir höggormar — illir andar. Bit peirra er kallað synd. Enginn getur læknað synd- ina nema Jesús. Hann er frelsarinn okkar, blessaði, blíði. »Hvert mein hann veit, hvert sár hann sér, sem svellur lífs í stríði«. »Hver, sem eirorminn leit., af ísraelsmanna. sveit, eitrið ei á pann beit, öll stilltist plágan heit. Svo stór synd engin er að megi granda pér, ef pú á Jesúm sér iðrandi í trúnni hór«. (Hallgr. Péturs&on).

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.