Ljósberinn


Ljósberinn - 26.10.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 26.10.1929, Blaðsíða 8
LJÓSB ERINN 316 í ljósaskiftunum. Babbi er farinn burtu til baíja langt í frá, en mamma situr inni ein ineð ungana smá. Börnin biðja um sögu, jiau tiiðja um kvæði og söng, ]>ví þeiin er raun að róa í Jiögn um rökkurkvöldin löng. Glampi ef lítill gægist um gluggann frostna inn. Pau krjúpa á stól og kofforti og kalla á babba sinn. Mamma segir sögu og syngur Ijóðabrot, sem breytir kofakumbaldinu í konunglegt slot. Bráðla kemur babbi í baðstofuna inn og kveykir ljós á lampa fyrir litl'a hópinn sinn. Babbi sezt með blöðin og bæta mamma fer, en börnin klappa lof í lófa og leika og gamna sér. Byggja úr leggjum borgir, úr bréfum smíða skip og furðu margan fallegan og fáséðan grip. Búum sínum búa og breyta til um nöfn, unz krakkarnir í kotinu verða konungsbörnum jöfn. [Veturiun 1924] M. 11. Felumynd. Hvar er sonur garðyrkjans? Um og eftir næstu helgi verður innheimtur síðari liluti blaðgjaldsins hér í bænum (kr. 2,50). Eru nú kaupendurnir vinsamlegast beðnir að minnast þessa og hafa aurana við hendina, peg- ar blaðboriftn kemur. — Minnist pess, að Ljós- berinn er helmingi ódýrari en nokkurt annað barnablað í landinu, þegar miðað er við stærð og blaðafjölda. llonum ríður pví á að blað- gjöldin komi með skilum. PASSÍUSÁLMAR HALLGRÍMS PÉTURSSONAR hin nýja útgáfa, gefin út samhljóða frumhand- ritinu. Verð: í fallegu shirtlngsbandi (svörtu og brúnu) aðeins 4 kr. 1 mjög snotru og sterku imiteruðu skinnbandi (svörtu) kr. 6,50. Sendir burðargjaldsfrítt hvert á land sem er eftir pöntun, mcð póstkröfu. BÓKAVERZLUNIN EMAUS PÓSTHÓLF 304. REYKJAVIK. Prentsm. Jóns Pelgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.