Ljósberinn


Ljósberinn - 16.11.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 16.11.1929, Blaðsíða 7
LJOSBERINN 351 víða; ég er sí og æ á ferðalagi, en oft er ég þreyttur af göngunni. »En hvað þii hefir snotran rakka með þér«, dirfðist Ingiríður litla að segja og færði sig jafnvel dálítið nær. »Tíkin mín er vitrari og betri en hvað hún er falleg«, svaraði karlinn og strauk eftir bakinu á henni, »Hún er víst þreytt líka, veslingurinn«, sagði Ingiríður. »Og-nei — hún er kvik og kát, og ekki nema fjögra vetra, skal ég segja þér; en hún liggur nú svona til þess að orna mér á fótunum; það er ég búinn að kenna henni«. Og svo laut hann reykjandi niður að henni. »Jæja, stökktu nú fram á gólfið, Heiopp. Leiktu þér nú við hana litlu telpn þarna!« Heiopp reis upp, teygði vel úr sér, geyspaði og ldjóp út á gólfið til krakk- anna. Alveg voru þau steinhissa á hvað tíkin gat verið hlýðin. Ingiríður klapp- aði henni og drengirnir fengu liana til að standa á afturfótunum. Systir þeirra litla áræddi þá að ganga að henni og tók í kampinn á henni með litlu liend- inni, þó hálfsmeyk væri. Og fyr en nokkurn varði, voru öll börnin farin að leika sér við ókunnuga hundinn. En gamli sölukarlinn sat á sínum stað og horfði brosandi á leikinn. Leikurinn barst nú kringum borð og stóla, inn í stofu og fram í eldhús aftur; leikaraskapurinn var nú kominn á hæsta stig; krakkarnir réðu sér ekki fyrir kæti. Loks glepsaði Heiopp fastan í kjólfaldinn á Ingiríði litlu og hnykti henni til og frá, en ekki reif hún samt kjólinn; svo sleppti hún þessu taki og siökk með glöðu gelti alveg upp á lierð- arnar á öðrum drengnum, en hann datt endilangur á gólfið, hvort sem það var nú af hræðslu eða Heiopp hafði kastað Sér svo hart á hana; drengurinn lá hlæj- andi á gólfinu; Ingiríður fleygði sér þá ofan á hann aftur og hló svo, að hún ætlaði varla að ná andanum; systir hennar tók þá hljóðandi í kjólinn henn- ar og ætlaði að reisa hana á fætur, en Heiopp stökk geltandi fram og aftur yfir alla krakkahrúguna á gólfinu. »Nei, þetta nær engri átt«, sagði pabhi þeirra í hægum ávítunarrómi. »Hún fær svo sjaldan að leika sér, hún Heiopp«, sagði karlinn gamli hjá skorsteininum, »hún hefir ekki af öðru að segja en að labba og fylgja mér«. Hörnin skellihlóu og Heiopp dansaði alveg í loftinu geltandi, hoppandi og stökkandi. »Nei, hættið þið nú!« sagði pabbi i alvöru, »þetta nær engri átt! Hættið þið nú strax, segi ég!« Pá blístraði karlinn ofboð lágt og sagði: »Heiepp, kyr, komdu hingað!« Og óðara hætti Heiopp öllum látum og stökk til gamla mannsins og var næstum fegin. Sleikti hún þá fyrst hend- ina á honum og lagðist svo þvert yfir fÆturna á honum aftur, stakk’ trýninu niður milli lappanna og murraði þar svo ánægjulega. »I5etta er merkilega kát og hlýðin skepna«, sagði pabbi undrandi, en krakk- arnir blésu mæðinni og' skipuðu sér með aðdáun í kring um gatnla manninn og tíkina hans. »Hundur á að að vei’a hlýðinn hús- bónda sínum og helzt af öllu á liann að hafa gaman af því«, sagði karlinn. Hann á ekki að hafa þrældómsanda. En Heiopp hlýðir engum nema húsbónda sínnm, það segi ég ykkur satt. Reynið þér að kalla á hana, húsbóndl, og þér munuð sjá, að hún kemur ekki«. Pabbi blístraði og lokkaði hana, en hún hreyfði sig ekki. Börnin komu með smurðar brauðsneiðar og sykurmola og lokkuðu hana til sín með allskonar gælu-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.