Ljósberinn - 15.01.1938, Síða 6

Ljósberinn - 15.01.1938, Síða 6
LJÓSBERINN ir, að konungur var ekki úti á skipi sínu eða í káetunni, og vakti það undrun mikla. Þetta gerðist margar nætur í röð, og þó sá enginn maður hann fara frá borði. Þetta var um sumar og dögg var á grasi; var þá reynt að rekja spor hans á döggvotu grasinu, en ekki gátu þeir lieldur fundið nokkur deili til þeirra. Engin mannabyggð var þar nærri sem konungsskipið lá, en í grenndinni var þéttur skógur. Þetta vakti undrun allra. Tveir af mönnum þeim, sem konungi voru handgengnastir: Guð- brandur úr Dölum og Þorkell Dyrð- ill einsettu sér því, að lialda sérstak- an vörð. Og er Þorkell sat við land- göngubrúna um aftureldingu, kom konungur þar að lionum óvörum, tók undir hendur honum og lét sem hann ætlaði að varpa honum í sjóinn og mælti: »Þetta skaltu liafa fyrir for- vitni þína!« En konungur setti hann aftur upp á landgöngubrúna og fóru þeir síðan hóglátlega upp á skipið. En sakir hinnar miklu vináttu inilli þeirra konungs og ÞorkeJs, og svo þess, að hann var svo oft að hiðja konung að segja sér, hvert hann færi einn síns liðs um nætur, gekk kon- ungur að Þorkeli eina nótt og vakti liann varlega og gaf honum merki um, að hann skyldi koma með sér. Þeir gengu hljóðlega í land og út í skóginn. Þegar þeir liöfðu gengið spölkorn, komu þeir að stóru tré. Þá mælti konungur: »Bíddu nú hér und- ir þessu tré og mundu eftir því að fara ekki lengra. Ég geng héðan út á lítið, opið svæði, sem við sjáum þarna fram undan okkur, og kem svo aftur eftir ekki alllangan tíma«. Þeg- ar konungur var kominn út á opna svæðið, sá Þorkell, að hann hað til 6 Guðs og lyfti höndum til himins. Þá fékk Þorkell að sjá svo dýrðlega sjón, að honum gekk liún til hjarta — þeirri sýn gleymdi hann aldrei síðan til æfi- loka. Þegar konungur hað, varð liann umlyktur af fögru, fölu ljósi, og í ljós- inu sá hann tvo menn, lijúpaða þunn- um, lausum kyrtlum; vorn þeir á ferli kringum konunginn og lögðu liendur á höfuð lionum. Jafnframt heyrði hann fágætan, sætan söng. Þorkell varð mjög gagntekinn al þessu og þótti sem himnesk fegurð væri yfir þessu öllu. Hann þakkaði Guði fyrir, að hann liefði unnt honum þess, að fá að sjá og lieyra svona dýrðlegt og fagurt. Þegar þetta hafði borið fyrir hann um stund, livarf ljósið, og er konung- ur kom aftur til Þorkels, lagði hann ríkt á við hann, að segja engum frá þessu. Gengu þeir nú til skipa, en konungur var hljóður mjög á leiðinni og kyrrlátur. Engurn sagði Þorkell frá þessari furðusjón, fyr en hann sagði Haraldi konungi harðráða hana á gam- als aldri. Haraldur konungur þekkti Þorkel að sannsögli, og vissi jafnframt, að hann hafði verið vinur Olafs konungs Tryggvasonar. (Þýtt). Ég elska þig, Jesús. Ég elska pig, Jesús, sem öll hefir bœtt mín afbrot og réttlœti [nnu mig klætt; ég elska pig, Jesús, er sérhverja synd af sál minni hreinsar í dreyra píns lind. B. J.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.