Ljósberinn - 15.01.1938, Qupperneq 9

Ljósberinn - 15.01.1938, Qupperneq 9
U6SBEBINM 1000 króna seðillinn. Eftir Karl Svendsen. Geor" heitir liann, og er einn af þessuni góðlátlegu og friðsöniu ung- lingum, æfinlega ánægður, hrosleitur og vingjarnlegur. Hann er duglegur að vinna, viljugur og þróttmikill, svo þó að mikið sé atvinnuleysið, hefir liann allt af eitthvað að gera, því að allir vilja hafa hann. Hann var átján ára, þegar hann fékk fasta atvinnu hjá fiskkaupmanninum. Launin eru 20 kr. um vikuna, og það finnst Georg gott, því að annars eiu ekki borgaðar nema 15 kr. Oft kemur hann holdvotur heim, hæði vetur og sumar, en allt al jafn glaður. Og aldrei kvartar hann um. að vinnan sé eriið. Glaðlyndið er óbil- andi og hjálpar honum yfir alla erfið- leika. Faðir hans er orðinn gamall og las- lmrða og getur lítið aðhafst. Hann vinnur tæplega fyrir því allra nauð- synlegasta. En með Guðs hjálp hefir þó allt gengið sæmilega, án sveitar- styrks, og þó miklu hetur, síðan Ge- org fékk atvinnuna. Nú geta þau líka llutt 1 betri íhúð, með tveimur her- bergjum og mikil er gleði litlu fjölskyldunnar. Bæði faðir hans og móðir eru trú- aðar manneskjur, og allt frá fæðingu drengsins hafa þau vonað og heðið, að honum mætti auðnast að verða Guðs barn. Eftir heztu getu liafa þau reynt að uppala einkasoninn sinn í guðsótta, og til mikillar ldessunar og gleði hefir hann verið þeim á upp- vaxtarárunum hlýðinn og góður og vandlega forðast að styggja þau. Eftir ferminguna komst Georg í kristilega hljómsveit. Faðir hans áleit það æskilegast, að hann fengi sem fyrst að vera með trúuðum unglingum, í von um, að hann yrði fyrir vakningu ö£ öðlaðist fullkomið frelsi Guðs harna. Georg var söngnæmur, og innan skamins varð hann góður mandólín- leikari. Ilve hreykinn hann er, þegar lianii leikur og syngur með hljómsveit- inni uppi á pallinum á bak við ræðu- stólinn, og pahhi og mamma sitja niðri í salnum og hlusta hugfangin. Það er eitthvað, sem svellur í brjósti hans, og endurómar hjá þeim, þarna niðri á békknum. Gleðin kemur frá hjart- anu og hergmálar 1 hjörtum þeirra. Arin líða, og vikulaun Georgs eru færð upp í 35 kr. Þeim líður nú vel, og allt af er liann sami ágæti og fórn- fúsi sonurinn. En það er þó allt af eitt áliyggjuefni foreldranna, þetta, að hann er ókunnur lífinu í Guði. Hann hefir ekki enn fundið sjálfan sig sem syndara, ekki séð það, að Iiann verð- ur að frelsast af náð. Allt gengur svo ljómandi vel, og Guð er svo góður — þannig hugsar liann, og heldur að allt sé í lagi. En foreldrar hans tala oft um þetta, og marga bænastundina eiga þau saman, að Guði mætti þókn- ast að sannfæra drenginn þeirra um vanmátt hans til að ávinna sér eilíft líf og sáluhjálp. Og smátt og smátt öðlast þau líka örugga fullvissu um það, að Guð muni bænheyra þau, þeg- ar hans tími er kominn. Það er laugardagur og óvenju mik- ið að gera hjá kaupmanninum. Georg er heðinn að hlaupa í hankann með 1(XX) króna seðil og fá honum skift. 9

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.