Ljósberinn - 15.01.1938, Side 11

Ljósberinn - 15.01.1938, Side 11
L ,T ÓS15ERINN Sólaruppkoma. Eftir A. Kvellestad. »Nei, nú finnst niér að þú ættir ekki að þegja lengur, Kósmandur. Það verður einhverntíma að láta til skarar skríða — sem menn segja. Sé nokkur dugur í þér, læturðu ekki, slík lítilmenni níðast á þér lengur. Reyndar erum við aðkomandi og ókunn hér; en jörðina hefir þú þó keypt og horgað. Og engan höfum við styggt, hvorki þú né ég«. »Vertu hæg, Guðríður. Þetta lagast allt saman, sannaðu til. Það er hetra að þola óréttinn, en að gera hann.« Rósmundur gekk rólegur út í eldi- viðarskýlið. Það var hezti þurkur á sprekið. Og fengi hann það þurrt fyr- ir Jónsmessu, yrði það helmingi hita- meira að vetrinum. Allt í einu stóð hann kyrr og glápti. Báðir brúnu Iiestarnir nágrannans voru komnir inn í hafrareitinn. Og þó var haun nýbúinn að gera svo vel við girðinguna. Hvernig gat staðið á þessu? Þeir átu og tróðu allt niður. Skrauf- þur moldin 'þyrlaðist npp í einn mökk. Það lá við að iiitna í Rósmundi. Svo mannlega var hann gerður. En svo lét hann sem ekkert væri, beygði sig hara ofan að fjalhögginu og beitti nýbrýndri öxinni ofurlítið fastara en áður. Hugsanirnar lijuggu líka eða stungu eins og nálar. Hann varð að kannast við það, að spádómurinn átti við rök að styðjast. Þegar hann flutti liingað að Armótum fyrir 6 vikum, kom einn hóndinn úr sveitinni, lieilsaði honum og sagði: »Hvað lengi.hefir þú liugsað þér að haldast hér við? Þessi »fíni« nágranni þinn hefir haft lag á að flæma í burtu fjóra eigendur Ármóta, og hefir eng- inn þeirra þraukað hér lengur en þrjá mánuði.« Rósmundur þurkaði af sér svita- dropana. Hann þekkti vel hinn gamla Adam, eftir að hafa átt í höggi við hann í 30 ár. Það var víst bezt að flýja. Þetta gæti aldrei farið vel. Skratt- inn myndi skopast að honum. Og hvað gagnaði það, þó að hann fengi Ármót fyrir lítið verð, ef hann biði tjón á sálu sinni? Milli jarðanna tveggja rann á, sem vanalega var ísi lögð á vetrum. Það var því engin furða, þó að geitféð rynni yfir um og inn í Ármótaland og eyðilegði nýgróðursettu ávaxtatrén; en leitt var það. Hitt var þó verra, að fólkið hinumegin stóð bara og lét sér þetta vel líka. Þá fann Rósmund- ur til þess, hvernig gremjan settist eins og kökkur fyrir brjóstið á honum. Hálfum mánuði seinna kom vor- leysingin. Og svo fór sólin að þýða allan þela úr jörðinni. Einu sinni þegar Guðríður var ný- búin að sá gulrófunum, kom hún þjótandi inn til hans, með augun spert upp í hársrætur, og spurði hann, hvort hann vildi ekki koma út og líta niður í kálgarðinn — hún mætti hund- ur heita, ef þar væru ekki ein 30 mjallhvít hænsni, spígsporandi og krafsandi — hvort hann vildi vera húshóndi og sætta sig við annað eins. Um kveldið sá hann, að búið var að leggja plankahrú yfir frá hænsna- 11

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.