Ljósberinn - 15.01.1938, Side 12

Ljósberinn - 15.01.1938, Side 12
IiJóSBEBINN húsinu. Jú, allt af hafði sá vornli ráð undir hverju rifi. Rósmundur lijó og hjó, svo að svit- inn rann í lækjum. Stundum reyndi hann að syngja eins og honum var tamt, en röddin kafnaði í kverkunum. Guðríður gerði sér erindi yfir þvert túnið, en sá ekkert. Hestarnir tveir hneggjuðu hak við liúsin. Annar fór að velta sér á þurri grundinni, og hinn fór að dæmi hans. Sólin var hátt á lol'ti yfir Armóta- dalnum. Him hitaði vel um hádegis- leytið. Það mátti vel sjá stærðarmun- inn á grængresinu eftir hvern daginn. Rósmundur stóð um stund og horfði út eftir skógarhlíðinni. Síðan fór hann inn og upp í litla svefnherbergið, þó að enn væri árla dags. Þegar hann kom ofan aftur stundu seinna og gekk niður túnið, var allt þunglyndi horfið. Hestarnir voru lagst- ir niðri á akrinum. Allt var hljótt og friðsælt. Og í sál hans var líka frið- ur og ró. Þessum nágrönnum leið víst ekki sérlega vel. Það varð að afsaka þá og fyrirgefa jjeim. Ekki ósennilegt, að aðrir hafi verið vondir við þá. Eða máske að forlögin hafi verið þeim andstæð. Ætti hann þá að hæta á hyrði þeirra? Nei, alls ekki, hvað sem 12 í húfi væri. Hann hafði um langan tíma ekki verið jafn frjáls og glaður sem nú. En þá dró skyndilega ský fyrir sólu. Ilár maður, dökkbrýndur og hvass- eygður, kom fyrir skýlishornið. í stað þess að heilsa, glotti hann kuldalega. Rósmundi rann kalt vatn milli skinns og liörunds, þó að blítt væri í veðri. Bituryrði nágrannans voru honum sár eins og svipuhögg. Hefir þú slæma sjón, granni sæll? Sérðu ekki hestana, sem Jiggja og hylta sér í nýræktinni |)inni?« *Jú, ég sé þá«. Rósmundur var ró- legur og mildur í máli. • Hel'irðu ekki hugsað þér að reka |iá burtu?« »Nei, ég rek þá víst ekki — — fyrr en ég fæ nýja fyrirskipun«. »Fyrirskipun! hm, ltver ætti að gefa þér fyrirskipun? Átt þíi ekki jörðina? Aðkomumaðurinn var spakari í máli. »Nei, vinur minn. Eg er ekki ann- að en ráðsmaður jarðarinnar. Eigand- inn — ja, hann býr |>ar efra«. Rós- mundur horfði glaðlega fratn undan sér og benti upp til hvítu góðviðris- skýjanna. Nágranninn gekk J>egjandi í hurtu,

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.