Ljósberinn - 15.01.1938, Qupperneq 19

Ljósberinn - 15.01.1938, Qupperneq 19
LJóSBEKINxN Og þessu var í raun og sanuleika þann- i«r varið. Hin göfugu og fögru áform hans urðu að lietjudáð. Drengurinn varS æsku- maður og æskumaðurinn varð þroskaður maður, en nú lieldur Iíugó björgunardag sinn hátíðlegan, eins og æðri fæðingardag. (inð hefir þlessað liann, svo að hann er orðinn ellistoð aldraðrar, göfugrar móð- uf, og gleði og huggun fjölda góðra og göfugra manna. Endir. I móðurleit. Saga ofurlítillar kvenhetju eftir Clarence Hmvks. Theodór Árnason íslenzkaði. Hálfri stundu síðar var litla stúlkan orðin þurr á kroppinn og henni var þá líka orðið vel hlýtt, og þegar kvöldmat- urinn var tilbúinn, flutti Nathan hana að borðinu. Hann hafði lagt sessu á stól- inn og hækkaði hana þannig í sessi, að höfuðið á henni náði rétt upp fyrir borðplötuna, svo að hún gat aðeins eygt kræsingarnar, sem á borðinu voru. Nathan frændi bað borðbæn, og Silky sat hljóð á meðan, alvai'leg á svip, með lokuð augun og bærði varirnar ótt og títt. Mikið hefðu þau orðið forviða, frændi hennar og frænka, ef þau hefðu heyrt, hvað hún var að tauta, en það var eitthvað á þessa leið: „Góði Guð, vertu góður við mig í vonda landinu, þar sem allt af er log-bullandi heitt, eins og hann séra With segir á sunnu- dögum. Góði Guð, vertu nú svo vænn að umsnúa henni Lúkretíu frænku minni. Amen“. Frænkan hlóð nú ferlegri hrúgu af kartöflum á diskinn hennar — og auð- vitað var það fremur gert ósjálfrátt heldur en af hjartagæzku. Og svo bætti hún við á diskinn steiktu eggi og tveim- ur sneiðum af svínslæri. Silky var svöng. En hún hafði næst- um því gleymt því, þessa síðustu klukkustund, vegna hinna æsandi at- burða, en nú rankaði hún við sér um það, að það var óratími síðan hún hafði borðað síðast, og hún hafði ekið langa leið með Timm. Hún lagði því til mat- arins með allgóðri list, þegar hún var búin að skif.ta kartöfluhrúgunni í tvo jafna hluti með hnífnum. Eins fór hún með eggið og svínakjötið, skifti hvoru- tveggju í tvo jafna hluti. Síðan tók hún gaffalinn sér í hönd og hvarf nú annar hlutinn á svipstundu. Þó var Silky enn ákaflega svöng, en hún snerti ekki þann hluta matarins, sem eftir var á diskin- um. „Hvers vegna borðar þú ekki allan matinn þinn?“ spurði frænka hennar með þjósti. Hún var ein af þeim mann- eskjum, sem álíta, að þær hafi ákaflega mikið vit á því, hvernig á að ala upp börn, —- einmitt af því, að þær hafa aldrei átt börn sjálfar. „Þökk fyrir — en ég ætla ekki að borða meira“, svaraði barnið. „Ertu þá ekki svöng?“ spurði frænk- an. „Eða er maturinn okkar ef til vill ekki nógu góður handa þér? Ég hefði þó haldið, að hann þyldi samanburð við matinn á barnahælinu“. „Það er ekki það“, muldraði Silky. „Nú, en hvað er það þá, — nú, nú, svaraðu krakki!“ 19

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.