Ljósberinn - 01.09.1939, Síða 3

Ljósberinn - 01.09.1939, Síða 3
19. úrg., 9. tbl. September 1939 Jcsús og börnin Og' menn færðu börn íil hans, til þess að hann skyldi. snerta þau, en lærisveinarnir ávítuðu þá. En er Jesús sá það gramdist honum það, og hann sagði við þá: »Leyf- ið börnunum að koma til mín. og bannið þeim það ekki, því aó slikra er guðsríkið. Sa.nnlega segi ég yð- ur: Hver, sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma«. Og hann tók þau sér í fang, lagði hendur yfir þau og blessaói þau, Enn í dag' færa. menn börn til Jesú. Nú eru þau færð Jesú til þess að vera skírð. Það er hátíðleg og' heilög stund, þegar barn er skírt. Allir menn eru fædd- ir með syndug'u eðli. En Guðs sonur Jesús Kristur, kom í heiminn, til þess að vér skyldum ekki glatast í syndinni, heldur öðlast eilíft líf í Guðs ríki sem Guðs ást- fólgin bórn. Og til þess hefi,r Drottinn vor og frelsari gefið oss skírnina,. Þess. vegna hefir hann fyrirskipað skírnina og sagt: »Allt vald er mér gefið á himrii og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðirnar að læri,- sveinum með því að skíra þá til nafns Föd- ursins og Sonarins og Hins Iieilaga Anda, og með því að kenna þeim að halda alli það sem ég hefi boðið yður«. Þegar presturinn skírði þig, signdi, hann þig og' sagði: »Meðtak þú tákn hins heilága kross bæði á enni þitt og brjóst til vitnis- burðar um, að þú tilheyrir hinum kross- festa Drottni Jesú Kristi og að hugur þinn og hjarta á að helgast fyrir J;rúna, á hann«. Síðan fór hann með játning trúar vorrar. Hana eiga öll börn að læra. Hún er svona: Ég' trúi, á Guð föður, almáttugan skap- ara himins, og jarðar. Ég trúi á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey, píndur und- ir Pontíusi Pílatusi, krossfestur, dáinn o', grafinn, steig niður til heljar, reis, á þriðja degi, aftur upp frá dauðum, steig- upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs. og' mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga al- menna kirkju, samfélag heilagra, fyrir- gefning syndanna, upprisu holdsins og ei,- líft líf. Síðan skírði presturinn, þig. Hann jós vatni þrisvar á höfuðið á þér og sagði: »Ég skíri þig til nafns Föðursins, Sonarins og Iiins, Heilaga Anda. Amen«. Þá skrifaði Guð nafn þitt inn í lífsins bók og gaf þér heilagt líf og' Heilagan Anda. Hann endurfæddi, þig. Svona komst þú til Jesú fyrst. En þú mátt aldrei fara frá Jesú og aldrei hætta Frh. á bls. 211.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.